Fréttablaðið - 21.04.2022, Síða 14
hoddi@frettabladid.is
HANDBOLTI Arnar Daði Arnarson,
þjálfari Gróttu í Olís deild karla,
á von á spennandi úrslitakeppni
í handboltanum, en ballið byrjar
í kvöld með tveimur leikjum. Um
er að ræða átta liða úrslit þar sem
vinna þarf tvo leiki til þess að kom-
ast áfram í undanúrslitin.
ÍBV tekur á móti Stjörnunni í
Vestmannaeyjum í kvöld og býst
Arnar Daði við opnu og skemmti-
legu einvígi. „Þetta eru tvö af lélegri
varnarliðum deildarinnar og gæti
verið opið og skemmtilegt einvígi.
Heimavöllurinn hjá ÍBV gæti skilað
þeim sigri í gegnum oddaleik. Eyja-
menn hafa verið í smá brasi með
Stjörnuna en Garðbæingar hafa
verið í basli eftir áramót. Það virð-
ist eitthvað vera að þar á bæ,“ segir
Arnar Daði um einvígið.
Valur varð deildarmeistari og
mætir Fram sem endaði í átta liða
úrslitum. Arnar sér ekkert óvænt
í kortunum. „Það er ekkert minna
en hneyksli ef Valur fer ekki áfram
í þessum slag. Þeir fara að öllum
líkindum áfram með tveimur
öruggum sigrum.“
Á föstudag tekur svo FH á móti
Selfoss og þar getur allt gerst að
mati Arnars. „Þetta er kannski það
einvígi sem er hvað mest tvísýnt.
Ég hefði allt eins getað
hætt í fótbolta síðasta
haust til að einbeita
mér að vinnu.
Það er pressa á Aroni
Kristjánssyni að ná í
þann stóra fyrir Hauka.
Arnar Daði Arnarson, þjálfari
Gróttu
Fyrsta umferð Bestu deildar
karla er á enda, en mörg ný
andlit setja svip sinn á deild-
ina þetta sumarið. Sindri Þór
Ingimarsson, 24 ára gamall
Kópavogsbúi, er einn þeirra
sem þreytti frumraun sína í
efstu deild í vikunni.
hoddi@frettabladid.is
FÓTBOLTI Margir Garðbæingar
voru hissa þegar þeir mættu á völl-
inn í fyrradag þar sem Stjarnan
atti kappi við ÍA í Bestu deild
karla. Í byrjunarliði Stjörnunnar
var lítt þekktur leikmaður, Sindri
Þór Ingimarsson, á meðal leik-
manna. Þeir Stjörnumenn sem
lítið mættu á völlinn í vetur hafa
ef laust tekið upp símann og farið
að af la sér upplýsinga um hvern
væri að ræða. Sindri er 24 ára gam-
all Kópavogsbúi sem gekk í raðir
Stjörnunnar í vetur, hann hafði
alla tíð leikið með Augnabliki, sem
er varalið Breiðabliks. Liðið leikur
í fjórðu efstu deild á Íslandi og því
ekki skrýtið að margir hafi orðið
hissa að sjá Sindra í byrjunarliði í
efstu deild.
Sindri Þór er 24 ára gamall varn-
armaður sem ólst upp í Breiðabliki
en í meistaraf lokki lék hann svo
með varaliði félagsins í neðri deild-
um. Sindri er stór og stæðilegur
leikmaður með mikla tækni. Hann
viðurkennir að hafa orðið stress-
aður í gærkvöldi fyrir sinn fyrsta
leik í efstu deild. „Það var stress
fyrir leikinn en um leið og maður
fór að hita upp þá er þetta bara eins
og hver annar leikur. Ég hafði spilað
mikið á undirbúningstímabilinu og
þetta er bara fótbolti,“ sagði Sindri
Þór í samtali við Fréttablaðið, um
frumraun sína í efstu deild.
Það hjálpaði Sindra að aðlagast
ný jum aðst æðum í Garðabæ
að hann þekkir þjálfarateymið
vel. Jökull Elísabetarson, sem er
aðstoðarþjálfari Ágústs Gylfasonar,
var þjálfari Sindra í Augnabliki.
