Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - maj 2022, Qupperneq 12
Siglfirðingablaðið12
Niður úr miðju strigaþaki boddýsins lafði hins vegar smá
strigaspotti. Við tókum það ráð að kveikja fyrst í þessum
spotta til að reyna síðan að sjúga eld sígarettustubbana.
Það skipti engum togum að áður en glóð komst í stubbana
logaði allt þakið yfir okkur. Við komumst út við illan leik
og hlupum burt. Í fjarska heyrðum við svo í slökkviliðinu
koma vælandi á vettvang. Málið upplýstist ekki formlega,
en löngu seinna sagði ég Palla frá sökudólgunum.
Öðru sinni að vorlagi og í blíðskaparveðri vorum við
nokkrir krakkar í hlíðinni neðan Hvanneyrarskálar. Sáum
við þá mikinn reyk á eyrinni á lóð SR. Það var kviknað í
Netastöðinni (síðar soðkjarnaverksmiðju SR). Í þessu húsi
voru geymdar snurpunætur síldveiðiskipa, oft vel baðaðar
í tjöru. Varð af þessu mikið bál. Ekki tókst að upplýsa
um orsök brunans. Áratugum síðar, á árgangsfagnaði
fermingarsystkina, upplýsti einn æskufélaga minna úr
Villimannahverfinu að þarna hefði hann og fleiri verið að
reykja og misst stubb í eina síldarnótina.
Ingi Vigfússon sonur Lóu konu Júlla Þórarins, sem bjuggu
á Hvanneyrarbraut 32A flutti í hverfið ungur og fljótlega
spurðist út að hann kynni nokkuð fyrir sér á skíðum.
Fljótlega var Ingi fenginn til að þjálfa stráka Ægis og Þóru
á skíðum. Gylfi segir þó frá því í ævisögu sinni Sjúddírarírei
“að pabbi gaf okkur bræðrunum Hickoryskíði.
Ég var hinsvegar aldrei neitt fyrir að skíða svo ég fór með
skíðin á verkstæðiúti í bæ og lét sagaþau eftir endilöngu og
bjó til boga úr þeim. Pbbi varð rauður af reiði.
Frá vinstri:
Frímann, Steini, Gylfi,
Lýður og Jón.
Netastöð SR á Siglufirði brennur 29. september 1957.
Frá vinstri: Egill Stefánsson, Páll Jónsson, Jóhann Guðna son,
Tómas Sigurðsson og Eldjárn Magnússon.