Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - maj 2016, Qupperneq 20

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - maj 2016, Qupperneq 20
20 Siglfirðingablaðið Aðdragandi breytinga. Á árunum og jafnvel nokkrum áratugum eftir að trúfrelsi var lögleitt á Íslandi með stjórnarskrárbreytingum 1874, reyndu nokkrir nýir trúarhópar að festa sig í sessi hérlendis þó með litlum árangri væri. Hin íslenska þjóðkirkja var ennþá föst í sessi og rætur hennar lágu djúpt í hinu íslenska bændasamfélagi. Þegar leið að aldamótunum 1900 urðu þó ýmsir samfélagslegir þættir til þess að ofurvald prestastéttarinnar fór ört minnkandi, en það hafði ekki síður verið veraldlegt en andlegt. Það hefur verið bent á að aukin þéttbýlismyndun hafi þar vegið þungt, en tómthúsfólkið á eyrinni var ekki bundið sömu vistaböndum og vinnufólk til sveita. Einnig urðu hinar miklu framfarir í vísindum til þess að breyta hugarfari og hugsunarhætti fólks hérlendis sem erlendis, þær leiddu til aukins trúarefa og ruddu brautina fyrir gagnrýnni hugsun, meira en áður hafði þekkst. Öll upplýsing meðal hinna lægri stétta fór líka hratt vaxandi með almennari menntun en áður hafði þekkst, þó oftar en ekki væri hún heldur fábrotin. Þá má ekki gleyma stóraukinni blaða– og tímaritaútgáfu. Ýmsir trúarhópar knúðu dyra. Mormónar reyndu trúboð hér– lendis um miðja nítjándu öldina en með litlum eða engum árangri. Ekki er vitað til þess að þeir hafi lagt leið sína til Siglufjarðar, enda ekki eftir mörgum sálum að slægjast í þeirri útnárabyggð á þeim tíma. Um aldamótin 1900 voru þeir fáu kaþólikkar sem í landinu voru aðeins erlendir trúboðar. Þeir reistu skóla og sjúkrahús, en einnig glæsilegustu kirkju landsins sem þá hafði verið byggð. Hún var kennd við Landakot og vígð snemma árs 1929. Frá Reykjavík lögðu þeir svo upp í útrás til Stykkishólms, en rötuðu heldur ekki í hinn ört vaxandi síldabæ í norðrinu. Brautryðjendur Hvítasunnu– hreyfingarinnar á Íslandi voru ung hjón, Signe og Erik Aasbö, sem komu til landsins frá Noregi hinn 31. júlí 1920 og hófu þá starf í Reykjavík. Upphaf starfs hvítasunnumanna hérlendis miðast þó við stofnun Betelsafnaðarins í Vestmannaeyjum árið 1921. Hinn 19. ágúst komu þau til Siglufjarðar og dvöldu þar í ellefu daga. Þau stóðu fyrir fjölmörgum samkomum, sumum í Sjómannaheimilinu, öðrum í kirkjunni, en einnig nokkrum útisamkomum. Eiginlegt starf hefst þó ekki á Siglufirði fyrr en Sigurlaug Björnsdóttir kaupir húseignina að Grundargötu 7a árið 1946 og nefnir húsið Zion. Þar stóð hún fyrir samkomum bæði fyrir börn og fullorðna til fjölmargra ára ásamt samstarfsfólki sínu. Fríkirkjan var stofnuð á Reyðarfirði 1884 og var þá byggð kirkja á Eskifirði, í Reykjavík 1899 og í Hafnarfirði 1913. Ekki er mér kunnugt um að sá söfnuður hafi haft uppi neinar þreifingar í landnámi Þormóðs ramma. Herhúsið á Siglufirði var byggt árið 1914 og var mikið um samkomuhald þar á síldarárunum. Í Siglfirðingi 9. maí árið 1924 má sjá tvær smá– auglýsingar sem gefa svolítið dæmi um þá fjölbreyttu starfsemi sem þar fór fram. „Bazar verður haldinn til ágóða fyrir starfsemi Hjálpræðishersins, í samkomusal hans mánud. og þriðjudagskv. kl. 8 l /2- Ýmiskonar handavinna verður til sölu, ásamt öðru, sem hefur verið gefið til Bazarsins“. Og... „Hjálpræðisherinn. Hljómleikar laugardk. kl. 8 /Flauta, fiðla, guitar horn; inngangur 35 au. börn 20 au. Sunnud. Barnasamk. kl. 6, alm. samk. kl. 8 s.d.“ Um 1980 var orðin lítil starfsemi í húsinu og um vorið 1999 komst það í eigu Herhúsfélagsins sem stóð fyrir endurbyggingu þess. Í Herhúsinu er nú rekin gestavinnustofa fyrir innlenda og erlenda myndlistarmenn. Ári eftir að Herkastalinn var byggður eða 1915, var Norska sjómannaheimilið reist við Aðalgötu. Ýmsir mætir Norðmenn lögðu þar gott til, en sennilega hefur þó munað einna mest um aðkomu Ole Tynes. Í því húsi fór fram sjómannatrúboð, en einnig var rekin þar veitinga– og lesstofa. Þar var einnig fyrsta sjúkrahúsið á Siglufirði. Ýmsir fleiri söfnuðir hafa þó eflaust kannað frjósemi jarðvegs trúarinnar hjá hnípinni þjóð í vanda sem var þó sem óðast að vakna til sjálfsvitundar, en látum þetta nægja að sinni. Aðventistar nema land. Kirkja Sjöunda-dags aðventista mun hafa verið stofnuð í Bandaríkjum Norður Ameríku á því herrans ári 1863 og spratt upp úr hreyfingu sem baptistinn Williams Millers fór fyrir. Hann var höfuðsmaður í her Bandaríkjanna og tók m.a. þátt í seinna frelsisstríði þjóðar sinnar sem stóð frá 1812 til 1815. Það var svo árið 1876 sem aðventhreyfingin barst til Norðurlandanna með Dananum John G. Matteson, en þann 9. nóvember árið 1897 sigldi Svíinn David Östlund frá Kaupmannahöfn til Íslands með gufuskipinu Láru í þeim tilgangi að boða aðventboðskapinn. Östlund er sagður hafa búið yfir verulegum sannfæringarkrafti og verið mikill gáfumaður. Til marks um það hélt Aðventistakirkjan á brekkunni Leó R. Ólason

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.