Fréttablaðið - 22.04.2022, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 22.04.2022, Blaðsíða 26
p o c k e t p e d a l s . i s p o c k e t p e d a l s H j ó l i ð f æ r n ý j a n t i l g a n g m e ð e i n u h a n d t a k i Nú er sumarið komið og hjólreiðafólk byrjað að streyma út á göturnar í auknum mæli eftir langan og þungan vetur. Það er gleðiefni, en um leið eykst hættan á slysum og árekstrum milli ökutækja og reiðhjóla. Hér eru góð ráð fyrir hjólreiðafólk, sem auka öryggi þess á vegunum. oddurfreyr@frettabladid.is Bensínverðið er hátt, sumarið er komið aftur og göturnar eru orðnar lausar við snjó, svo nú er tíminn til að draga reiðhjólin út úr bílskúrnum eða geymslunni og fara að hjóla aftur. En það er sjaldan ef nokkru sinni jafn mikil hætta á slysum eins og þegar reiðhjólafólk er að birtast aftur á götunum eftir langt hlé og umferðin er að finna nýjan takt og læra að deila vegunum með þeim. Hér eru því nokkur góð ráð til að auka öryggi hjólreiðamanna, sem eru meðal annars byggð á grein sem birtist nýlega á vef Montreal Gazette. Að vera með hjálm er samt ekki eitt þeirra, einfaldlega vegna þess að það er algjört grund- vallar öryggisatriði þegar fólk hjólar, alveg sama hvar. Verið vel sýnileg Þó að birtan sé farin að verða mikil er samt mikilvægt að huga að því að vera vel sýnileg þegar hjólað er á vegum úti. Ljós á hjól- unum og föt í björtum litum, helst með endurskinsmerki, hjálpa til við að auka sýnileika hjólreiða- manna og minnka hættuna á árekstrum. Það þarf líka að sýna sérstaka varkárni í kringum rútur og strætisvagna, en bílstjórar þeirra sjá yfirleitt ekki jafn vel út eins og fólk á minni bílum. Það er ágæt þumalputta regla að gera aldrei ráð fyrir því að bílstjóri hafi séð mann nema það hafi náðst augnsamband við hann. Það er líka mjög mikilvægt að hjólreiðafólk sé vel vakandi fyrir umhverfi sínu öllum stundum og því er aldrei góð hugmynd að hjóla með heyrnartól, að minnsta kosti ekki í báðum eyrum. Verið fyrirsjáanleg Það borgar sig ekki að bruna gegnum umferðina, fara inn og út af hjólabrautum eða vegum, skipta skyndilega um hraða eða fara hratt frá vegkanti og inn á miðjan veg eða til baka. Öll svona ófyrirsjáanleg hegðun á vegunum getur skapað misskilning, vand- ræðagang og í versta falli slysa- hættu. Fylgið umferðarreglunum Sumir hjólreiðamenn átta sig ekki á mikilvægi þess að fylgja umferðarreglunum á sama hátt og ef þeir væru að keyra bíl. En með því að fylgja einföldum umferðar- reglum er hægt að minnka slysa- hættu og pirring milli hjólreiða- og ökumanna verulega. Það þýðir að hjóla á götunni eða hjólastíg, ekki á gangstéttinni. Þetta þýðir líka að „eftir einn ei hjóli neinn“, því það getur verið mjög hættulegt að hjóla undir áhrifum áfengis. Það segir sitt að einn af hverjum fjórum hjólreiðamönnum sem létust í umferðinni í Bandaríkjunum árið 2019 höfðu verið að drekka. Gætið ykkar við gatnamót Gatnamót geta stundum verið f lókin og þar getur verið minni sýnileiki, aukin umferð og stundum skapast ruglingur þegar umferð er að renna saman. Þess vegna er algengt að ökumenn og hjólreiðamenn lendi saman á gatnamótum. Því er gott að nota handabendingar til að gefa til kynna í hvaða átt stendur til að hjóla, ná augnsambandi við ökumennina á gatnamótunum og vera viss um að röðin sé komin að manni áður en farið er yfir götuna. Veljið leiðina vel Stundum er beinasta leiðin ekki sú besta, sérstaklega á háannatíma í umferðinni. Þá skapast aukin hætta, loftmengun og hávaði, sem skemmir fyrir ánægjunni af því að hjóla. Þess vegna borgar sig að velja frekar vegi þar sem eru góðir hjóla- stígar, minni umferð, færri gatna- mót og almennt góðar aðstæður. Það er betra að vera aðeins lengur á leiðinni til að komast klakk- laust á áfangastað og geta notið ferðarinnar. ■ Hjólið örugg í umferðinni Það er skemmtilegt að hjóla og það er góð hreyfing, en umferðin getur verið hættuleg. Því er gott að fylgja nokkrum einföldum ráðum til að vera öruggari í umferðinni. