Fréttablaðið - 21.04.2022, Side 40
frettabladid.is
550 5000
RITSTJÓRN ritstjorn@frettabladid.is
AUGLÝSINGADEILD auglysingar@frettabladid.is
PRENTUN Torg ehf.
DREIFING Póstdreifing ehf.
dreifing@postdreifing.is 2022 - 2025
Stefáns Ingvars
Vigfússonar
n Bakþankar
Ég á grill. Við erum löskuð eftir
veturinn, grillið mitt og ég. Það
fauk um koll í vetur eins og ég,
eins og við öll, og ég reisti það
samviskusamlega við og það fauk
aftur um koll og ég beið með að
reisa það við þangað til að lægðin
væri örugglega gengin yfir. Henni
fylgdi önnur lægð og svo önnur og
svo önnur og svo framvegis og svo
framvegis, og við lágum kyllif löt.
Grillið mitt og ég, grillið mitt og
við öll.
Suma morgna dró ég frá
glugganum inni í svefnherbergi
og horfði út á snæviþakið grillið,
liggjandi á hlið eða á bakinu og
velti því fyrir mér hvað væri brot-
ið, hvort það tæki því að reyna
að gera við það. Suma morgna lá
ég á bakinu og hlustaði á frétt-
irnar og velti því fyrir mér hvað
væri brotið, hvort það tæki því
að reyna að gera við það. Hvort
okkur væri betur borgið annars
staðar, grillinu mínu og mér, grill-
inu mínu og okkur öllum.
„Það lifði fallið af!“ segir
nágranni minn eitt kvöldið þegar
ég er að grilla. „Föllin!“ segi ég
og hlæ. Við hlæjum bæði, það er
fyndið að eiga grill sem er alltaf
að fjúka á hliðina. Grill eiga ekki
að fjúka, grill eiga að hverfa á
veturna, við viljum ekki sjá þau
þakin snjó, við viljum ekki sjá þau
fjúka. Grill eru eins og skítugu
börnin hennar Evu þegar vont er
í veðri.
„Ertu að vígja grillið fyrir sum-
arið?“ spyr annar nágranni minn.
„Já, hvernig var úti?“ spyr ég. „Frá-
bært.“ „Æði, ég var að fá kettling.“
Síðan fer hann og ég horfi yfir
hverfið, við erum öll svolítið lúin
eftir veturinn, trén, grillin og ég.
Ég á grill. n
Ég á grill,
annar kafli
Fermingar-
skraut
Faxafeni 11,
108 Reykjavík
www.partybudin.is
Sigraðu
sumarið
Opið á
sumardaginn fyrsta
Þriggja hjóla festing á krók
Burðargeta 60 kg, hallanleg
Verð 89.900 kr.
Reiðhjólafesting á topp
Burðargeta 15 kg
Verð 18.900 kr.
Menabo farangursbox
320 ltr, Mania, svart
Verð 44.990 kr.
Þriggja hjóla festing á krók
Burðargeta 60 kg, hallanleg, hraðfest
Verð 110.000 kr.
Skíðafesting á topp
4 skíði eða 2 snjóbretti
Verð 24.890 kr
Kajakfesting á topp
Burðargeta 50 kg
Verð 28.990 kr.
Er bíllinn klár í ferðalagið?
Ferðabox, skíðafestingar, hjólafestingar og margt fleira
Kíktu inn á vefverslun Heklu
sem er alltaf opin www.hekla.is
Ál þverboga sett
Leopard, L, svart, burðargeta 75 kg
Verð 29.990 kr.