Fréttablaðið - 21.04.2022, Blaðsíða 34
Þá hafði þetta allt í
einu orðið eitthvað allt
annað en þetta var í
upphafi – og einhverjir
stórir draumar sem
einhverjir höfðu um að
verða poppstjörnur
byrjuðu að kikka inn.
Siggi Kinski
FERÐAFÉLAG ÍSLANDS | www.fi.is
Sjáumst á fjöllum
Laglegasta lón í Kópavogi
Nú er ár liðið síðan Sky Lagoon
heilsulindin í Kópavogi var opnuð.
Forsvarsmenn hins manngerða
lóns hafa lagt upp með svokallað
ritúal, að í sjö skrefum sé hægt að
kynnast töfrum íslenskrar náttúru
með íslenska vatninu og ferska
loftinu. Á íslenskum stafrænum
kaffistofum árið 2021, var keppst
um að tikka í heitustu afþreyingar-
boxin: hver var búinn að labba upp
að gosi, hver var búinn að baka
súrdeigsbrauð í heimsfaraldrinum
og hver hafði heimsótt Skýjalónið,
sem markaðssett var með erlenda
ferðamenn í huga.
Ári eftir opnun hafa plastglösin
rispast og viðurinn veðrast og
montrassarnir sem mættu fyrstir
hafa sest niður og fundið sér
eitthvað nýtt að gera. Sky Lagoon
tekst þrátt fyrir það að standa
undir nafni sem einstaklega vel
heppnuð heilsulind. Hönnun
lónsins gerir að verkum að hægt
er að njóta næðis og fjöldi gesta
verður aldrei yfirþyrmandi. Með
stórbrotnu útsýni yfir Reykja-
nesið, sem vafalítið hefur verið
enn stórbrotnara á meðan tíðrætt
gos átti sér stað, hefur hönnuðum
tekist að skapa eitthvað sérstakt.
Í Sky Lagoon er einn fallegasti
gufuklefi landsins, með heil-gler-
vegg sem snýr beint út að hafinu,
með Keili og forsetabústaðinn
við sjóndeildarhring. Heimsókn
í lónið er frábær leið fyrir heima-
menn til að kynnast sínu eigin
landi með augum ferðamanns-
ins. Umgjörðin og aðstaðan er
smekkleg og lónið virkar bæði
í ljósi og myrkri og að vetri sem
sumri. Hvað sem innfæddum kann
að finnast um rigningarklefann,
sem kann að minna Íslending á
opna svalahurð í mars, eða töfra
íslenskrar náttúru í sjö skrefum, er
lónið í Kópavogi heimsóknarinnar
virði. n
Ári seinna stendur Sky Lagoon undir
nafni sem vel heppnuð heilsulind.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
n Horft um öxl
Impossible Band er titill
heimildarmyndar um sögu
fjöllistahópsins Gusgus, sem
nú er í vinnslu. Forsprakkar
sveitarinnar standa að fram-
leiðslu myndarinnar og segja
hana varpa ljósi á mannlega
þáttinn í sögu bandsins.
ninarichter@frettabladid.is
Leikstjórarnir Stefán Árni og Siggi
Kinski, sem saman mynda dúóið
Árni & Kinski, standa nú í hópfjár-
mögnun fyrir nýjustu kvikmynd
sína Impossible Band, sem fjallar
um 27 ára feril Gusgus, sem þeir
stofnuðu árið 1995. Fjármögnunin
fer fram á Karolinafund.
Stofnuðu sveitina árið 1995
Að sögn Sigga Kinski hafa þeir ekki
unnið með sveitinni síðustu 18 ár,
en sjálfur hafi hann byrjað að vinna
með þeim í tónlist fyrir nýjustu
plötuna Mobile Home, sem kom út á
síðasta ári. „Og þar af leiðandi dróg-
umst við báðir inn í að vinna með
þeim,“ segir hann. Leikstjóra dúóið
gerði tónlistarmyndbönd fyrir
plötuna og stóð að undirbúningi 25
ára afmælistónleika sem fram fóru
í Hörpu í vor. „Þá fórum við að sjá
aðeins dýnamíkina í Gusgus, eins og
hún er í dag,“ segir hann.
„Við tveir vorum þeir sem upp-
runalega hringdum í Daníel og ég
og Daníel ákváðum að gera tónlist.
Stefán þekkir Birgi og þannig varð
þessi hópur til,“ segir Siggi. „Hann
varð ekki til af því að allir voru svo
hressir með að vinna saman.“ Þvert
á móti hafi þeir smalað saman hópi
sem átti lítið sameiginlegt fram að
því.
