Fréttablaðið - 21.04.2022, Page 6
Það sem fólki blöskrar
er að sjá handvalda
einstaklinga. Fyrir það
þarf Bankasýslan að
svara.
Jódís Skúladóttir, þingkona VG
Leit hófst að flug-
vélinni TF-ABB er
hún skilaði sér ekki úr
útsýnisflugi 3. febrúar
síðastliðinn.
ÞAÐ ÞARF EKKI AÐ NEGLA
NIÐUR TÍMA Í DEKKJASKIPTI
Renndu við
Skútuvogur 2, Reykjavík
Fitjabraut 12, Njarðvík
Smiðjuvegur 34, Kópavogur
Hjallahraun 4, Hafnarfjörður
kristinnhaukur@frettabladid.is
VIÐSKIPTI Virði hlutabréfa í banda-
rísku verslunarkeðjunni Costco
hefur vaxið um rúm 582 prósent frá
árinu 2012, samkvæmt greiningar-
fyrirtækinu Zacks. Keðjan rekur
829 verslanir, þar af eina í Kauptúni,
ásamt bensínstöð.
Íslenska verslunin var opnuð í
maí árið 2017 og um tíma voru um
70 prósent landsmanna í áskrift hjá
henni. Veltan hefur lækkað umtals-
vert síðan við opnun en verslunin
fór að skila hagnaði árið 2019, um
208 milljónum og 463 milljónum
árið 2020.
Í greiningu Zacks kemur fram að
98 prósent innkomu Costco komi
frá sölu á varningi en 2 prósent
frá sölu áskrifta. Verð á áskriftum
hefur verið óbreytt frá opnun, 4.800
krónur. n
Costco sexfaldast
í virði á tíu árum
Íslenska verslunin skilaði 463 millj-
óna króna hagnaði árið 2020.
FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
ragnarjon@frettabladid.is
FRAKKLAND Nokkur dauðsföll í
Frakklandi, fyrr á þessu ári, hafa
verið rakin til E. Coli-smitaðra mat-
væla framleiddra af Nestlé.
Þetta hefur verið staðfest af
frönskum yfirvöldum og hafa yfir
40 einstaklingar leitað réttar síns.
Meðal látinna er tólf ára drengur í
París og nýfætt barn sem lést aðeins
klukkustundum eftir fæðingu.
Umrædd matvæli frá Nestlé hafa
ekki verið flutt til Íslands, að því er
fram kemur í svari Matvælastofnun-
ar við fyrirspurn Fréttablaðsins. Því
hafi ekki verið ástæða til viðbragða
af hálfu stofnunarinnar. n
Sýktar pizzur
ekki til Íslands
bth@frettabladid.is
STJÓRNMÁL Jódís Skúladóttir,
þingkona VG, segir ekki skrýtið að
aðeins eitt prósent stuðningsmanna
Vinstri grænna séu ánægðir með
lokað útboð Íslandsbanka eins og
fram kom í könnun Fréttablaðsins.
„Augljóslega er þarna eitthvað
sem hefur ekki farið vel. Okkar upp-
lifun er að það var talað um að þessi
leið væri betri en aðrar til að ná í
stóra langtíma kjölfestufjárfesta.
Svo þegar listinn er birtur kemur
annað á daginn,“ segir Jódís.
Fulltrúar frá Bankasýslunni, sem
lögð verður niður samkvæmt yfir-
lýsingu úr stjórnarráðinu, mæta á
teppið hjá efnahags- og viðskipta-
nefnd Alþingis næsta mánudag.
„Það sem fólki blöskrar er að sjá
handvalda einstaklinga. Fyrir það
þarf Bankasýslan að svara,“ segir
Jódís.
Baldur Þórhallsson, stjórnmála-
fræðingur, telur athyglisvert hve
þétt Katrín Jakobsdóttir forsætis-
ráðherra, standi við hlið Bjarna
Benediktssonar fjármálaráðherra.
Á sama tíma fellur fylgi VG.
