Fréttablaðið - 21.04.2022, Page 16
Það var ákveðin andstaða
við að fjölgyðistrú yrði
leyfð á Íslandi.
Elskuleg sambýliskona, móðir okkar
og tengdamóðir,
Vilborg Valdimarsdóttir
varð bráðkvödd þann 7. apríl.
Útför hennar fer fram í Melstaðarkirkju
29. apríl kl. 14.00.
Einar Magni Sigmundsson
Atli Már Einarsson Helga Kristín Björgólfsdóttir
Aðalheiður Einarsdóttir Bjarni Másson
barnabörn.
Ástkæra móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Valborg Sveinsdóttir
meinatæknir,
Hlíðargerði 3,
lést á Borgarspítalanum 20. apríl.
Útför verður auglýst síðar.
Frosti Bergmann Eiðsson Sólveig Haraldsdóttir
Logi Bergmann Eiðsson Svanhildur Hólm Valsdóttir
Hjalti Bergmann Eiðsson
Sindri Bergmann Eiðsson Elfa Björk Eiríksdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi,
Skúli Sigurgeirsson
áður til heimilis að Lindasíðu 4,
Akureyri,
lést á hjúkrunarheimilinu Lögmannshlíð
þann 14. apríl. Útförin fer fram frá
Akureyrarkirkju mánudaginn 25. apríl kl. 13.
Margrét Skúladóttir Sigurður Bjarklind
Svanhildur Skúladóttir Einar Ólafsson
Ragnheiður Skúladóttir Árni V. Kristjánsson
barnabörn og langafabörn.
Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Astrid Sigrún Kaaber
sjúkraliði,
lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni
föstudaginn 15. apríl. Útförin fer fram
þriðjudaginn 3. maí kl. 13
frá Breiðholtskirkju.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk 2C í Sóltúni fyrir einstaka
umönnun og hlýju. Blóm og kransar vinsamlegast
afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar
er bent á hjálparsamtök.
Magnús Björn Björnsson Guðrún Dóra Guðmannsdóttir
Ragnar Hallgr. Björnsson
Sigrún Birna Björnsdóttir Agnar Benónýsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg móðir okkar og amma,
Kristín Eiríka Gísladóttir
Markarflöt 10,
andaðist mánudaginn 11. apríl.
Útförin fer fram frá Víðistaðakirkju
fimmtudaginn 28. apríl kl. 13.
Streymt verður frá útförinni á streyma.is
Brynja Hrönn Jónsdóttir
Hildur Edda Jónsdóttir
Sverrir Már Jónsson
Gunnar Hrafn Jónsson
Helgi Hrannar, Brynjar Orri og Birgir Hrafn.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi,
Stefán Briem
lést mánudaginn 18. apríl
á Landspítalanum.
Snorri Briem Rachel Briem
Kjartan Briem Erla Jóhannsdóttir
Axel Jóhannsson
Bodil Fich
og barnabörn.
Ástkær móðir mín,
Hólmfríður Þóra
Guðjónsdóttir
sem lést á Hjúkrunarheimilinu DAS við
Brúnaveg 27. mars,
verður jarðsungin frá Bústaðakirkju
föstudaginn 22. apríl kl. 10.00 árdegis.
Ragnar Friðriksson og fjölskylda.
Fimmtíu ára afmælis Ásatrúar
félagsins verður fagnað með
sigurblóti og sumargleði í dag.
arnartomas@frettabladid.is
Ásatrúarfélagið fagnar fimmtíu ára
afmæli um þessar mundir en félagið var
stofnað á sumardeginum fyrsta 1972.
Hilmar Örn Hilmarsson allsherjargoði
segir að stofnun félagsins hafi átt sér
langan aðdraganda.
„Það voru menn í kringum Sveinbjörn
Beinteinsson sem höfðu farið að hitt
ast upp úr 1960 í tíundu viku sumars á
Þingvöllum,“ segir hann. „Þetta var lítill
hópur fólks, f lest úr Borgarfirði, sem
vildi endurvekja þennan forna sið.“
Þar myndaðist ákveðinn kjarnahópur
sem ákvað að stofna félag þar í kring og
var haldinn undirbúningsfundur sem
fór fram á Hótel Esju. Félagið var svo
stofnað á Hótel Borg á sumardeginum
fyrsta þann 20. apríl 1972.
