Fréttablaðið - 22.04.2022, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 22.04.2022, Blaðsíða 4
Svona nýtum við betur mannaflann hérna innanhúss og læknir þarf ekki að koma að hverri beiðni. Emilía Petra Jóhannsdóttir, fagstjóri hjúkrunar Á mánudag verður opinn fundur í fjárlaga- nefnd um sölu Íslands- banka. Móðirin hefur fundað tvisvar með ríkislög- reglustjóra. Rannsóknir eru forsenda framfara. Krabbameinsfélagið stundar eigin rannsóknir, auk þess að vera í samstarfi við fjölda innlendra og erlendra aðila. Megináhersla er á rannsóknir á eðli krabbameina, áhrifaþáttum, horfum og gæðum greiningar og meðferðar. Stofnun Vísindasjóðs Krabbameinsfélagsins var bylting í krabbameinsrannsóknum hér á landi og fjöldi vísindafólks getur sinnt sérhæfðum rannsóknum með styrkjum úr sjóðnum. Takk, kæri Velunnari. Með þér getum við gert svo ótalmargt. krabb.is/velunnari birnadrofn@frettabladid.is HEILBRIGÐISMÁL Heilsugæslan á Sel­ tjarnarnesi er fyrsta heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu sem býður upp á þjónustu sjúkraþjálfara fyrir fólk með stoðkerfisvandamál. Um tilraunaverkefni er að ræða sem bæði forstjóri Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu, Óskar Reyk­ dalsson, og fagstjóri hjúkrunar á Heilsugæslu Seltjarnarness og Vesturbæjar, Emilía Petra Jóhanns­ dóttir, segja ganga vonum framar. „Heilsugæslunni á Seltjarnarnesi hefur alltaf gengið vel rekstrarlega svo þau höfðu möguleikann á því að fara með þetta verkefni í gang, það eru því miður ekki allar stöðvar í þeirri stöðu,“ segir Óskar. Á öllum heilsugæslustöðvum höfuðborgarsvæðisins er starfandi hreyfistjóri, það er sjúkraþjálfari með aðsetur á heilsugæslustöðvum sem aðstoðar fólk við að fara af stað í hreyfingu. „Í þessu tilraunaverk­ efni er um að ræða sjúkraþjálfara sem aðstoðar fólk sem glímir við skyndilega verki, veikindi eða stoð­ kerfisvandamál en þarf ekki lang­ tíma sjúkraþjálfun,“ segir Emilía. Sjúkraþjálfarinn metur sjúkl­ inginn og leiðbeinir honum með æfingar. Ef þörf er á getur sjúkra­ þjálfarinn sent tilvísun um frekari meðferð í tilvísanagátt Heilsuveru. „Svona nýtum við betur mann­ aflann hérna innanhúss og læknir þarf ekki að koma að hverri beiðni,“ segir Emilía. Þá segir hún verkefnið geta verið fyrirbyggjandi fyrir fólk með stoð­ kerfisvandamál. Séu sjúklingar meðhöndlaðir snemma sé hægt að sporna við vandamálum sem annars gætu orðið. „Við fórum upp­ haflega af stað með þetta verkefni vegna þess að við sáum þörfina. Fólk hefur almennt verið ánægt með þjónustuna og við sjáum fyrir okkur að veita hana áfram,“ segir Emilía. „Þetta er hluti af okkar framtíð­ arsýn, að fjölga fagstéttum innan heilsugæslunnar og veita aukna þjónustu,“ segir Óskar. ■ Fyrirbyggjandi meðferð við stoðkerfisvanda á heilsugæslunni Móðir drengs segir lögregluna þurfa að endurskoða verklag sitt eftir að sonur hennar varð tvisvar fyrir barðinu á lögreglu í tengslum við leit að strokufanga. Sonurinn og strokufanginn eru báðir dökkir á hörund en töluverð­ ur aldursmunur er á þeim. benediktarnar@frettabladid.is elin@frettabladid.is LÖGREGLUMÁL Lögreglan á höfuð­ borgarsvæðinu hefur í tvígang haft afskipti af sextán ára dreng í leit sinni að strokufanganum Gabríel Duoane Boama, sem strauk úr Hér­ aðsdómi Reykjavíkur á þriðjudag. Þeir eiga það sameiginlegt að vera dökkir á hörund. Móðir hans segir það ekki líðandi að þjálfaðir