Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.04.2022, Qupperneq 30

Fréttablaðið - 19.04.2022, Qupperneq 30
AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Guðmundur Örn Jóhannsson gudmundur@torg.is, ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050: Andrés Bertelsen andres@frettabladid.is, Auður Húnfjörð audur@frettabladid.is, Reynir Elís Þorvaldsson reynir@frettabladid.is, Örn Geirsson orn@frettabladid.is FÓLK/ SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5078: Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is, TÍMAMÓTA- OG ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@frettabladid.is EXTRA Barónsstígur • Keflavík • Akureyri *Breytilegt úrval milli verslana 1599 kr.stk. Delici Raspberry Mousse 454g GOTT UM PÁSKANA* 1699 kr.stk. Ford Farm Cheddar w/Caramelized Onions 1649kr.stk. Ford Farm Dorset Smoked Cheddar Í fyrsta sinn geta íslensk ungmenni tekið þátt í Dis- coverEU-verkefninu, sem nú er orðið hluti af Erasmus+. Í DiscoverEU fær fólk á átjánda aldursári tækifæri til að ferðast um Evrópu þar sem ferðakostnaður er innifalinn. ninarichter@frettabladid.is Fjörutíu og átta íslensk ungmenni á 18. aldursári geta nú sótt um í DiscoverEU-verkefninu. Að sögn Miriam Petru Ómarsdóttur Awad, verkefnastýru Eurodesk á Íslandi hjá Rannsóknamiðstöð Íslands, er hér um að ræða frumkvæðisverk- efni sem snýst um að gefa ungu fólki tækifæri til að ferðast um Evrópu og nota umhverfisvænan ferðamáta. Þau sem eru dregin út hljóta Inter rail-lestarmiða sem gildir í 30 daga ferð, og hægt er að nota mið- ann hvenær sem er á tólf mánaða tímabili. Fyrir unga Íslendinga er flugferð einnig hluti af pakkanum, í ljósi þess að Ísland er eyja og engar lestarsamgöngur á Íslandi. Umburðarlyndi markmiðið Markmið verkefnisins er að auka menningartengsl og tengsl þvert á lönd og stuðla að umburðarlyndi. „Við viljum líka að fólk prófi að ferðast á eigin vegum. Og hugmynd- in er að allt ungt fólk hafi tækifæri til að sjá heimsálfuna óháð stöðu sinni í samfélaginu,“ segir Miriam Petra. Verkefnið byggi á hugmynd um óformlegt nám. Til þess að eiga möguleika á miða þarf fólk á 18. aldursári að sækja um, svara fjórum krossaspurningum og einni opinni spurningu og fara nöfnin þá næst í pott. „Þegar þau eru dregin út vinna þau Interrail-passa. Þau geta ákveðið hvort þau vilja nota hann á föstum dagsetningum eða ekki. Þau geta sótt um eitt í einu eða allt að fimm saman, en þá er ein manneskja útnefnd hópstjóri,“ segir Miriam Petra. Foreldrarnir geta komið líka Hægt er að sækja um sérstakan stuðning vegna ferðarinnar. „Ef fólk er með fötlun eða kvíðaröskun og getur af einhverjum ástæðum ekki ferðast eitt, getum við boðið því upp á að vera með fylgdaraðila sem ferðast með þeim. Þá haka þau við það í umsókninni,“ segir Miriam Petra. „Við tökum þátt í Evrópuári unga fólksins. Andleg heilsa ungs fólks hefur liðið svo mikið fyrir heims- faraldurinn og það er alls konar í gangi til að vekja ungt fólk til að vera virkir þátttakendur í samfélag- inu,“ segir hún. „Ég hvet fólk til að skoða þetta. Það er ekkert því til fyrirstöðu að fólk fari. Ef unglingurinn manns er dreginn út geta foreldrarnir farið líka. Þá sleppir fólk bara að borga fyrir miðann sem það vann. Það er ekkert sem bannar það,“ segir hún. Hægt er að sækja um og nálgast frekari upplýsingar á Eurodesk.is og umsóknarfrestur rennur út þann 21. apríl. n Fjörutíu og átta unglingum býðst að fara í Evrópureisu Miriam Petra segir foreldrana líka geta skellt sér með í ferðina. MYND/AÐSEND Hugmyndin er að allt ungt fólk hafi tækifæri til að sjá heimsálfuna óháð stöðu sinni í samfélaginu. ninarichter@frettabladid.is Íslenska verðlauna-rafdúóið Ultra- f lex sendi frá sér tónlistarmynd- band á dögunum við lagið Baby. Myndbandið er tekið upp fyrir utan Kaíróborg í Egyptalandi á tónleika- ferðalagi sveitarinnar á síðasta ári. Ultraf lex mynda Katrín Helga Andrésdóttir og Kari Jahnsen. Fyrsta plata þeirra, Visions of Ultra- f lex, kom út árið 2020 og sveitin uppskar fyrir hana bæði Kraums- verðlaunin og Íslensku tónlistar- verðlaunin, fyrir plötu ársins í f lokki raftónlistar. Stöllurnar stofnuðu sveitina skömmu fyrir heimsfaraldur. Baby er önnur stuttskífa sveitar- innar á þessu ári og í fréttatilkynn- ingu er laginu lýst sem ljúfum en grípandi ástarsöng. Texta lagsins er lýst sem daðri á dansgólfinu þar sem engu er að tapa, nema kannski mannorðinu. Myndbandið við Baby gerðu Katrín Helga og Kari sjálfar, en Þor- björn Kolbrúnarson og Felipe Mine Calvo sáu um myndatöku. n Upptökur frá Ultraflex í Egyptalandi Katrín Helga Andrésdóttir og Kari Jahnsen mynda rafdúóið Ultraflex. 22 Lífið 19. apríl 2022 ÞRIÐJUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.