Fréttablaðið - 22.04.2022, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 22.04.2022, Blaðsíða 40
frettabladid.is 550 5000 RITSTJÓRN ritstjorn@frettabladid.is AUGLÝSINGADEILD auglysingar@frettabladid.is PRENTUN Torg ehf. DREIFING Póstdreifing ehf. dreifing@postdreifing.is 2022 - 2025 Svanborgar Sigmarsdóttur n Bakþankar Mjúk Stíf FAXAFENI 5 Reykjavík 588 8477 DALSBRAUT 1 Akureyri 588 1100 SKEIÐI 1 Ísafirði 456 4566 AFGREIÐSLUTÍMI Mán.–fös. 11–18 | Lau. 11–16 www.betrabak.is QUICKREFRESH ™ ÁKL ÆÐI Rennilás gerir það afar einfalt að taka QuickRefresh áklæðið af tempur dýnunni og þvo. ALLT ÞAÐ NÝJASTA FRÁ TEMPUR MEÐ 20% AFSLÆTTI TEMPUR-DAGAR VEFVERSLUN www.betrabak.is A F S L ÁT T U R A F T E M P U R R Ú M U M 20% TEMPUR® Cloud línan Hönnuð fyrir meiri mýkt TEMPUR® Original línan Hönnuð fyrir meiri stuðning TEMPUR® Hybrid Línan Hönnuð fyrir sneggra viðbagð TEMPUR® Firm línan Hönnuð fyir enn meiri stuðning Mjúk Stíf Mjúk Stíf Mjúk Stíf Nýjar gerðir og fjölbreytt úrval heilsukodda lyaver.is Netapótek Lyavers NÝBYGGINGAR Í HAFNARFIRÐI FJÖLDI EIGNA AÐ KOMA Í SÖLU Í SKARÐSHLÍÐ OG HAMRANESI BÆJARHRAUN 10 – HAFNARFIRÐI SÍMI: 520-7500 - FASTEIGNASALA SÍÐAN 1983 Ísland er að mörgu leyti einsleitt samfélag. Þrátt fyrir að risastökk hafi verið tekin á þessari öld í átt að fjölbreytni. Og sem einsleitt samfélag, þá eigum við oft erfiðar með að skilja af hverju fólk sem fellur ekki í fjöldann geti átt erfitt uppdráttar eða verði þreytt á öráreitinu sem því getur fylgt. Öllu því sem er sagt, sem er ekki illa meint en verður svo sannar- lega þreytandi þegar spurt er í þrjúþúsundasta skiptið. Sér- staklega þegar þig langar bara að borða ísinn þinn á sólardegi, ert stressað fyrir próf, að slaka á í strætó eða hamingjusamt yfir lífinu. Einsleitnin birtist ekki bara í húðlit og að f lestir Íslendingar verði gegnsæir eða bláleitir yfir veturinn. Þó svo hýrni yfir okkur með vorinu. Hún birtist líka í því hver við erum. Hvern við elskum. Hvernig við innréttum heimilið. Hverjar tómstundir okkar eru. Við getum lítið gert hvað varðar sumt. En annað er val. Eða svo er okkur sagt. Eftir því sem einsleitnin er meiri, því minni þolinmæði er fyrir fjölbreytninni. Hvort sem það er fjölbreytni í því sem við erum eða fjölbreytni í því sem við höfum valið okkur. Einsleitt sam- félag segir öllum strákum að spila fótbolta. Það segir eldri konum að hafa áhuga á hannyrðum. Alls ekki öfugt. Þannig verða allir strákar fótboltastrákar og allar ömmur prjónakonur. Þó svo að strákana langi í raun miklu meira að lesa um öll fiðrildin og ömm- urnar dreymi um heimsferðalag á mótorhjóli. Og allir drengir dökkir á hörund líta eins út, hvort sem þeir eru eftirlýstir eða bara að kaupa snúð í bakaríinu með mömmu sinni. n Í eigin skinni

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.