Jökull hætti sem þjálfari Augna-
bliks til að fara yfir til Stjörnunnar
og var það hans fyrsta verk að sjá til
þess að Sindri kæmi með sér í ferða-
lagið yfir Arnarneshæðina. „Mér
hefur liðið ótrúlega vel, ég fíla Jökul
Elísabetarson í botn og það hjálpar
gríðarlega að hafa hann þarna. Ég
veit hvernig hann virkar og hvernig
fótbolta hann spilar, það hjálpaði
helling þegar ég var að komast inn
í þetta. Svo þekkti ég Gústa Gylfa
aðeins frá því að hann var með
Blikana, þetta var ekki mikil breyt-
ing að fara í nýtt umhverfi.“
Íhugaði að hætta í fótbolta
Að taka skrefið úr næst neðstu
deild fótboltans á Íslandi yfir í
efstu deild á þessum aldri er mjög
óvanalegt. Sindri hefur þó fengið
að heyra það í mörg ár að hann
væri allt of góður til að vera í neðstu
deildum. „Jökull var búinn að segja
við mig í einhver fjögur ár að fara
frá Augnabliki og að ég ætti ekk-
ert heima þar. Síðan tökum við oft
spjallið um að ég eigi heima í þess-
ari efstu deild. Ég bjóst því alveg
við því að spila, en svo eru Daníel
Laxdal, Brynjar Gauti og Björn Berg
sem eru stórir karakterar í Stjörn-
unni og það er samkeppni um stöð-
urnar. Ég var því kannski ekkert að
búast við því að byrja gegn ÍA en ég
taldi það kannski helmingslíkur,“
sagði Sindri, en leiknum lauk með
2-2 jafntefli.
Sindri íhugaði að hætta í fótbolta
síðasta haust til að einbeita sér að
vinnu, en hann er að klára mast-
ersnám í Háskóla Reykjavíkur í
fjármálum fyrirtækja og er í starfs-
námi í Íslandsbanka. „Ég var í skóla
í Bandaríkjunum og allir vinirnir
voru í Augnabliki og mér leið ótrú-
lega vel þar, ég var ekkert að pæla í
því að sækjast í eitthvað stærra. Ég
hefði allt eins getað hætt í fótbolta
síðasta haust til að einbeita mér að
vinnu. Svo fór Jökull yfir í Stjörn-
una í nóvember og heyrði í mér,
hann bauð mér á nokkrar æfingar
og ég ákvað að kýla á þetta,“ segir
Sindri um málið.
Engar æfingar seint á kvöldin
Sindri Þór segir breytinguna við
það að færa sig yfir í Stjörnuna
ekki mikla en hann fagnar því þó
að vera ekki lengur að æfa fram á
miðja nótt. „Þetta er mjög svipað,
metnaðurinn var 100 prósent þegar
ég var í Augnabliki og ég æfði mikið.
Stóri munurinn er kannski æfinga-
tíminn, í Stjörnunni er æfing 16.30
en ekki 21.00 eins og í Augnabliki.
Svo fáum við mat eftir leiki, það
er pottur á svæðinu. Það er allt við
þetta miklu betra,“ segir Sindri.
Eftir að hafa fengið smjörþefinn
af efstu deild vill Sindri meira og
ætlar sér að halda stöðunni í liði
Stjörnunnar. Stjarnan er með ungt
og spennandi lið í Bestu deildinni í
sumar. „Þegar maður hefur fengið
smjörþefinn af þessu þá vill maður
bara meira.“ n
Úr neðstu í efstu hillu fótboltans í Garðabæ
Sindri Þór með augun á boltanum í leik Stjörnunnar og ÍA. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Skandall ef Valur og Haukar fara ekki áfram í undanúrslit
Einvígin í átta liða úrslitum
ÍBV Stjarnan
Valur Fram
FH Selfoss
Haukar KA
Snorri Steinn, þjálfari Vals, með Degi Sigurðssyni. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR
Ég er á því að Selfoss sé með
sterkara lið og meiri breidd en það
er mikil stemming í Kaplakrika
fyrir þessa úrslitakeppni. Það eru
smá meiðsli að hrjá FH og mér
finnst Selfoss líklegri,“ segir Arnar.
Á föstudag mætast einnig liðin
sem urðu í öðru og sjöunda sæti,
Haukar og KA. „Ef það er eitthvað
lið sem hræðist það að fara í KA-
heimilið þá eru það Haukar. KA
vann þá í bikarnum og hafa náð í
ótrúleg úrslit gegn Haukum síðustu
ár. Haukar eru miklu betra lið, með
meiri breidd og það er skandall ef
þeir fara ekki áfram. Það er pressa
á Aroni Kristjánssyni að ná í þann
stóra fyrir Hauka,“ segir Arnar
Daði. n
14 Íþróttir 21. apríl 2022 FIMMTUDAGURÍÞRÓTTIR FRÉTTABLAÐIÐ 21. apríl 2022 FIMMTUDAGUR