Fréttablaðið - 22.04.2022, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 22.04.2022, Blaðsíða 22
Rafhjólatrygging TM er sérsniðin trygging fyrir rafmagns- reiðhjól, rafmagns- hlaupahjól, rafmagns- vespur og rafdrifna hjólastóla. Arna Rún Guðlaugsdóttir Vegna mikillar aukningar í sölu rafhjóla og rafhlaupa­ hjóla ákvað TM að bjóða, fyrst tryggingafélaga hér á landi, upp á rafhjólatrygg­ ingu. Umsóknarferlið er einfalt og þægilegt. TM er eina tryggingafélagið hér á landi sem býður viðskiptavinum sínum upp á rafhjólatryggingu, en félagið ákvað að bæta henni við vöruframboð sitt vegna þeirrar miklu aukningar sem hefur verið í sölu rafhjóla og rafhlaupahjóla undanfarin misseri, að sögn Örnu Rúnar Guðlaugsdóttur, sérfræð- ings í viðskiptaþróun hjá Kviku, móðurfélagi TM. „Undanfarið höfum við séð mikla aukningu í sölu á rafhjólum og rafhlaupa- hjólum og oft og tíðum koma þessi tæki í staðinn fyrir bíl númer tvö á heimilinu. Þetta eru dýr tæki og því kalla nýir tímar í samgöngum á nýjar tegundir trygginga. Þegar hjólin eru orðin þetta dýr þá falla þau ekki lengur undir heimilis- tryggingar og því sá TM tækifæri til að bjóða upp á þessa nýju trygg- ingu.“ Valkvæðir liðir Rafhjólatrygging TM er sérsniðin trygging fyrir rafmagnsreiðhjól, rafmagnshlaupahjól, rafmagns- vespur og rafdrifna hjólastóla. „Rafhjólatryggingin gildir hvar sem er á Íslandi og samanstendur af þremur mögulegum liðum: munatryggingu, slysatryggingu og ábyrgðartryggingu. Allir liðirnir eru valkvæðir svo hver og einn getur valið það sem hentar best.“ Tjón á rafhjólinu við hjólreiðar, eða slys sem sá sem er með trygg- inguna, maki hans eða börn yfir 12 ára aldur verða fyrir á rafhjólinu, eru dæmi um tjón sem rafhjóla- tryggingin bætir, segir Arna. „Einn- ig bætir tryggingin læknisaðstoð og endurhæfingu eftir rafhjólaslys sem og viðgerðir á tönnum sem brotna eða laskast. Þetta er þó ekki tæmandi upptalning, heldur algeng og lýsandi atriði sem gefa góða mynd af tryggingunni í stuttu máli.“ Stafrænar lausnir einfalda lífið Undanfarin ár hefur TM lagt áherslu á þróun stafrænna lausna til að einfalda lífið fyrir viðskipta- vini sína og kemur vefsala TM þar sterk inn, að sögn Örnu. „Vefsölu TM er hægt að nálgast á tm.is en þar getur þú keypt allar tryggingar með hjálp rafræns ráðgjafa. Ef þú vilt kaupa rafhjólatryggingu þá setur þú trygginguna saman eins og þér hentar með aðstoð rafræns ráðgjafa og getur séð strax hvað tryggingin þín kostar. Að því loknu klárar þú ferlið í gegnum TM-appið með því að taka myndir af hjólinu eða því sem þú vilt tryggja. Þetta er einfalt og tekur örfáar mínútur. Síðan er auðvelt að nálgast yfirlit yfir sínar tryggingar og iðgjöld ásamt því að tilkynna tjón í TM- appinu.“ Rafhlaðan er tryggð Arna segir starfsfólk TM oft spurt hvort rafhlaðan á rafhjólinu sé tryggð ef henni er stolið og svarið sé já. Þar sem rafhlaðan er hluti af rafhjólinu fæst hún bætt ef henni er stolið. „Einnig er oft spurt hvort tryggingin gildi líka fyrir börnin á heimilinu en hún er í gildi fyrir þau börn á heimilinu sem eru yfir 12 ára aldri.“ Hún segir marga viðskiptavini TM velta fyrir sér hvort rafhjólin séu tryggð með heimatrygging- unni. „Rafmagnshlaupahjól eru innifalin í heimatryggingum vegna þjófnaðar og skemmda ef þú ert með innbúskaskó. Hefðbundin reiðhjól falla undir heimatrygg- inguna upp að vissri upphæð. Hins vegar eru rafhjól yfirleitt talsvert dýrari en það hámark sem heima- tryggingin bætir. Þá eru ákveðnir flokkar rafhjóla skráningarskyld ökutæki samkvæmt umferðarlög- um og falla þess vegna utan heima- tryggingar. Með rafhjólatryggingu getur þú verið viss um að rafhjólið sé tryggt, óháð verði og gerð.