Fréttablaðið - 22.04.2022, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 22.04.2022, Blaðsíða 6
42 prósent lands- manna spila tölvuleiki á netinu. Vélin var notuð á heimstúr sveitarinnar árið 2016. Um langt skeið sóttu örfáar konur sér menntun í iðn­ greinum. Nú er öldin önnur og konur sækja sér í auknum mæli menntun í iðngreinum. benediktboas@frettabladid.is MENNTAMÁL „Aðsókn kvenna í iðn­ nám hefur aukist mjög undanfarin þrjú ár og í sumum greinum hefur fjöldi þeirra jafnvel tvöfaldast, svo sem í pípulögnum, húsasmíði, raf­ virkjun og dúklögn,“ segir Margrét Halldóra Arnarsdóttir, kennari í rafvirkjun í Tækniskólanum og for­ maður Félags fagkvenna. Margrét segir skýringuna líkast til að finna í því að konur hafi eignast fyrirmyndir í greinunum auk þess sem iðngreinar voru í auknum mæli kynntar fyrir stúlkum og drengjum í skólum, svo sem í gegnum Félag fagkvenna. Hún segir félagið leggja áherslu á að kynna iðnnám fyrir öllum kynjum og eyða staðal­ ímyndum um bæði iðnaðarmenn og iðnnám. Félagið sé ætlað konum í karl­ lægum greinum hvort sem þær hafi lokið sveinsprófi, séu í námi eða bara að íhuga að fara í nám. Starfið hafi, eins og svo margt annað, verið með óhefðbundnu sniði á tímum Covid en nú sé Húsasmiðjan orðin bakhjarl félagsins og blásið verði til sóknar. Í félaginu séu nú um 75 fagkonur. Flestar komi þær úr bygg­ ingargreinum en lúmskt margar úr bíliðngreinum auk þess sem svo megi þar finna fagkonur úr raf­ virkjun, rafeindavirkjun, skrúð­ garðyrkju og vélstjórn svo eitthvað sé nefnt. Húsasmiðurinn Melkorka María Guðmundsdóttir segir að sér þyki það eitt það besta við starf sitt að fá að sjá afrakstur vinnu sinnar eftir hvern dag. Hún hafi oft lent í því að ókunnugir spyrji hana hvort hún sé dóttir smiðsins. „Það kemur svo fyrir að spurningar sem ætlaðar eru mér rata fyrst til strákanna á vinnustaðnum, en það má alveg hlæja að því,“ segir hún. Melkorka tekur fram að hún eigi góða reynslu af samstarfsmönnum sínum en þar sem hún hafi aldrei unnið með annarri konu sé félags­ skapurinn innan Félags fagkvenna henni sérlega mikilvægur og gott sé að geta leitað til annarra kvenna innan fagsins. Margrét tekur undir þessi orð og segir starfið mikilvægt til að breyta staðalímyndum, vekja áhuga á iðn­ greinum, mynda ný tækifæri og auðvitað sé það líka svo skemmti­ legt og gott að byggja upp meiri fag­ kvennsku í iðngreinum landsins. n Iðnnám nýtur aukinna vinsælda meðal kvenna Melkorka María Guðmundsdóttir að störfum. Hún segir að eitt það besta við starfið sitt sé að fá að sjá afrakstur vinnu sinnar við dagslok. Melkorka er meðlimur í Félagi fagkvenna sem hún segir gott að geta leitað til MYND/AÐSEND Það kemur svo fyrir að spurningar sem ætl- aðar eru mér rata fyrst til strákanna á vinnu- staðnum, en það má alveg hlæja að því. Melkorka María Guðmunds- dóttir, húsasmiður kristinnpall@frettabladid.is AKUREYRI Tillaga um að byggja sjö­ tíu íbúðir  í miðbæ Akureyrar var lögð fyrir skipulagsráð bæjarfélags­ ins í vikunni. Samkvæmt henni yrðu íbúðirnar í sex hæða húsum með verslunum og þjónustu á fyrstu hæð. Við hlið húsanna yrði bílastæðahús með lyftu fyrir bifreiðar líkt og þekk­ ist víða í erlendis en hefur, eftir því sem Fréttablaðið kemst næst, aldrei verið reist á Íslandi. Hugmyndin var lögð fram af hálfu BB bygginga sem er eigandi landsvæðisins og H.S.