Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - maí 2016, Blaðsíða 12

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - maí 2016, Blaðsíða 12
12 Siglfirðingablaðið Börn Þuru og Gulla þekkja flestir Siglfirðingar sem komnir eru til vits og ára. Þrettán stykki alin upp í litlu tveggja hæða húsi númer 6 við Lækjargötuna á Siglufirði. Ég settist niður með þremur systrum úr þessum fjölmenna systkinahópi til að forvitnast um hvernig lífið hefði gengið fyrir sig? Kittýju, Birnu og Önnu Stínu. Fæddust frá 1946–1965 „Þetta var dásamlegt“ segja þær einum rómi. Þegar nýtt barn bættist við þá fór það elsta á efri hæðina hjá ömmu og afa, Sigurjónu og Jóni Gunnlaugssyni. Krakkarnir eru fædd á 20 ára bili frá 1945-1965. Kittý er elst fædd fyrir sunnan svo koma Jón 1946, Andrés 1947, Sverrir 1948, Birna 1950, Anna Kristín 1952, Hjördís 1954, Sigurjón 1956, Úlfar 1958, Erla 1959, Þorfinnur 1962, Elva 1964 og Óttar 1965. Saman telja þau 750 ár en næðu 800 árum ef Þorfinnur hefði lifað en hann lést 1979 úr krabbameini. Anna Stína segist muna vel eftir bíóferðunum til Odds Thor. Eftir sýninguna flýttu krakkarnir sé rheim og þá var tekið til við að leika myndina frá upphafi til enda. Sá sem var fyrstur fékk að leika aðalhetjuna. Jane hans Tarzans eða Tarzan sjálfan. Kittý rifjaði upp í viðtali við Leó Óla og Bigga Inga fyrir skömmu: „Ég man vel eftir stóra slagnum á Hótelinu þegar löggan notaði táragasið á gestina og allt varð hreinlega vitlaust.“ Það var nokkru áður en ég byrjaði að vinna þar, en við fylgdumst vel með atburðarásinni. Við áttum heima þarna í næst, næsta húsi og ég hélt mig hálfa nóttina á bak við gardínurnar og gægðist út undan þeim, auðvitað alveg skíthrædd. Það var ekkert sofið þá um nóttina því þetta var algjört bíó, eða eins og einhver svakaleg hasarmynd, þrælspennandi frá upphafi til enda. Og það gekk ennþá meira á þessa nótt, því Erla systir fæddist þarna um morguninn. Þvotturinn hvarf líka af snúrunum og maður var að finna hann út um allt einhverja daga á eftir. Ég fór svo að vinna á Hótelinu hjá Palla á Höfninni, síldarævintýrið var þá ennþá í algleymingi og þarna var mikið að gerast. Forréttindi að fá að alast upp á síldarárunum Algjör foréttindi voru að alast upp á síldarárunum á Sigló, eru þær sammála um. Við getum sagt að samkomulagið á heimilinu hafi verið gott. Við rifumst ekki heldur slógumst! Gífurlegur barnafjöldi var í þessari litlu götu en suðurhluti Lækjargötunnar telur ekki nema um 60-80 metra. Á þessum parti töldu þær saman 36 krakka á þeirra aldri. 13 krakka Gulla og Þuru, 10 Þurukrakkarnir: Þrettán talsins og alin upp í 70 m2 hæð á Lækjargötunni

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.