Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - mai 2016, Síða 7

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - mai 2016, Síða 7
7Siglfirðingablaðið Í haust kemur út bók um þjóðþekktan athafnamann og sprellara. Bókin mun bera nafn skemmtikraftsins og er undirtitillinn: „Siglfirðingurinn sem notaði sama 1000 kallinn tvisvar” Í bókinni eru hundruðir mynda frá ferlinum og ótrúlegum uppákomum í lofti, láði og legi. Bókin verður seld í öllum betri bókabúðum landsins og verður í umboðssölu fyrir Siglfirðinga og tengda aðila hjá Merkismönnum. Sitthvað um heimildamyndina „Siglfirðingurinn sem notaði sama 1000 kallinn tvisvar” Fyrir um tveimur árum hófst umræða innan stjórna Siglfirðingafélagsins og Vildarvina Siglufjarðar um að hefja þyrfti undirbúning að kaupstaðarafmæli Siglufjarðar á árinu 2018. Mörg okkar muna hversu vel tókst til við framkvæmd afmælisins 1968. Í öðru lagi er mikill áhugi á að færa bænum á þessum tímamótum gjöf frá brottfluttum Siglfirðingum. Þetta verkefni var kynnt í fréttabréfi okkar á síðasta ári en mikil vinna hefur farið í öflun efnis, styrkja og tengiliða til að gera þetta stóra verkefni að veruleika. Verkefnið er þannig statt í dag að líklegast er að um samstarfsverkefni við RÚV verði að ræða en beðið er niðurstöðu úr þeim viðræðum. Efnistök í þessa mynd munu vonandi byggjast að miklu leyti á kvikmyndaefni sem þegar er til meðal Siglfirðinga. Við viljum því enn og aftur hvetja alla að kanna hvort þeir hafi aðgang að gömlu kvikmyndaefni og setja sig þá í samband við okkur. Allt það efni sem yfirfært verður á okkar vegum á stafrænt form mun verða afhent aðilum á Siglufirði til frekari afnota og úrvinnslu og með því verður komið í veg fyrir að þessar heimildir glatist. Á árunum 1960-1970 var starfandi á Siglufirði kvikmyndaklúbburinn Linsan. Meðlimir hans tóku mikið af kvikmyndum, svokölluðum Super- 8mm myndum. Í maí 1965 héldu þeir kvikmyndasýningu og sýndu 10 stuttmyndir m.a. eftir Ólaf Ragnarsson, Hinrik Aðalsteinsson, Hafliða Guðmundsson og Tómas Hallgrímsson. Þeir troðfylltu bíóið á tveimur sýningum. Við höfum þegar fengið fjölda kvikmynda til yfirfærslu og afnota og og fjármögnun er vel á veg komin, en ekki lokið. Hér er um mjög stórt verkefni að ræða og er því leitað allra leiða til að ná að fjármagna það. Sótt hefur verið um styrki víða og hefur óskum okkar víðast verið tekið mjög vel. Á næstu vikum mun ráðast hvernig samstarfi við RÚV verði háttað og verður það kynnt á aðalfundi Vildarvina þann 19. maí nk. Við hvetjum þig lesandi góður til að leggja þessu verkefni lið með fjárframlagi . Leggja má inn framlög á reikning 0348 – 26 – 530 kt: 600608-0530

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.