Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - May 2022, Page 6

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - May 2022, Page 6
Siglfirðingablaðið6 Þeir höfðu búið til bollur úr skyrinu, velt þeim upp úr rjómablönduðu hveiti og sett á pönnu. Ég var nokkra stund að koma þeim í skilning um matreiðsluhættina, sem endaði með því að ég hjólaði aftur í mjólkurbúðina keypti skyr og rjóma fyrir mína peninga. Fékk síðan hjá þeim skál og hrærði skyrið eins og mamma gerði, ásamt sykri og mjólk sem þeir áttu nóg af. Þeir fylgdust með mér á meðan, og voru frekar tregir til að bragða á kræsingunum. En það breyttist fljótt. Eftir þetta var ávallt skyr á borðum hjá þeim einu sinni til tvisvar í viku, sem desert. Mér var launað ríkulega fyrir tilvikið. Ég saknaði þessa hóps sem dvaldi þarna í brakkanum. En hópurinn var fluttur til vígstöðvanna og aðrir komu í staðinn. Þar á meðal skapvondur yfirmaður sem harðbannaði komu okkar þangað inn fyrir dyr og sleit á öll sambönd okkar við herinn á svæðinu. Skoða má mynd, sem nefndur braggi er á, á síðunni hér á undan (hús nr.11). Kajakasögur Allir strákar sem voru unglingar á árunum 1940 – 1970 muna eftir og eða tóku þátt í því að smíða sér kajaka. Nokkuð sem vel var stundað af krökkum á aldrinum 10­16 ára. Villimannahverfið í norðurbænum var engin undantekning. Frekar en krakkar í suðurbænum nálægt Leirunum. Kajakarnir voru smíðaðir úr bárujárni. Byrjað var á því að leita á haugum eftir hentugri plötu sem ekki voru of mörg naglagöt á. Síðan var platan flött út með ýmsum aðferðum hömrum sleggjum og fleiru tiltæku. Þá voru fundin á haugunum eða hjá einhverju tréverkstæðanna um 40­50 cm. langir timburbútar oftast 1½ tomma x 6“ sem notað var sem stefni og skutur. Plötuendarnir voru síðan beygðir að spýtunum og negldir lauslega til að byrja með, hellt bráðnu stálbiki á milli og neglt síðan að fullu. Bátslagið var mótað nokkuð jöfnum höndum þar til allir voru ánægðir en tveir til þrír hjálpuðust oftast að við smíðina. Ég var engin undantekning um að hunsa boð og bönn foreldra, nágranna og lögreglu. Sum okkar voru synd önnur ekki en flestir gættu þess að hafa tóman smurolíubrúsa með í för og að fara ekki of fjarri landi svona allflestir að minnsta kosti. Oft hringdu einhverjir fullorðnir á lögregluna þegar kajakarnir voru í notkun og var siglt með stolti á nýjum og gömlum fleytum. Hafðar voru úti varðsveitir sem oftar en ekki gátu komið viðvörunum um lögregluárás til þeirra sem á sjó voru og tími náðist stundum til að sökkva kajökunum á góðum stöðum svo auðvelt væri að nálgast þá síðar, áður en löggan kom. Breskir hermenn í varðstöðu á Lækjargötu. Bragi Magg „bjargar“ kajaka.

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.