Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - maj 2022, Side 11

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - maj 2022, Side 11
Siglfirðingablaðið 11 Kajakasmíðin Smíði kajaka var sérstakur kapituli út af fyrir sig. Ég hef skýrt frá því nánar í Siglfirðingi fyrir nokkrum árum og lýsi því ekki nánar hér. Fiðringurinn - það mátti reyna! Á 12 ára aldri var fyrrnefndur fiðringur orðinn meira áber­ andi, en skilaði sér m.a. í athafnaseminni. Í barnaskólanum kenndi Jóhannes handavinnu. Við Ævar ákváðum að byggja einingahús. Kofa byggðan úr 4 flekum með skúrþaki sem hægt væri að krækja fast ofaná. Þetta var flott hús. Því var stillt upp í skólanum við handavinnusýningu nemenda við útskrift okkar í 12 ára bekknum. Við fengum 10 í einkunn báðir tveir. Hitt vissu fæstir að við ætluðum alltaf að nota kofann til þess að dufla til okkar stelpur í von um að geta gert hitt. Kofinn, eða húsið öllu heldur, var settur upp í Villimannahverfinu á túninu sunnan Túngötu 43. Engar komu þó stelpurnar. Síðar fórum við með húsið ofar í fjallshlíðina, en það fauk svo út í veður og vind. Reykingar og íkveikjur Auðvitað fórum við allir að fikta við reykingar. Skárra væri það nú, elíta Villimanna og stolt að okkur fannst. Mér tókst illa til með að venja mig við reykingar og fékk því oftast það hlutverk að standa á verði, þegar við vorum að laumast til að reykja inni í einhverjum skúrum. Eitt sinn höfðum við Gylfi náð að safna saman nokkrum sígarettustubbum af götunni og hugðumst reykja. Við skriðum þá inn í «boddý» sem kallað var, nú geymt á túninu sunnan og ofan við enda Eyrargötu í eigu Páls Gíslasonar saltfiskverkanda. Þessi boddý voru smá hús, með trébekkjum,sem sett voru á vörubílspalla til þess að keyra síldarvinnufólk og aðra heim í hádegismat. Boddýið var svo tekið af bílnum utan háannatíma. Það hafði verið neglt fyrir glugga og dyr læstar, en einhvern veginn komumst við Gylfi inn. Boddýið var úr timbri með segldúk yfir. Okkur Gylfa reyndist erfitt að kveikja í stubbunum. Guttarnir: F.v Addi villó, bróðir Jóa villó og Tóta Sveins, Jóhann Ágúst ofar, Lýður Ægis neðar, Ævar Friðriksson og Friðbjörn Björnsson. Ekki ljóst hvaða stelpur eru þarna hægra megin, en sú sem stendur nær gæti verið Elsa Guðbrands, eða Didda (Sigrún) Friðriks Þessi tvö indiánatjöld, eða skúrar öllu heldur, voru reist úr hjallarám, sem við að sjálfsögðu stálum af hjöllunum norðan við mjölhúsið. Þetta voru 2ja hæða tjöld, klædd með uppsláttartimbri og strigaklædd.Tjöldin voru á lóðinni bakvið hús Ægis og Þóru Ingimundar á Túngötu 36, foreldra Gylfa, Lýðs og þeirra bræðra. Það var rifið eftir bruna. Í bakgrunninum vinstra megin má greina tvö steinhús, Túngötu 38 og nyrsta húsið á Túngötunni austan megin. Á milli þessara tveggja húsa var trésmiðja en er nú súkkulaði­ kaffihús Fríðu, Túngata 40a. Skúrinn til vinstri var amk að hluta geymsla Ægis og fjölsk. Þar geymdi hann forláta mótorhjól sem hann var að gera upp. Skúrinn bakvið tjöldin var um tíma notaður sem hænsnahús. Jarðvegurinn í þessum bakgörðum var oft blautur og mýrar­ legur, enda gekk sjór oft á tíðum yfir flóðgarðinn og inn á þetta svæði þar sem nú er m.a. bifreiðaverkstæði. Ævar Friðriks, Jóhann Sigurðsson, Humbi og Palli Birgis. Við Jóhann höfum ekki enn látið af læknisleikjum, segir Gylfi Ægis um þessa mynd sem birtist í „Sjúddírarírei“. ?

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.