Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - mai 2016, Síða 15

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - mai 2016, Síða 15
15Siglfirðingablaðið reknetabát sem reri frá Keflavík og Sandgerði. Ég fór svo á mína fyrstu vertíð 1959 í Sandgerði,“ segir Þórður Rafn. Sjanghæjaður í Eyjum Þórður Rafn var á vertíð í Vestmannaeyjum í byrjun árs 1960. Jakobína systir hans bjó í Vestmannaeyjum og Steingrímur bróðir hans hafði verið þar eina vertíð. Fljótlega eftir að Þórður Rafn kom til Eyja, þá aðeins 17 ára gamall, hitti hann eiginkonu sína Ingigerði Reykjalín Eymundsdóttur. Um þeirra fund segir hann í viðtalinu í Fiskifréttum: „Ég var hreinlega sjanghæjaður. Hún bókstaflega flaug upp í fangið á mér við húshornið á Úthlíð á Vestmannabrautinni og hefur ekki sleppt takinu á mér síðan.“ Þau Ingigerður og Þórður Rafn eiga þrjú börn. Elst er Íris, hjúkrunarfræðingur, býr í Ölfusi og er kennari við sjúkraliðabraut FSU á Selfossi. Þá er Eyþór, skipstjóri á Dala-Rafni, búsettur í Vestmannaeyjum. Yngstur er svo Ægir, tölvunarfræðingur hjá Landsbanka Íslands í Reykjavík. Kjaftfylltu bátinn Þórður Rafn hafði ekki alveg sagt skilið við Siglufjörð. Á vorin milli úthalda árin 1958 til 1960 reru hann og Steingrímur bróðir hans á trillunni sem faðir þeirra átti. Trillan gat mest borið tvö og hálft tonn. „Við beittum á nóttunni og rerum á daginn. Við fórum á þessu horni alveg út í Eyjafjarðarál. Við vorum með fimm til sex bala og kjaftfylltum bátinn oft og iðulega. Ég man að gömlu trillukarlarnir voru ekkert hrifnir af þessum peyjum sem komu sunnan af landi og rótfiskuðu.“ Þórður Rafn rifjar það jafnframt upp að þeir hafi verið mikið á trillunni sem krakkar og siglt alla leið til Hofsóss þar sem þeir stálust til að leggja silunganet. Einnig var farið inn í Héðinsfjörð til silungsveiða en þeir höfðu aðgang að Ámá sem frændi þeirra, Haraldur Erlendsson frá Siglunesi, átti. Skipstjóri rúmlega tvítugur Þórður Rafn segist snemma hafa heillast af sjómennsku og ákveðið að leggja hana fyrir sig. Hann vildi afla sér menntunar á þessu sviði og fór fyrst í vélskóla á Akureyri og náði í vélstjóraréttindi 1961. Eftir það lá leiðin í Stýrimannaskólann í Reykjavík og útskrifaðist hann þaðan 1964. Samhliða námi var Þórður Rafn á bátum frá Eyjum. Sumarið 1963, áður en hann kláraði skólann var hann ráðinn skipstjóri á bátinn Jón Stefánsson VE, aðeins rétt um tvítugur að aldri. Hann var með þennan bát og síðan fleiri báta frá Eyjum, allt fram að vertíðinni 1975. Þá prófaði hann að fara í land og vann sem verkstjóri hjá Fiskiðjunni í Eyjum eina vertíð. Eigin útgerð Þórður Rafn undi sér ekki í landi eftir að hafa verið ein sautján ár á sjó. Um vorið sagði hann við stjórnendur Fiskiðjunnar að þennan fjanda gerði hann ekki aftur. Hann vildi komast á sjóinn. Í framhaldi af þessu bauð Fiskiðjan Þórði Rafni að kaupa af þeim vertíðarbátinn Mars VE sem var einn af Svíþjóðarbátunum svonefndu. Hann sló til og gengið var frá kaupunum í maí 1975. Þar með hófst útgerðarsaga Þórðar Rafns. Hann valdi nýtt nafn á bátinn og var það sótt í þjóðsöguna um Dala- Rafn sem bjó á Dalabæ á miðöldum og varð síðan eftir dauða sinn að sjóskrímsli. Á löngum útgerðar- og skipstjórnarferli hefur Þórður Rafn átt nokkra báta og fengu þeir allir nafnið Dala-Rafn VE. Nafnið frá draummanni Þórður Rafn var spurður hvort millinafn hans hefði ekki einnig verið fengið úr þjóðsögunni. „Nafn mitt er fengið frá draummanni sem kom til móður minnar í svefni. Hver hann var vitum við ekki en kannski það hafi verið Dala-Rafn! Hann kom til hennar og sagði við hana að hún gengi með strák en hún vissi þá ekki að hún væri ófrísk. Strákurinn ætti að heita Þórður Rafn en Rafn skyldi hann kallaður verða. Þetta sagði móðir mín mér.“ Fór vel af stað Fram kom hjá Þórði Rafni að á ýmsu hefði gengið í útgerðinni. Fyrstu árin hefðu verið ágæt en árin 1980 til 1990, þegar verðbólgan geisaði, hefðu verið skelfileg og eilíft basl að ná endunum saman. „Ég var þó heppinn að útgerðin fór mjög vel af stað. Fyrsta haustið vorum við tvo og hálfan mánuð á reknetum og mokfiskuðum síld. Þá var þorskverð á síldinni. Karlarnir gengu út með árstekjur eftir úthaldið. Næsta haust var einnig mjög gott á Í haugasjó. Nýjasti Dala-Rafn sem Þórður Rafn seldi Ísfélagi Vestmannaeyja þegar hann hætti útgerð. Mynd: Sölvi Breiðfjörð

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.