Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - mai 2016, Síða 18
18 Siglfirðingablaðið
Ætt og uppruni?
Ég er sonur Guðnýjar Ástu
Ottesen fyrrverandi útibússtjóra og
Reynis Böðvarssonar jarðskjálfta–
verkfræðings. Ég er alinn upp í
Vesturbæ Reykjavíkur en naut
þeirrar gæfu að fá að vera töluvert
fyrir austan fjall hjá öfum mínum og
ömmum. Ég á fimm yngri systkini,
þrjá bræður og tvær systur.
Nú ert þú vel kvæntur
Ég er kvæntur Herdísi
Guðmundsdóttur viðskiptafræðingi
og master í lýðheilsu- og
kennslufræðum. Við eigum þrjú
börn saman, Guðmund Róbert 15
ára, Viktor Reyni 13 ára og Stefaníu
Dís 10 ára. Herdís fæddist á Siglufirði
og bjó þar í nokkur ár. Við höfum
verið mikið fyrir norðan á sumrin og
á veturna í fríum.
Aðdragandi þess að þú fékkst
starf útibússtjóra?
Ég sá þetta starf auglýst og fannst
það spennandi. Við Herdís höfum
síðustu ár rætt það að krakkarnir
hefðu gott af því að búa úti á landi en
við höfum búið í Garðabæ síðastliðin
13 ár.
Ég flutti í Fjallabyggð í lok
nóvember, rétt fyrir opnun
glæsilegs útibús bankans á Siglufirði.
Viðskiptavinir þar búa alls staðar á
landinu og viljum við áfram bjóða upp
á persónulega þjónustu. Nú vantar
okkur húsnæði til leigu þannig að
fjölskyldan geti flutt norður í sumar.
Hvernig líkar þér veran og
viðmót bæjarbúa?
Bæjarbúar hafa tekið mér
einstaklega vel. Ég er farinn að spila
badminton tvisvar í viku, auk þess
að æfa blak sem ég hef aldrei spilað
áður. Ég hef aðeins nýtt flottasta
skíðasvæði landsins auk þess að fara
í skíðagöngukennslu.
Hver eru að þínu mati brýnustu
verkefni í Fjallabyggð og hvað
ber að varast?
Það er ansi brýnt að nýta þann
meðbyr sem er svo greinilegur núna
á svæðinu. Ég held að sameiginlegt
markmið okkar allra sem hér búa ætti
að vera að auka fjölda ferðamanna
á svæðinu og ættu fyrirtæki í
Fjallabyggð að taka sig saman og
vinna að því. Það er gríðarlega
mikilvægt fyrir svæðið að þjónustan
sem er í boði er sé fagleg og upplifun
ferðamanna af svæðinu jákvæð.
Arion banki í Fjallabyggð var með
opinn fund 6. apríl síðastliðinn
sem bar yfirskriftina ,,Við erum öll
í ferðaþjónustu“ sem var afar vel
sóttur, en á fimmta tug manna mættu
í glæsileg húsakynni Sigló hótel.
Annars vegar var farið yfir skýrslu
bankans um þróun ferðaþjónustunnar
á Íslandi með áherslu á svæðið. Farið
var yfir hvernig dreifingin yfir árið er
og hverjir eru að koma til landsins
Brýnt mál að nýta meðbyrinn
-Spjallað við Oddgeir Reynisson útibússtjóra Arionbanka