Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - maí 2016, Blaðsíða 13
13Siglfirðingablaðið
krakkar hjá Lalla Blöndal og 13 hjá
Mikkunum. Alls 36 börn.
Krakkar úr öðrum götum reyndu
að komast í leiki á Lækjargötunni en
höfðu ekki erindi sem erfiði og voru
lamin. Kittý rifjar upp að Örlygur
Síldarminjasafnsforstjóri hafi sýnt
henni ör á höfði sínu fyrir stuttu þar
sem hann segir hana hafa lamið sig
með kústskafti.
Umtalaður skilnaður
foreldranna
Afi þeirra á efri hæðinni deyr
árið 1961. Foreldrar þeirra skilja
nokkrum árum seinna einhverjum
umtalaðasta skilnaði þeirra tíma.
Gulli labbaði út frá 13 börnum sagði
Gróa. Þetta var áfall fyrir krakkana.
Þura Andrésdóttir var náttúrulega
engin venjuleg kona. Hún hafði í
nær 20 ár séð um þetta gríðarstóra
heimili. Vakin og sofin yfir velferð
krakkanna. Þær systur muna eftir
að hafa verið sem smástelpur með
henni í síld. Með eitt barn í kerru og
bumbuna með nýju framleiðslunni
framan á sér. Siglfirðingar kunnu
að meta þessa kraftmiklu ungu
konu sem af æðruleysi tókst á við
lífsbaráttuna og lét engan bilbug á
sér finna. Vinir og kunningjar slógu
saman og söfnuðu álitlegri upphæð
til að hún gæti komið þaki yfir sig og
barnahópinn. Flutti fjölskyldan upp
á Háveg í hús Láka á plankanum sem
kallaður var. Munurinn á snjóalögum
þar og á flatlendinu á Lækjargötunni
var gífurlegur.
Birna minnist þess að hafa orðið
nær úti á leið heim úr skólanum.
Ég komst inn til Johansen og Sínu
í miðri brekkunni neðan við Jón
skóara og Siggu. Þar blés ég mæðinni.
Síðan hélt ég sem leið lá upp eftir og
togaði mig áfram á trjágreinum sem
slúttu yfir stíginn. Þegar heim kom
skammaði mamma mig fyrir slugsið
en þá var mér allri lokið og grét úr
mér augun!
Lækjargötumót
Skilnaður þeirra Þuru og Gulla varð
heimsfrægur um allt land eins og
gjarnan var sagt um litla stóratburði.
Þær Birna og Anna Stína rifja upp
Kanaríeyjaferð fyrir skömmu með
kunningjum:
Við sátum þarna á bekk og það
berst í tal að við séum frá Siglufirði.
Þá segir maður sem sat þar skammt
frá: Siglufirði? Ég þekki mann sem
var úr stórum systkinahópi og pabbi
hans gekk út af heimilinu og skildi
konuna eftir með 13 börn!
Birna segist hafa frosið.
Hvaða líkur eru á því að sitja á bekk
á Kanarí 50 árum eftir að pabbi og
mamma skildu og rifja þetta upp?
En það mátti mamma eiga að hún
sagði aldrei styggðaryrði um pabba og
við virðum hana óendanlega fyrir það.
Fyrir 30 árum stóðu þær fyrir
svokölluðu Lækjargötumóti á
Siglufirði. Þar hittust f lestir
krakkarnir af Lækjargötunni með
mökum og afkomendum.
Þess má geta að afkomendur Þuru
og Gulla eru orðnir 140 talsins og
hittast reglulega og er þá kátt á hjalla.
Ég kveð þessar hressu siglfirsku
systur sem ganga rösklega út í
vorkvöldið.
Vetrarstarf Siglfirðingafélagsins hefur verið með eindæmum
fjölbreytt. Myndasýningar og upplestrarsamkoma í
Breiðfirðingabúð, Heldrafólk á Café Catalinu nú í janúar,
hið geysivinsæla jólaball fyrir þá yngstu og elstu og pub-
quiz á Ölveri fyrir millikynslóðina.
Líflegt vetrarstarf