Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - maí 2016, Blaðsíða 8

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - maí 2016, Blaðsíða 8
8 Siglfirðingablaðið Hver er konan? Tinna Mark Antonsdóttir heiti ég og er fædd á sólardaginn, 28.janúar 1985. Foreldrar mínir eru Mundína Valdís Bjarnadóttir og Anton Mark Duffield. Ég á einn bróður sem heitir Bjarni Mark Antonsson. Ég er barnabarn Hönnu Guðrúnar Pétursdóttur og Bjarna Þorgeirs málara. Maðurinn minn heitir Ólafur Andrés Guðmundsson og amma hans og afi voru Ruth Jónsdóttir og Bergsveinn Sigurðsson. Langamma hans var Ólína Bergsveinsdóttir. Við eigum eina 3ja ára dóttur sem heitir Ólína Mark Ólafsdóttir. Frelsi og forréttindi Mér fannst yndislegt að alast upp á Siglufirði. Geta bara farið út á morgnana, leikið við vini mína, kíkt til ömmu og afa þegar mig langaði og leikið mér í náttúrunni áhyggjulaus. Það eru forréttindi að alast upp við svona mikið frelsi. Fyrir svona orkumikið barn eins og mig var náttúrulega draumur að geta stundað 5-6 íþróttir á sama tíma og geta labbað eða hjólað út í íþróttahús eða suður á Hól. Fótbolti var auðvitað mitt aðal áhugamál og þar spilaði eflaust inn í hvað við vorum alltaf með gott lið og hvað okkur gekk vel. Hápunktinum var náð þegar við urðum Íslandsmeistarar í 3.flokki. Ég afrekaði það líka að verða fyrsti Íslandsmeistari UMF Glóa þegar ég keppti í spjótkasti á meistaramóti Íslands og ég er mjög stolt af því. Við æfðum yfirleitt á Dagslóðinni, þar sem tjaldstæði bæjarins er í dag. Ég gleymi því aldrei þegar ég var hársbreidd frá því að kasta í 2 gangandi vegfarendur sem áttu leið hjá. Sem betur fer fór það vel! Ég, eins og allir unglingar á mínum uppvaxtarárum, vann hin ýmsu störf til að safna mér vasapeningum og seinna til að safna fyrir skólanum. Barnapössun, bæjarvinnan, þjálfun, sjoppuvinna, Pólar, bakaríið og Síldarminjasafnið. Mér fannst sumarvinnan alltaf mjög skemmtileg, enda var maður yfirleitt að vinna með einhverjum vinum sínum. Eitt það eftirminnilegasta og skemmtilegasta var sumarið sem ég vann hjá Síldarminjasafninu. Við naglhreinsuðum spýtur sem átti að nota í bátahúsið, ef ég man rétt. Ég ætla rétt að vona að þær hafi verið notaðar! Heimdraganum hleypt Ég flutti 16 ára frá Siglufirði til að stunda nám við Menntaskólann í Reykjavík. Ég var heppin að lenda í bekk með æskuvinkonum mínum Evu Maríu Þórhallsdóttur, dóttur Tóta Ben og Völu Lár, og Steinunni Maríu Sveinsdóttur, dóttur Guðnýjar Guðmunds og Svenna Björns, en við Steinunn fylgdumst að í gegnum leikskóla og grunnskóla. Ég ætlaði alltaf að fara í Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna, en ég var fljót að gefa þann draum upp á bátinn þegar ég byrjaði í skólanum. Þaðan lá leið mín í Háskóla Íslands þar sem ég útskrifaðist árið 2010 með BS gráðu í sjúkraþjálfun. Ég vann sem sjúkraþjálfari í eitt ár á Íslandi áður en ég elti manninn minn til útlanda. Í dag er ég svo að ljúka einkaþjálfaranámi frá Keili og vinn sem sjúkraþjálfari hér í Kristianstad í Svíþjóð þar sem við erum búsett í dag. Nýjar slóðir – ný lönd Maðurinn minn er handboltamaður og ég fylgdi honum fyrst til Kaupmannahafnar árið 2011. Þaðan fórum við svo yfir til Kristianstad í Svíþjóð árið 2012. Við bjuggum þar í 2 ár og áttum yndislegan tíma þar sem við eignuðumst dóttur okkar. Kristianstad er líka frekar lítill bær sem hentar ágætlega fyrir Siglfirðinginn. Í bænum sjálfum búa um 40 þús. manns en margir litlir bæir eru í kring svo Kristianstad kommúnan telur um 100 þús. manns. Árið 2014 fluttum við svo til Hannover í Þýskalandi þar Nýjar slóðir – ný lönd -Tinna Mark Duffield sem er búsett ásamt fjölskyldu sinni í Svíþjóð segir hér frá sér og sínu fólki og lífinu og tilverunni í nýjum löndum.

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.