„Það var talað um að það hefðu verið
tíu til tólf manns sem mættu á stofn
fundinn,“ segir Hilmar Örn og ber við
burðinn saman við tónlistarhátíðina
Woodstock. „Rétt eins og annar hver
Ameríkani sem maður hittir á ákveðn
um aldri fór á Woodstock, þá var annar
hver maður sem ég hef hitt á Íslandi á
ákveðnum aldri á þessum stofnfundi,
þótt það gangi ekki upp tölfræðilega.“
Í kjölfarið var sótt um að félagið fengi
löggildingu sem fékkst þó ekki strax.
„Það var ákveðin andstaða við að fjöl
gyðistrú yrði leyfð á Íslandi,“ segir hann.
„Það var sem sagt hægt að beita guð
fræðilegum rökum á móti því.“
Félagið fékk löggildingu ári eftir
stofnun og var Sveinbjörn valinn fyrsti
allsherjargoði.
„Hann fékk fyrstur heiðinna manna
leyfi til að gefa fólk saman, en jarðsetti
þó reyndar aldrei nokkurn mann,“ segir
Hilmar Örn sem útskýrir að félagar hafi
orðið karla og kvenna elst á þessum
tíma. „Það var mjög gott upp á heilsu
farið að ganga í félagið.“
Félögum fjölgar
Í dag eru félagar í Ásatrú vel á sjötta þús
und og hefur orðið um tíföldun síðan
Hilmar Örn tók við árið 2003.
„Þá vorum við í kringum 540 manns
sem þótti stórkostlegt þá, því á fyrstu
tíu til fimmtán árunum vorum við aldr
ei f leiri en hundrað. Við vorum alltaf í
kringum þá tölu,“ segir Hilmar Örn og
segir stökk í kringum Kristnihátíðina
árið 2000. „Þá fengum við ótrúlegan
fjölda fólks í félagið, sem er enn í vexti.“
Uppbygging á hofi Ásatrúarfélagsins
hefur staðið lengi yfir og segir Hilmar
Örn að það sé nú nánast fullklárað.
„Við f luttum inn með skrifstofuna
og erum að klára félagsaðstöðuna. Við
erum svo að bíða eftir starfsleyfi miðað
við uppfylltar brunavarnir sem ætti að
fást á næstu dögum eða vikum,“ segir
hann og bætir við að verið sé að safna
fyrir burðarvirki sem þurfi að panta að
utan og verði að von sett upp á næsta ári.
„Maður veit auðvitað ekki hversu fljótt
þetta gengur yfir en við vorum gerð
munaðarlaus af borgarkerfinu á sínum
tíma. Við höfum lagt fyrir og ekki byggt
meira en við höfum efni á á hverjum
tíma.“
Árunum fimmtíu verður svo fagnað
með sigurblóti og sumargleði við hofið
í Öskjuhlíð og í Nauthólsvík í dag.
„Þetta verða mikil hátíðarhöld,“ segir
Hilmar Örn Hilmarsson. „Við fáum vík
ingafélagið Rimmugýg í heimsókn, það
verða blöðrur og sumargjafir handa
börnum, pylsur, gos og grillaðir sykur
púðar. Það verður mikið í þetta lagt.“ ■
Ásatrúarfélagið fimmtíu ára
Hilmar Örn er vongóður um að hofið verði fullklárað á næsta ári. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
1908 Knattspyrnufélagið Víkingur er stofnað í Reykjavík.
1965 Nafnskírteini eru gefin út til allra Íslendinga, 12 ára
og eldri. Um leið eru tekin upp svonefnd nafn-
númer.
1967 Herforingjastjórn, undir forystu Georgios Papa-
dopoulos, fremur valdarán í Grikklandi.
1971 Fyrstu handritin koma heim frá Danmörku, Flat-
eyjarbók og Konungsbók eddukvæða.
1989 Um 100 þúsund kínverskir mótmælendur safnast
saman á Torgi hins himneska friðar í Peking í Kína.
1992 Ræningi kemst undan með 7,5 milljónir danskra
króna eftir að hafa ráðist á peningaflutningabíl
Danske Bank við Bilka í Árósum.
2010 Íslenski handritavefurinn Handrit.is er opnaður.
Merkisatburðir
TÍMAMÓT FRÉTTABLAÐIÐ 21. apríl 2022 FIMMTUDAGUR