lög­ reglumenn af hjúpi vanþekkingu sína með þessum hætti en stroku­ fanginn er tvítugur að aldri. Á miðvikudag var drengurinn umkringdur af vopnuðum sérsveit­ armönnum í strætisvagni. Hann var ekki handtekinn en varð svo skelk­ aður eftir atvikið að hann fór út úr vagninum og félagar hans fylgdu honum heim í leigubíl. Í gær hafði lögregla aftur afskipti af drengnum í bakaríi í Mjóddinni og bað hann um kennitölu. Móðir drengsins segist hafa hvatt hann til að koma með sér út í bakaríið þar sem hann treysti sér ekki til að mæta til vinnu þann dag, einmitt til þess að hann gæti reynt að yfir­ vinna óttann frá því þegar lögreglan hafði afskipti af honum í strætis­ vagninum. Móðirin segir augljóslega þurfa að skoða verklag lögreglunnar gaum­ gæfilega og að vitundarvakning í samfélaginu um „racial profiling“ sé nauðsynleg. Rasismi lifi því miður góðu lífi á Íslandi og sé stórt sam­ félagslegt vandamál. Móðirin hefur átt tvo fundi með Sigríði Björk Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra vegna málanna tveggja. Ríkislögreglustjóri gaf út yfirlýsingu eftir fyrra atvikið þar sem það var harmað að aðgerðir lög­ reglu hefðu bitnað á ungum dreng. „Leit að hættulegu fólki má ekki verða til þess að minnihlutahópar í okkar samfélagi upplifi óöryggi eða ótta við að samferðafólk þeirra tilkynni það til lögreglu án tilefnis,“ segir í yfirlýsingu ríkislögreglu­ stjóra. Eftir atvikið í bakaríinu sagði Gunnar Hörður Garðarsson, sam­ skiptastjóri yfirstjórnar lögreglu, við Fréttablaðið að það væri erfitt að saklaus strákur væri tilkynntur til lögreglu tvo daga í röð. „Það er rosa lega erfitt að sami strákur sé að lenda í því að ein hver til kynni hann og að við séum að bregðast við og koma að honum. Það er gífur legt á fall fyrir ungan dreng sem hefur ekkert gert,“ segir Gunnar. Móðirin segir drenginn sinn mjög óttasleginn eftir atburðina og þora ekki að fara af heimili sínu. Á meðan er strokufanginn Gabrí­ el enn þá ófundinn. Hann er 192 sentí metrar á hæð, með brún augu og um 85 kíló að þyngd. Hann var klæddur í hvíta hettu peysu, galla­ buxur og hvíta skó þegar hann lét sig hverfa úr haldi lög reglu. Þau sem geta gefið upp lýsingar um ferðir Gabríels eða vita hvar hann er niður kominn eru vin sam­ legast beðin um að hafa tafar laust sam band við lög reglu í síma 112. Lögregla og fangelsismálastjóri hafa einnig hvatt Gabríel til að gefa sig strax fram. ■ Lögreglan hafði í tvígang afskipti af sama barni í leit að strokufanga Sérsveit Ríkis- lögreglustjóra hafði afskipti af drengnum í fyrra skiptið. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON BRINK Mikið hefur gengið á undanfarið en stjórnin ekki fundað. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR elinhirst@frettabladid.is ALÞINGI Ríkisstjórnarfundur verður haldinn í fyrramálið í fyrsta skipti síðan föstudaginn 8. apríl síðast­ liðinn. Alþingi fór sem kunnugt er í tveggja vikna páskaleyfi þann sama dag. Boðað hefur verið til opins fjar­ fundar í f járlaganefnd Alþingis mánudaginn 25. apríl næstkomandi vegna útboðsins á rúmlega 22 pró­ senta hlut ríkisins í Íslandsbanka. Stjórnarandstaðan hélt áfram að krefjast þess síðasta þingdaginn fyrir páska að óháð rannsóknar­ nefnd Alþingis yrði skipuð til að rannsaka söluna. ■ Fyrsti fundurinn frá aprílbyrjun 4 Fréttir 22. apríl 2022 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.