Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - maj 2016, Qupperneq 5

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - maj 2016, Qupperneq 5
5Siglfirðingablaðið ég sprottinn. Vinnusemina, forvitnina, þetta næma auga fyrir því skemmtilega og áráttuna að segja frá fæ ég úr fjölskyldum mínum í báðar ættir. Hjálmarssystkinin voru öll hagyrt og sögðu skemmtilega frá og ekki var Þórður á Símstöðinni, bróðir pabba, síðri í þeim leik. Amma kenndi mér að búa til vísur þegar við vorum að kveðast á og það er allt sem ég hef lært í bragfræði. Ég var 16 ára þegar ég byrjaði að vinna á Pylsugerðinni hjá Ella Magg, Eldjárni Magnússyni. Elli var einn af þessum mönnum sem alla þekkti sama hvort þeir voru íslenskir eða annarra þjóða. Þarna voru fastagestir margir litríkir karakterar, til dæmis Stebbi lögga, Bragi Magg og Helgi Sveins sem var gamall vinur Ella. Elli fullyrti að Helgi færi aldrei að jarðarför og ástæðan var sú, sagði Elli, að Helgi þyrfti alltaf að vera aðalmaðurinn í öllum partíum sem hann fór í. Þórunn í Síon kom tvisvar í viku og fékk bein. Þórunn var góð og guðhrædd kona sem gaf allan sinn veraldlega auð til Hvítasunnusafnaðarins. Hún bjó í Síon, sem var kirkja safnaðarins, lifði þar meinlætalífi og kom til okkar og fékk bein, bæði af nýju og hangikjöti, sem hún sauð og nagaði. Elli kallaði eitt sinn á eftir henni: Hvað borgarðu Snorra fyrir beinin? Ég bið fyrir honum svaraði hún að bragði. Líklega hefur það hrifið því ég hef verið sérlega heppinn í mínu lífi og er forríkur maður en við hjónin eigum fimm börn og tólf barnabörn. Kona mín er úr Vestmannaeyjum og heitir Þyrí Ólafsdóttir. Eitt af mínum föstu verkum á Pylsugerðinni hvern morgun var að búa til fiskfars og fiskhakk fyrir Fiskbúðina hjá Jósa sem allir gamlir Siglfirðingar þekkja. Júrí Gagarín fór fyrstur manna í geimferð 1961 og það var fyrsta frétt í morgunútvarpinu. Litlu seinna koma þeir Jósi og Helgi Halls, sem var að leysa af í Fiskbúðinni, og spyrja mig hvort ég hafi heyrt þessa frétt. Ég segi það og bæti við að við séum búnir að senda honum skeyti. Hvað meinarðu spurðu þeir. Ég sagði þeim að Elli þekkti Júrí og við hefðum sent honum skeyti. Þeir voru hálfvantrúaðir á þetta svo ég leyfði þeim að heyra hvernig skeytið var, en það var mjög látlaust: „Til hamingju með afrekið. Elli og Snorri.“ Þeir voru ekki alveg sannfærðir svo ég bætti því við að þeir Elli hefðu verið saman á smurbrauðsnámskeiði í Kaupmannahöfn. Fóru þeir við svo búið. Í hádeginu fer ég svo til Valda Þórðar frænda míns sem var sendill á pósthúsinu og hann útbýr fyrir mig svarskeyti. Þeir félagar Jósi og Helgi komu svo rétt áður en við hættum á Pylsugerðinni með hráefnið í fiskfarsið fyrir morgundaginn og enn berst talið að Júrí Gagarín og geimferðinni hans. Nú gat ég farið með þá inn á kaffistofu og sýnt þeim svarskeytið og þar stóð: „Þakka þér fyrir skeytið Elli minn, en hver er þessi Snorri“! Þannig verður þjóðsaga til, síðan hafa þær orðið fleiri, og flestar eru þær tengdar Vestmannaeyjum því við fluttum til Eyja fyrir fjörutíu og átta árum og höfum búið hér síðan, utan tímans sem við vorum uppi á landi í Gosinu. Fyrst eftir að við fluttum til Eyja vann ég í fiski en fór fljótlega að vinna við rafmagn, en ég lærði rafvirkjun hjá SR á Sigló. Ég var hjá Vinnslustöðinni fram að gosi en meðan við vorum uppi á landi vann ég mikið á Álafossi og Reykjalundi. Eftir að við komum til baka tók ég fljótlega við FIVE, Fiskimjölsverksmiðjunni í Vestmannaeyjum og var þar lengi vel. Eitt loðnuleysisárið hætti ég og var fljótlega kominn á kaf í útflutning á fiski. Átti ég og rak með öðrum hið fræga fyrirtæki Gámavini sem flutti út ferskan fisk í gámum og var framkvæmdastjóri þess í mörg ár. Og vel að merkja, nú er megnið af öllum bolfiski flutt út ferskt, hann er að vísu unninn hér heima, sem er náttúrulega framþróun, og margir sögðu okkur vonda kalla er við opnuðum þennan markað. Á þessum tíma stóð ég í stríði við ríkisstjórnina, frystihúsaeigendur, verkalýðshreyfinguna og fleiri. Guðmundur Jaki, sá mæti maður, sagði eitt sinn um mig í sjónvarpsfréttum: „Þessi maður þarna í Vestmannaeyjum er náttúrulega glæpamaður.“ Það er ekki erfitt að vera glæpamaður þegar heilt bæjarfélag stendur að baki manns. Margir Eyjamenn halda að ég sé innfæddur og telja mig því Snorri ungur á veiðum Elli Magg

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.