Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - May 2022, Page 8

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - May 2022, Page 8
Siglfirðingablaðið8 Þetta fréttist fljótt og bæjar­ og Reitguttar fóru að sækja að okkur og okkar svæði. Við brugðum á það ráð að ganga með grjót í vösunum og svara fyrir okkur án þess að hika; vorum að verja okkar gullnámu sem gaf okkur pening í bíó. Út af þessu vorum við kallaðir villimenn. Steingrímur Kristins bjó við Mjóstræti, var eldri en við og var okkar verndari sérstaklega í Bíóinu þar sem pabbi hans var sýningarstjóri, þegar átti að jafna um okkur af Eyrarguttum og strákum úr Reitnum sem oft blæddi úr eftir grjótkast frá okkur. Lífið í Villimannahverfinu, Sigló 1955-1962 (flutti þá á Hlíðarveg) Jóhann Ág. Sig. Ég held að líf mitt á æskuárunum hafi eðlilega mótast mest af vinahópnum, fyrir utan fjölskyldulífið. Pabbi var framkvæmdastjóri SR og togaraútgerðar Elliða og Hafliða. Mamma rak kvenfataverslun á Túngötu 1. Bæði upptekin við sitt. Mikið var um veislur heima þegar togararnir voru í landi, þá voru skipstjórarnir Gísli og Alfreð og konur þeirra vinafólk og tíðir gestir. Auk þess oft OddurThor og Guðrún, Erla og Ingimundur bæjarfógeti, Sigurður loftskeytamaður o.fl o.fl. Við bjuggum þá á Túngötu 43. Að mínu mati réði veislulíf foreldra minna innréttingu íbúðarinnar. Þar var ein borðstofa og tvær stofur. Ekki var hirt um að breyta annarri stofunni í svefnherbergi þrátt fyrir plássleysi ­ að mínu mati. Ég var því látinn sofa á ganginum í mörg ár. Svaf í einföldum svefnstól, sem tekinn var saman á hverjum morgni og breytt í stól. Ég þurfti því að búa um mig kvölds og morgna. Valtýr hafði hins vegar sér herbergi. Held að afleiðingarnar blundi enn í mér. Í seinni tíð hef ég alltaf haft þörf fyrir að hafa mitt eigið ”space”. Vöðvadýrkun og íþróttir Það fór alltaf mikið fyrir Valtý á þessum árum, ég var rólegri, vandist því, eða var kennt, að hafa mig hægan og líta bara upp til hans. Valtýr hafði snemma áhuga á að verða sterkur, orðið vaxtarrækt var held ég ekki til á þessum tímum. Þegar ég fór í bað sem smá gutti (kannski 6 ára), man ég vel að hann hellti gjarnan yfir mig köldu vatni og sagði að ég gæti ekki orðið Tarzan nema að þola þetta. Lét mig hafa það, neyddur til þess án þess að vola. Valtýr keypti sér líka Atlas vaxtarræktarbókina og gorma. Við þjálfuðum skv. því. Við búum enn að þessum æfingum úr bernsku. Á síldarárunum var síld hífð úr bátunum og hellt í vagna á „járnbrautar“teinum, sem síðan var ekið til stúlknanna sem hausuðu og söltuðu. Hjól á öxlum undan þessum vögnum voru tilvalin sem lyftingajárn. Þeim var því safnað saman í mismunandi þyngdum bakvið heimili Gylfa og Lýðs, austan við Túngötu 36. Við æfðum því lyftingar á þessum árum, Að jafnhenda með annarri hendi var list sem krafðist æfinga, leikni og krafts. Það fór lítið fyrir fótboltaáhuga í mínum hóp. Hins vegar einkenndist lífið af frjálsum íþróttum, þó með óbeinum hætti. Við vorum mikið að vega okkur á köðlum, bæði úr síldartórunum á Löngutöng og svo á lýsistönkunum ofan (vestan) við Mjölhúsið. Einnig kom þrístökks, langstökks og jafnfætisstökks æði í hópinn eftir að Viljhálmur Einarsson náði sínum góða árangri árið 1956. Ég var þá 8 ára. „Viltu koma út“ Lífið einkenndist annars af árstíðunum. Á sumrin gengum við á milli húsa í hverfinu, bönkuðum hjá félögum okkar og spurðum „Viltu koma út”. Það var aldrei spurning um að leika sér inni, afar sjaldan alla vega. Þannig var safnað liði. Helstu félagar mínir voru, Gylfi, Lýður, Ævar, Friðbjörn, Humbi og Addi villó. Því næst var fundið út hvað gera skyldi og hver ætti að vera foringinn. Steingrímur Kristinsson og vinur hans og frændi Kiddi G. á strönduðum borgaísjaka í Hvanneyrarkróki. Ekki er vitað hver vinurinn í gatinu er. Hjalti bróðir Svenna með æfingar á slá.

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.