Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - May 2022, Page 7

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - May 2022, Page 7
Siglfirðingablaðið 7 Svo kom fyrir að einhverjir komust ekki að landi til að fela kajaka sína og hlýddu niðurlútir kalli lögreglu um að koma í land þar sem farkosturinn var eyðilagður. Og svo einn og einn sem réri bara lengra út í von um að þeir þekktust ekki og að félagar þeirra segðu ekki frá hver hann væri, það gerði ég einu sinni og komst upp með það þar sem löggan beið ekki né elti mig út með ströndinni. Oft kom þó fyrir að löggan náði nokkrum kajökum og var Bragi Magg oft duglegur við að koma krökkunum að óvörum. Myndin hér til hliðar sýnir einmitt Braga Magg vera að krækja í einn kajakanna sem sökkt hafði verið. Bragi hafði séð þá aðgerð úr fjarlægð. Hann náði upp kajaknum og tortímdi honum með aðstoð félaga síns. Þegar ég var krakki 14­15 ára tókum við nokkrir krakkar okkur til, Pétur, Hreinn, Hjalti, Einar, Gói ofl. og fórum inn í stóran opinn og niðurníddan skúr sem gengið hafði undir nafninu Lúðuskúr eða Lúuskúr. Inn var farið í ákveðnum tilgangi. Nafngiftina á húsinu þekki ég ekki en þarna hafði verið einhver verbúð sem hafði verið yfirgefin í nokkur ár. Þangað höfðum við krakkarnir í Villimannahverfinu oft leitað til leikja sérstaklega þegar veður var slæmt. Síðar hýsti þessi skúr eða hús Smurstöð BP (BP nú nefnt Olís) og enn síðar var þarna Bifreiðaverkstæði Birgis Björnssonar. Þarna var einnig pláss uppi undir risi en þar höfðu nokkur gólfborð verið tekin burtu á svæði. Þetta voru 3/4” nótuð gólfborð. Okkur kom saman um að svona efni væri upplagt til að smíða bát úr. Við rifum upp gólfið á parti og hófum smíði á bát á neðri hæðinni. Úr varð um 5 metra langur flatbotna bátur um 70­80 sentímetra þar sem hann var breiðastur en mjókkaði til beggja enda með stefni og skut. Sama var í hvora áttina var róið þar sem hann var nánast eins í báða enda. Þetta bárum við á milli okkar með erfiðismunum yfir Flóðgarðinn norðan við húsið og sjósettum. Þetta var hörkufleyta fannst okkur, bátur sem bar okkur 4­5 án þess að yrði til vandræða, vel stöðugur þegar setið var niðri og róið á báða kanta. Og það sem gladdi okkur ekki síður var að hann lak ekki dropa. Við höfðum notað tjöru við öll samskeyti. Á þessari fleytu lékum við okkur í nokkra daga. Við rérum út með ströndinni og inn með bryggjum. Bátinn geymdum við uppi á flotbryggju, eða fleka, sem venjulega var notuð á milli síldarskipanna og bryggju á sumrin við löndun báta hjá S.R.Paul bryggju. Einn daginn höfðum við fjórir úr hópnum ákveðið að fara yfir fjörðinn í Selvíkina við vitann. Við tókum með okkur mesti um morguninn. Mikil tilhlökkun var á meðal okkar. Ákveðið hafði verið að fara þvert yfir fjörðinn og róa síðan með austurströndinni til norðurs og fara svo þar á eftir inn á Selvíkina og þaðan upp að vitanum og svo upp að Kálfsvatni. Við fórum þó aldrei nær en að Pólstjörnubryggjunni að þessu sinni. Þaðan sem við heyrðum mannamál úr fjarlægð og mikinn hávaða frá höggum. Uppi á flotbryggjunni við S.R.P. voru tveir lögregluþjónar með stórar axir og voru komnir langleiðina með að höggva bátinn okkar í spón. Við fylgdumst með úr fjarlægð og létum ekki á okkur bera. Eftir að lögregluþjónarnir höfðu tortímt bátnum okkar hentu þeir brakinu í sjóinn og yfirgáfu staðinn kófsveittir. Annan lögregluþjóninn þekktum við, hann hét Friðrik Sveinsson, hinn þekktum við ekki. Aldrei höfðum við kjark til að leita upplýsinga um tilurð atviksins, vitandi það að efnið í bátinn hafði verið tekið ófrjálsri hendi, „eða af mjög gráu svæði.“ Villimannahverfið Sveinn Björnsson (1932­) sjó­ maður er fæddur og uppalinn í hverfinu sem markast af Þormóðsgötu og Hvann eyrar­ braut og endar við Hvann­ eyrarána við Sundlaugina. Villi mannanafnið festist við krakkana sem þarna bjuggu; flest frá fátækum heimilum. Stór tjörn var norðan við mjölhúsið og þangað byrjaði bærinn að keyra ösku frá hús­ unum í stækkandi bæ. Áður hafði allt verið látið gossa fram af svokallaðri skíta­ bryggju sem var rétt neðan við tanka BP við Öldubrjótinn. Þetta þótti ekki til fyrirmyndar og var brugðið á það ráð að fylla upp í tjörnina. Öskunni fylgdu flöskur frá ÁTVR og lyfjaglös. Lyfjaglösin seldum við Schiöth og brennivínsflöskurnar fóru í ÁTVR. Við stofnuðum samvinnufélag um þetta. Stálum vítisóda frá Pólstjörnunni og línubölum og skrúbbuðum og þvoðum glerin. Steingrímur mundar boga sinn. Sveinn Björnsson.

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.