„Af því að spjótin standa stans-
laust á Katrínu þá langar mig að
benda á að hvergi hefur komið fram
að Katrín hafi farið óvarlega, hún
hefur engin vafasöm ummæli látið
falla, hún hefur ekki setið í veislum
sem hún átti ekki að vera í,“ segir
Jódís. „Katrín er hins vegar forsætis-
ráðherra að halda saman ríkisstjórn
þar sem okkar stefna er stór stefna
af stjórnarsáttmálanum svo sem
í umhverfis- og velferðarmálum.
Hún þarf að standa með því og það
verður að taka með í reikninginn,“
segir Jódís. n
Bankasýslan kölluð á teppið á Alþingi eftir helgi
Rúnar Steingrímsson hjá
löreglunni á Suðurlandi segir
hættulegast við björgun
flaks flugvélarinnar TF-ABB
af botni Þingvallavatns á
morgun, verða köfun niður á
nær fimmtíu metra dýpi.
bth@frettabladid.is
FLUGSLYS TF-ABB, f lugvélin sem
fórst með fjórum mönnum í Þing-
vallavatni, verður hífð upp úr Þing-
vallavatni á föstudag, eftir tvo daga.
Fjórir létust í slysinu, 3. febrúar síð-
astliðinn.
Um borð í vélinni voru f lug-
maðurinn Haraldur Diego, ásamt
þremur erlendum mönnum frá
Bandaríkjunum, Belgíu og Hollandi.
Leit að mönnunum og vélinni er ein
sú umfangsmesta seinni ár og vakti
mikla athygli þegar tókst að koma
líkunum á land við erfiðar aðstæð-
ur, viku eftir slysið.
Rúnar Steingrímsson hjá lög-
reglunni á Suðurlandi segir um að
ræða flókið verkefni. Um 55 menn
muni koma að framkvæmdinni. Þar
má nefna lögreglu, kafara, sérsveitir,
rannsóknaraðila, björgunarsveitir
og einkaaðila sem láta í té ýmsan
sérhæfðan tæknibúnað.
Aðgerðin snýst í einfölduðu máli
um að koma á f lot björgunartæki
yfir f lugvélarflakinu, kafa niður að
flakinu, festa taug við flakið, draga
það upp, lyfta því upp úr vatninu og
f lytja í skýli Rannsóknarnefndar
samgönguslysa. Áskorun verður að
sögn Rúnars bjarga öllum rafeinda-
búnaði úr vélinni.
Rúnar segir að myndir úr sjávar-
dróna sem sendur var niður í vatnið
nýverið bendi til að flugvélarflakið
hafi komið vel undan ísnum. Flakið
er rúmt tonn að þyngd. Bætist við
þyngdina þar sem vélin verður full
af vatni þegar hún verður dregin upp.
„Hættulegast við þessa aðgerð
er að senda kafara niður á tæplega
50 metra dýpi. Við vonum að það
gangi vel. Snúnast er sennilega að
koma flakinu upp úr vatninu,“ segir
Rúnar.
Rannsók nar nef nd f lugslysa
hefur slysið til rannsóknar. Helsta
spurningin sem leitað er svara við
er hvers vegna TF-ABB fór í vatnið
með þessum ömurlegu afleiðingum.
Mikil leit var gerð að TF-ABB er
f lugvélin skilaði sér ekki úr útsýn-
isf lugi austur fyrir fjall. Böndin
bárust f ljótlega að svæðinu sunnan
Þingvallvatns og vestan Úlf ljóts-
vatns.
Morguninn eftir hvarf vélarinnar
beindist leitin hins vegar sérstak-
lega að suðurhluta Þingvallavatns í
samræmi við upplýsingar úr síma
Bandaríkjamannsins um borð.
Flakið fannst á botni Ölfusvatns-
víkur en lík f jórmenninganna
reyndust þá ekki vera um borð.
Þau fundust hins vegar í vatninu
skammt undan flakinu og var bjarg-
að í land viku eftir slysið.n
Hættulegt að senda kafara á fimmtíu metra dýpi
Frá slysstað. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Bið eftir björgun
flugvélarflaks-
ins í Þingvalla-
vatni er að ljúka
en vélin lá undir
ís um nokkurt
skeið.
FRÉTTABLAÐIÐ/
ANTON BRINK
6 Fréttir 21. apríl 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