Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - maí 2016, Blaðsíða 19
19Siglfirðingablaðið
og hvenær. Hins vegar var kynning á
tækjum og tólum í markaðssetningu
á netinu. Markmiðið með þeim
fyrirlestri var að fræða fólk um
hvaða möguleikar eru til staðar
varðandi markaðssetningu í gegnum
samfélagsmiðla en ekki síður hvernig
menn bera sig að við þá vinnu.
Markaðssetning á netinu er gríðarlega
mikilvægt tól í dag.
Jón Jónsson fræðir unglingana
Jón Jónsson, tónlistarmaður og
hagfræðingur, kemur á Siglufjörð
26. apríl og fræðir unglingana á
skemmtilegan hátt um fjármál. Á
fundinum fer Jón yfir það hvernig
peningar virka og mikilvægi þess að
setja sér markmið. Hann tekur svo
að sjálfsögðu aðeins í gítarinn. Með
þessu viljum við stuðla að heilbrigðari
þekkingu hjá unglingunum á
fjármálum en ég verð að segja að
mér finnst að leggja mætti miklu
meiri áherslu á fjármálafræðslu í
menntakerfinu.
Framtíðaráform Arion í
Fjallabyggð?
Í útibúum bankans starfa 12 manns
og 21 eru í bakvinnslustörfum. Í
heildina starfa því 33 starfsmenn
hjá Arion banka í Fjallabyggð. Við
viljum skapa góðan vinnustað þar
sem rík áhersla er lögð á faglega
og persónulega þjónustu og
heiðarleika enda erum við að hugsa
um langtímasamband við okkar
viðskiptavini.
Hvernig sjáið þið framtíð
Fjallabyggðar fyrir ykkur?
Á síðustu árum hefur blómleg
uppbygging átt sér stað hér á svæðinu.
Þar hafði Síldarminjasafnið mikil áhrif
í byrjun og síðan Héðinsfjarðargöngin
og nú síðast glæsileg uppbygging
einkaaðila í bænum.
Til framtíðar er mikilvægt að
markaðssetja svæðið bæði sem sumar-
og vetrarparadís því hvaða útlendingur
vill ekki koma til nyrsta kaupstaðar
á Íslandi sem hefur upp á svo margt
að bjóða? Hér er flottasta skíðasvæði
landsins og mikil tækifæri varðandi
fjalla- og gönguskíðaferðamennsku
enda svæðið hér á Tröllaskaganum
ævintýri líkast fyrir útivistarfólk allt
árið um kring. Á sumrin er þetta
útivistarparadís og Siglufjörður
er eintaklega notalegur bær með
án efa flesta veitingastaði á íbúa.
Sjávarútvegur skipar áfram ríkan sess
í bænum og gaman að sjá ný fyrirtæki
spretta upp sem skapa fjölbreytt
atvinnutækifæri fyrir ungt fólk.
Aðalfundur Vildarvina
Siglufjarðar
Siglfirðingafélagið hvetur félagsmenn
sína til að fjölmenna á aðalfund
Vildarvina Siglufjarðar sem haldinn
verður í Litlu-brekku (Lækjarbrekka) þann
19. maí næst komandi kl 17:00
Dagskrá
1. Hefðbundin aðalfundarstörf
2. Kynning á stöðu verkefnisins „Saga
Siglufjarðar 1918–2018”
3. Kvikmyndasýning
Endurskoðun | Skattur | Ráðgjöf
Ernst & Young ehf. Borgartúni 30, 105 Reykjavík
ey.is