Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - maj 2016, Side 16

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - maj 2016, Side 16
16 Siglfirðingablaðið síldinni,“ segir Þórður Rafn. Kvótakerfið var tekið upp árið 1984. Í viðtalinu í Fiskifréttum segir Þórður Rafn að hann hafi verið harður á móti því í upphafi. „Svo sá ég fljótlega að ef ég spilaði ekki með því þá væri hreinlega úti um mig. Þess vegna fór ég fljótlega í að kaupa kvóta. Og það bjargaði mér, þeir flosnuðu fljótlega upp sem ekki áttu kvóta og vildu ekki spila með kerfinu,“ segir hann. Á ferli sínum hefur Þórður Rafn gert út nokkur skip með Dala-Rafns nafninu. Eitt þeirra var togarinn Sindri VE er hann keypti árið 1993 og átti í 10 ár. „Við útgerð togarans varð meiri stöðugleiki í rekstrinum og jafnari tekjur en áður,“ segir Þórður Rafn. Afhenti syninum lyklana Síðasti Dala-Rafninn var smíðaður í Póllandi fyrir Þórð Rafn og kom hann til landsins 2007. Um er að ræða 29 metra togbát. Þórður Rafn sigldi skipinu heim en þegar þeir voru lagstir að bryggju afhenti hann Eyþóri, syni sínum, lyklana og sagði að nú tæki hann við. „Ég var búinn að vera 50 ár til sjós og fannst vera komið nóg,“ segir Þórður Rafn. Árið 2014 hætti Þórður Rafn útgerð og seldi Dala-Rafn til Ísfélags Vestmannaeyja ásamt aflaheimildum. Hann vildi tryggja að kvótinn héldist áfram í Eyjum. Skilyrði var að áhöfnin héldi störfum sínum. Ísfélagið hefur haldið nafni skipsins þannig að sjóskrímslið að norðan er enn við lýði í Vestmannaeyjum! Eldað ofan í rúmlega 200 manns Þórður Rafn segir að enn séu tengslin við Siglufjörð sterk en skyldmenni á staðnum eru þó ekki eins mörg og áður var. Föðurfólk hans átti rætur á Siglunesi, Héðinsfirði, og Ólafsfirði en í móðurætt er hann Þingeyingur langt aftur í ættir. Þórhalla, móðir hans, fæddist á Húsabakka í Aðaldal, dóttir Hjálmars Kristjánssonar og Kristrúnar Snorradóttur. Hjálmar og Kristrún eignuðust 13 börn. Af þeim komust 9 til fullorðinsára. Árið 1925 fluttist fjölskyldan til Siglufjarðar. Nokkur systkini Þórhöllu stofnuðu síðar heimili á Siglufirði og má þar nefna Þórarin vatnsveitustjóra, Jóhannes sjómann, Sigurbjörgu og Ólínu sem voru húsmæður og verkakonur. Afkomendur hjónanna á Húsabakka eru hátt á fimmta hundrað og hafa þau þrisvar haldið ættarmót á Siglufirði. Skipulag ættarmótanna hvíldi á herðum siglfirsku Vestmanneyinganna, þeirra Þórðar Rafns og Snorra Jónssonar, sonar Ólínu. Þórður Rafn nefnir að þeir frændur hafi eldað ofan í rúmlega 200 manns á ættarmótinu á Siglufirði og grillað 45 læri og 200 pylsur og farið létt með það. Kom upp sjóminjasafni Samhliða annasömu starfi sem skipstjóri og útgerðarmaður hefur Þórður Rafn komið á fót myndarlegu sjóminjasafni í Eyjum þar sem finna má gömul tæki sem notuð voru til sjós sem og fjölda skipslíkana. „Ég byrjaði á því að halda til haga ýmsum gömlum munum því mér blöskraði hve miklu var hent. Ég ákvað að varðveita þá og setja síðan á Sjóminjasafn Vestamanneyja þegar það yrði stofnað. Slíkt safn hefur ekki verið sett á stofn enn,“ segir hann. Þórður Rafn hóf söfnun sjóminja í byrjun níunda áratugarins en fyrir rúmum áratug tók hann um 130 fermetra í húsnæði útgerðarinnar og setti þar upp sitt eigið safn sér til gamans og ánægju. Þótt um einkasafn sé að ræða tekur Þórður Rafn á móti gestum sem áhuga hafa á að skoða safnið. Safnið hefur vaxið mikið og þar eru þúsundir muna. Snar þáttur í safninu eru skipslíkön sem Þórður Rafn hefur keypt eða fengið til varðveislu og eru þau eitthvað á þriðja hundrað. Áherslan er lögð á Vestmannaeyjabáta en þar má einnig finna líkan af gömlum báti frá Siglufirði. Um er að ræða Sigurð SI 90 sem smíðaður var 1947 en hann var seldur til Eyja og hét þar Sigurður Gísli VE. Nóg fyrir stafni Þótt Þórður Rafn hafi sagt skilið við útgerðina er hann ekki alveg sestur í helgan stein. Minjasafnið á hug hans, hann er virkur í félagsmálum í Eyjum og tengist atvinnulífinu þar áfram. Hann hefur meðal annars sett peninga í ferðaþjónustu en kemur ekki nálægt daglegum rekstri. Siglfirðingurinn og Eyjamaðurinn Þórður Rafn hefur því nóg fyrir stafni. Í sjóminjasafni Þórðar Rafns er fjöldi skipslíkana. Mynd: Óskar P. Friðriksson

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.