“ Einnig sé oft spurt hvort slysa- og ábyrgðartryggingar tengdar rafhjólum séu innifaldar í heima- tryggingunni eða hvort kaupa þurfi þær sérstaklega. „Í Heima- tryggingu TM2, TM3 og TM4 eru bæði slysa- og ábyrgðartryggingar innifaldar. “ n Nánar upplýsingar á tm.is Fyrst til að bjóða upp á rafhjólatryggingu „Með rafhjólatryggingu getur þú verið viss um að rafhjólið sé tryggt óháð verði og gerð,“ segir Arna Rún Guðlaugsdóttir, sérfræðingur í viðskiptaþróun hjá Kviku, sem er móðurfélag TM. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Sumardagurinn fyrsti var í gær og það þýðir að nú fer börnum að fjölga úti við og þá ekki síst á reiðhjólum. elin@frettablaðið.is Huga þarf vel að reiðhjólum barnanna áður en þau halda út í sumarið og gæta þess að allt sé í góðu lagi. Bremsur eiga að vera í lagi og sömuleiðis réttur loftþrýstingur í dekkjum. Þá er gott ráð að fara með ungum börnum út að hjóla fyrst og sýna þeim örugga staði til að vera á. Muna þarf að sýna alltaf gangandi vegfarendum tillitssemi. Mörg börn eru trúlega að fá hjól í fyrsta skipti þessa dagana og þá þarf að gæta þess að þau æfi sig þar sem engrar umferðar bifreiða er að vænta. Foreldrar sem eru að kenna börnum sínum að hjóla ættu að velja skólalóðir eða aðra slíka staði þar sem engin truflun er. Allir hjólreiðamenn eiga að bera hjálm á höfði og yngstu börnin ættu sömuleiðis að vera í fatnaði sem sést vel. Það er mikið örygg- isatriði fyrir alla. Ef hjólað er á gangstétt eða hjóla- stíg skal hjólreiðamaður vera til hægri. Ef fleiri en einn hjóla saman þurfa þeir að mynda einfalda röð eftir stígnum. Þá skal ganga þannig frá hjóli þegar stöðvað er að ekki skapist hætta eða truflun fyrir aðra. Hjólreiðamaður skal alltaf víkja fyrir gangandi vegfarendum á gangstéttum, göngustígum og göngugötum. n Öryggi fyrir börnin Kenna þarf börnum að hjóla á öruggum stöðum fjarri umferð. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Eftir takmarkanir á ferðalög­ um vegna heimsfaraldursins dreymir nú marga um hjóla­ túra utan landsteinanna. Hér er bent á þrjár frábærar hjólaleiðir í Evrópu. thordisg@frettabladid.is Girona á Spáni Ef þig fýsir að hjóla í sólinni er Girona í Katalóníu-héraði á Spáni alveg málið. Þar hjóla margir af mestu hjólagörpum heimsins ásamt því sem hægt er að gera vel við sig í mat og drykk. Borgin var eitt sinn heimili hjólakapp- ans Lance Armstrong og þar hafði bandaríska hjólalandsliðið æfingabúðir. Það jók enn á áhuga hjólafólks sem sækir til Girona sökum fullkomnar blöndu af ögrandi brekkum, ómótstæði- legum strandvegum og sögulegum áfangastöðum. Girona geymir líka ofgnótt hjólastíga sem eru full- komnir fyrir fjallahjólreiðar. Lombardia á Ítalíu Lombardia-hérað er á milli Alpa- fjalla og Pó-dalsins á Norður- Ítalíu. Þar er landslagið ægifagurt og einstök upplifun að hefja hjólatúrinn frá Como-vatni. Mikilvægasti áfangastaðurinn er Madonna del Ghisallo, þangað sem liggur löng og brött brekka og þar er kapella sem þar til nýlega hýsti safn til heiðurs hjólreiðum, en nýtt safn hefur nú verið opnað í næsta húsi. Í Lombardia er haldin hjólakeppnin Race of the Falling Leaves í október og í Madonna del Ghisallo standa styttur af goð- sögnum hjólreiða. Flæmingjaland í Belgíu Síðast en ekki síst má benda á hér- aðið Flæmingjaland í Belgíu, sem sumir kalla mekka allra hjólastaða, með sínar frægu brekkur, stíga, vegi og nánast allt sem tengist hjólreiðum. Þar er hægt að finna fjölmargar og spennandi hjóla- leiðir sem leiða hjólafólk á slóðir og í spor mestu hjólakappa heimsins. Í Flanders er einnig framleiddur margur af bestu bjórum veraldar, sem margir elska að njóta með frönskum og mæjó. n Fallegar hjólaleiðir í Evrópu Evrópa er undurfögur og víða hægt að ferðast um á hjóli til að njóta landslags og menningar, um leið og reynt er á sig eftir getu hvers og eins. FRÉTTABLAÐIÐ/ GETTY 8 kynningarblað 22. apríl 2022 FÖSTUDAGURÚT AÐ HJÓLA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.