Fréttablaðið - 21.04.2022, Page 1

Fréttablaðið - 21.04.2022, Page 1
7 7 . T Ö L U B L A Ð 2 2 . Á R G A N G U R f rettab lad id . i s F I M M T U D A G U R 2 1 . A P R Í L 2 0 2 2 Svíar hrífast af Önnu Grétu Dýnamíkin í Gusgus á filmu Menning ➤ 24 Lífið ➤ 26 Sigraðu sumarið Opið á sumardaginn fyrsta Gleðilegt sumar!OPIÐ Í DAG Sumardaginn fyrsta! Ertu ánæg(ð)(ur)(t) með ákvörðun Sólveigar Önnu Jónsdóttur að segja upp starfsfólki Eflingar? n Ánæg(ð)(ur)(t) nHvorki né n Óánæg(ð)(ur)(t) 67% 17% 16% Nærri tveir þriðju félags- manna Eflingar eru óánægðir með uppsagnir skrifstofu- fólksins. Eldra og tekjulægra fólk líklegra til að styðja þær. kristinnhaukur@frettabladid.is VINNUMARKAÐUR 27 prósent fólks í Eflingu styðja uppsagnir starfsfólks skrifstofunnar 11. apríl síðastliðinn. 64 prósent eru óánægð með þær. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem Prósent gerði fyrir Fréttablaðið. Uppsagnirnar hafa valdið gríðar- legri ólgu innan verkalýðshreyfing- arinnar. Hefur ákvörðun Sólveigar Önnu Jónsdóttur, nýendurkjörins formanns, og stjórnar Ef lingar, verið gagnrýnd af Drífu Snædal, for- seta Alþýðusambandsins, Vilhjálmi Birgissyni, formanni Starfsgreina- sambandsins, og fleirum. Alls eru 67 prósent landsmanna óánægð með uppsagnirnar, þar af 55 prósent mjög óánægð. 17 prósent eru ánægð og þar af tæplega 10 pró- sent mjög ánægð. 16 prósent tóku ekki afstöðu. Töluverður munur er á svörum eftir stjórnmálaskoðunum. Mestur er stuðningurinn innan raða Sósíal- istaflokksins, 59 prósent, en Sólveig Anna hefur setið á lista f lokksins í tvennum kosningum. Meirihluti stuðningsfólks Flokks fólksins styður einnig uppsagnirnar, 52 prósent, og 38 prósent Mið- flokksmanna, á meðan 54 prósent eru á móti. Öllu minni stuðningur finnst í öðrum flokkum. 18 prósent Sam- fylkingarfólks styðja uppsagnirnar, 15 prósent Pírata, 10 prósent Vinstri grænna og 8 prósent Sjálfstæðis- manna og Framsóknarmanna. Minnstur er stuðningurinn meðal stuðningsfólks Viðreisnar, aðeins tæp 4 prósent. Nánast enginn munur er á svör- um eftir kynjum en heldur meiri andstaða er á höfuðborgarsvæðinu en á landsbyggðinni, 71 prósent á móti 60. Eldra fólk er ánægðara en það yngra, á meðal 25 til 34 ára er hann aðeins 7 prósent en 30 hjá 65 ára og eldri. 23 prósent þeirra sem hafa undir 400 þúsund krónur í mánaðartekjur eru ánægð með uppsagnirnar en á bilinu 11 til 12 prósent þeirra sem hafa yfir 600 þúsund krónur. Sömu línur má sjá hjá þeim sem eru aðeins með grunnskólapróf og þeim sem hafa háskólapróf, en svör iðnmennt- aðra eru blandaðri. Þó að stuðningur Eflingarfólks sé aðeins 27 prósent, er það þó hærra en hjá öðrum stéttarfélögum. 15 prósent fólks í VR styðja uppsagn- irnar og 14 prósent þeirra sem eru í öðrum félögum. Könnunin var netkönnun, gerð 13. til 19. apríl. Úrtakið var 2.150 ein- staklingar, 18 ára og eldri, og svar- hlutfallið 50,3 prósent. ■ Fjórðungur Eflingarfólks styður uppsagnirnar Gleðilegt sumar „Sumarið heilsar með blíðu, ekki síst norðan heiða,” segir Haraldur Ólafsson veðurfræðingur sem er bjartsýnn, líkt og Páll Bergþórsson og Siggi stormur. SJÁ SÍÐU 2. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.