Poppstjörnudraumar kvikna
Siggi ítrekar að meðlimir hafi verið
mjög ólíkir. „Síðan allt í einu fáum
við inn á borð til okkar plötusamn-
ing, ég segi við, af því að við höfðum
framleitt fyrstu Gusgus-plötuna
hér á Íslandi,“ segir hann. „Þá hafði
þetta allt í einu orðið eitthvað allt
annað en þetta var í upphafi – og
einhverjir stórir draumar sem ein-
hverjir höfðu um að verða popp-
stjörnur byrjuðu að kikka inn.“
Að sögn Sigga var Gusgus óra-
fjarri kjarnahljómsveitarforminu,
líkt og í tilfelli hljómsveita eins og
U2 eða Nýdanskrar. „Þar er bara
hópur af fólki sem hefur alist upp
saman. En Gusgus byrjaði bara
svo allt öðruvísi, vegna þess að við
gerðum stuttmynd og ákváðum að
ráða Magga Jóns sem dæmi, sem
leikara. Og Emilíana var leikkona,“
segir hann. „Svo hugsuðum við: Hey,
gerum tónlist úr þessu. Þannig varð
hópurinn til.“
Vel heppnaðir tónleikar
Stefán Árni segist í gegnum árin
alltaf hafa verið í góðu sambandi við
Daníel Ágúst, en ekki í miklu návígi
við Bigga. „Hann er mjög sérstakur
karakter, mjög mikil jarðýta. Dýna-
míkin í Gusgus í dag er það sem
gerði okkur sem kvikmyndagerðar-
menn áhugasama um hvernig þetta
gerðist. Þetta er mjög stór saga og
stór hluti af tónlistarsögu Íslands,
án þess að því hafi verið gerð skil,“
segir hann og bætir við að afmælis-
tónleikarnir í Hörpu fyrr á árinu
hafi verið frábær upplifun fyrir alla.
„Þetta var ótrúlega vel heppnað.“
Sorg og gleði í myndinni
Aðspurður hvers vegna ekki allir
fyrrum meðlimir sveitarinnar hafi
komið að tónleikunum, svarar Siggi
að Gusgus fylgi alltaf núningur eða
spenna. „Annars væri það ekki Gus-
gus. En þessir tónleikar voru mjög
heilandi held ég, fyrir alla sem tóku
þátt í þeim. En það voru nokkrir
sem voru ekki með. Hafdís var ekki
með, Urður var ekki með, og það
eru ástæður sem þær hafa fyrir því.
En við viljum betur skoða þetta allt
í þessari mynd,“ segir hann. „Ég
myndi segja að þar sé sorg og gleði
og ýmislegt sem á eftir að kafa ofan
í og heila.“ Hann bætir við að þegar
þeir hafi farið út úr sveitinni hafi
það ekki verið í góðu. „En það var
skilningur á því hvað var að gerast.
Það var ástæða fyrir því að Daníel
hætti, það var ástæða fyrir því að ég
hætti.“
Geturðu útskýrt það?
„Nei, ég held að við bíðum með
það,“ svarar Siggi.
Flestallir með stór egó
„En fólki fannst mikið í húfi, hvort
sem það voru peningar eða annað.
Og það voru f lestallir í þessari
grúppu með mjög stór egó og höfðu
rétt fyrir sér og fannst hlutirnir eiga
að vera eins og þeir vildu hafa þá,“
segir Siggi. Þannig sé mikið af „djúsí
efni“ í myndinni.
„Við viljum aðstoða þetta barn
okkar, sem við fæddum óvart, við
að halda áfram að dafna og vaxa,“
segir Siggi. „Gera hvað sem við
getum til að stuðla að því. Þessi
mynd verður mjög mikilvæg fyrir
söguna, og vonandi fyrir fólkið sem
tekur þátt í henni.“
Framlenging af Gusgus
Aðspurður um erindi myndar-
innar segir hann að hér sé um að
ræða heilsteypt listaverk, sem í
rauninni sé framlenging af Gusgus.
„Við elskum tónlist og við elskum
kvikmyndir og það eru stórkost-
legar heimildarmyndir sem hafa
verið gerðar af tónlistarmönnum
og um tónlistarmenn,“ segir hann
og segir leikstjóradúóið ætla að
setja hið mannlega og breyska í
fókus. Trúna og metnaðinn og ekki
síst fórnirnar. „Fólk hefur þurft að
fórna sér og fólki hefur verið fórn-
að,“ segir Siggi. n
Fórnir og fortíðarmál Gusgus
Siggi Kinski og Stefán Árni standa að framleiðslu Impossible Band, kvikmyndar um sögu fjöllistahópsins Gusgus.
FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
26 Lífið 21. apríl 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐLÍFIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 21. apríl 2022 FIMMTUDAGUR