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Karl Birgir Björnsson er maðurinn á bakvið Pocket Pedals, snjalla og einfalda uppfinningu sem hefur farið sigurför um reiðhjólaheim- inn síðustu ár. Pocket Pedals leysa algengt og hvimleitt vandamál sem hefur eflaust hrjáð margan reiðhjóla- garpinn. „Sjálfur er ég á götuhjóli með smellupedölum. Ég hjóla reglulega og nota sama hjólið bæði í æfingar og við daglega notkun, en oft og tíðum langar mig til þess að geta sleppt því að vera í hjólaskóm sem smellast í pedalana,“ segir Karl Birgir sem hannaði Pocket Pedals. „Ég lét mig hafa það að hjóla á smellupedölum í venju- legum skóm þrátt fyrir að það væri óhentugt. Vissulega voru til breytistykki, en þau voru óþægileg í notkun og mér leiddist að festa þau og fjarlægja. Sama gildir um að skipta um fótstig. Auðvitað vill maður geta stokkið út að hjóla með engri fyrirhöfn. Sumir eiga til þess tvö reiðhjól með ólíkum pedölum, sem krefst fjárráða og geymslu- pláss sem ég hafði ekki.“ Uppfinningahjólin fóru að snúast Það kviknaði á perunni hjá Karli árið 2016 þegar hann var að kenna stjúpdóttur sinni að hjóla. „Hjól- andi krakkar beygja og stöðva þegar þeim hentar, og þá er alls ekki raunhæft fyrir mig að smella mér í og úr fótstigunum. Ég fann svo sterkt fyrir því hversu hentugt það væri, ef til væri handhægt breyti stykki sem breytti smellu- pedalanum yfir í f latan pedala með lítilli fyrirhöfn.“ Eykur notagildi hjólsins Með Pocket Pedals er nú hægt að breyta tilgangi hjólsins í einu handtaki. Lausnin er hönnuð til að vera einföld í notkun og endingargóð. „Pocket Pedals eru úr sérstöku plastefni sem er búið þeim eiginleikum að vera bæði sveigjanlegt og sterkt og er því nær ómögulegt að eyðileggja þá. Pocket Pedals er einfaldlega smeygt á smellupedalann þegar á þarf að halda og engin þörf er á verkfærum til að koma þeim fyrir eða til að losa þá aftur af. Þeir komast fyrir í jakkavasanum eða í veskinu. Þeir grípa vel í pedalann og gefa gott grip fyrir alla skó. Pocket Pedals eru samhverfir að ofan og að neðan og bjóða því upp á tvær hliðar til að stíga á, sem gerir þá líkari alvöru fótstigum en breytistykki. Pocket Pedals hafa fengið mjög jákvæð viðbrögð frá notendum og umfjöllun í þekktum hjólafjöl- miðlum eins og Global Cycling Network á Youtube og hjólatíma- ritinu BikeRumor. Pocket Pedals henta fyrir nánast allar tegundir SPD og SPD-SL smellupedala frá Shimano, sem eru vinsælustu pedalarnir hér á landi. Pocket Pedals fyrir Look Keo Classic og Max pedala, sem eru afar vinsælir víða í Evrópu, verða kynntir á markað seinna í sumar.“ Pocket Pedals eru fáanlegir svartir eða rauðir. Pocket Pedals fást í vefverslun pocketpedals.is og í verslunum TRI og GÁP.■ Íslenskt hugvit sem leysir algengan og hvimleiðan hjólavanda Karl Birgir með Pocket Pedals á hjólinu sínu. Notendur hafa lýst yfir mikilli ánægju með þessa hentugu uppfinningu. Nú er enginn vandi að snar- breyta tilgangi reiðhjólsins. FRÉTTABLAÐIÐ/ SIGTRYGGUR ARI 12 kynningarblað 22. apríl 2022 FÖSTUDAGURÚT AÐ HJÓLA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.