Á. teikni­ stofu. Skipulagsráð tók vel í hug­ myndirnar og lagði fyrir skipulags­ fulltrúa að halda áfram að vinna að málinu. Ef af framkvæmdunum yrði yrðu húsin sem hýstu Borgarbíó og Sjallann rifin. „Þetta fyrirkomulag með bíla­ stæðalyftum hefur verið til staðar erlendis í langan tíma en ég er ekki viss um að þetta hafi verið reynt á Íslandi,“ segir Haraldur Sigmar Árnason hjá H.S.Á. teiknistofu, aðspurður hvort hann viti til þess að slík lyfta hafi verið tekin í notkun á Íslandi. „Með því að byggja ramp upp á milli hæða ertu að fórna 30 bíla­ stæðum sem er allt of mikið. Þessar lyftur eru ekki dýrar í sjálfu sér, því þetta eru bara tvær hæðir, þannig að þú þarft ekki hraðskreiða lyftu. Ætli þetta kosti ekki um 12­13 millj­ ónir,“ segir Haraldur, spurður um kostnaðinn við slíka lyftu. n Leggja til sjötíu íbúða hús með bílastæðalyftu Sjallinn, frægasti skemmtistaður Akureyrar, myndi víkja fyrir nýbyggingunum. FRÉTTABLAÐIÐ/BJARNI kristinnhaukur@frettabladid.is SAMGÖNGUR Íslenska fraktf lug­ félagið Air Atlanta hefur tekið Boeing 747­400 vélina TF­AAK úr loftinu og komið henni fyrir í geymslu. Vélin er betur þekkt sem Ed Force One og flaug með þunga­ rokkssveitina Iron Maiden um allan heim fyrir nokkrum árum. Aðdáendur hljómsveitarinnar fylgjast enn þá grannt með ferðum vélarinnar, sem notuð var á Book of Souls túrnum árið 2016. En Bruce Dickinson, söngvari sveitarinnar, er sjálfur f lugmaður og f laug fyrir f lugfélagið Iceland Express fyrir rúmum áratug. Þessi vél Atlanta var merkt í bak og fyrir með merki hljómsveitarinnar og hinu fræga lukkudýri hennar, Ed, á stélinu en þessar merkingar hafa síðan verið fjarlægðar. Atlanta leigði Ed Force One til arabíska f lugfélagsins Saudi Arabian Airlines árin 2016 til 2020. Félagið hefur notað hana síðan, meðal annars til að ferja aðdáend­ ur íslenska landsliðsins í fótbolta til Ungverjalands. Síðast var hún notuð til að f ljúga milli Hollands og Bandaríkjanna. Samfélag Iron Maiden­aðdáenda fylgdist alltaf með henni og margir mættu til að sjá hana taka á loft eða lenda. Samkvæmt flugeftirlitssíðum var Ed Force One tekin úr notkun þann 15. apríl og fjórum dögum seinna sett í geymslu í bænum Kimble í vesturhluta Bretlands. n Air Atlanta setur Iron Maiden-flugvélina frægu í geymslu TF-AAK vakti mikla athygli. MYND/JÓN KALDAL kristinnhaukur@frettabladid.is TÆKNI Íslendingar eru með þeim Evrópuþjóðum sem nota netið hvað mest samkvæmt tölum Evrópusam­ bandsins. 96 prósent landsmanna, á aldrinum 15 til 74 ára, hafa netfang og nota netið til að senda og taka við tölvupósti. Aðeins Norðmenn eru með hærra hlutfall en meðaltal álfunnar er ekki nema 76 prósent. 76 prósent Íslendinga nota netið til þess að spjalla við aðra, annað hvort með hljóði eða mynd. Þetta hefur aukist mjög í faraldrinum en árið 2019 var hlutfallið 64 prósent, 12 prósentum lægra. Fleiri nota netið líka til þess að sækja sér upplýsingar um heilsu sína, til dæmis með heilsuveru.is. Árið 2019 nýttu 65 prósent Íslend­ inga sér þetta en 71 prósent í dag. Lítil breyting hefur verið á því hversu margir lesa fréttir á netinu. Þar er hlutfallið 95 prósent, það hæsta í álfunni og hefur verið í nokkur ár. Sama hlutfall er með netbanka og notar hann til þess að millifæra og greiða reikninga. 42 prósent landsmanna spila tölvuleiki á netinu, 84 prósent hlusta á tónlist og 90 prósent horfa á sjónvarpsþætti eða kvikmyndir á streymisveitum. n Fjögur prósent hafa ekkert tölvupóstfang 6 Fréttir 22. apríl 2022 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.