Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - maj 2022, Side 13
Siglfirðingablaðið 13
Þar með upplýstist það mál alla vega okkar á milli og hér
með opinberlega.
Svo kannski og eftir á að hyggja vorum við villimenn
með rentu!
Snjóhúsin
Vetrarmánuðir voru dvalarlíf Siglfirðinga. Athafnasemi
okkar krakkanna fékk þó útrás á ýmsa vegu. Bygging
snjóhúsa var í hávegum höfð. Um var að ræða 3 gerðir
snjóhúsa. Einfaldast var að grafa í skafl, en þeir voru oft
feiknastórir á þessum tímum. Önnur aðferð var að byggja
snjóhús með skúrþaki. Veggir úr snjó, en þak úr röftum
(stolnum rám úr fiskhjallinum norðan við Mjölhúsið)
og blikkplötur ofaná (örugglega stolið einhvers staðar).
Þetta þóttu þó frekar auvirðileg snjóhús. Þriðja aðferðin
og sú vinsælasta var að byggja alvöru eskimóahús –
igloo. Stundum heilu þorpin á túninu hjá Ævari. Við
vorum miklir listamenn í þessari gerð snjóhúsa. Hellt var
yfir þau vatni á kvöldin, til þess að ná glærri klakahellu
og gera þau sterkari. Það varð að passa það sérstaklega
vel að loka húsunum á kvöldin, annars fylltust þau af
kattarhlandslykt. Í seinni tíð höfum við byggt slík hús á
túninu við Suðurgötu 80 þegar viðrar og hentar. Það er
hins vegar orðið afar sjaldgæft að snjóalög í byggð hér á
landi henti til slíks.
Fátæktin
Núna sextíu árum síðar, er óhætt að segja að lífið í
Villimannahverfinu hafi endurspeglað samfélagið í
heild sinni á þessum tíma. Í þessu litla hverfi mátti
greina stéttaskiptingu, áfengisvandamál, heimilisofbeldi,
vanrækslu, kynferðislega misnotkun og margt fleira. Fátækt
er mér samt efst í huga. Að öðru leyti einkenndist lífið
af mikilli lífsbaráttu og vinnu. Einnig hafði Siglufjörður
þá sérstöðu að fólk kom þangað á sumrin til að græða
peninga, m.a. til að geta kostað menntun sína veturinn
þar á eftir. Menntun og metnaður var því ofarlega í hugum
margra. Ég hef nánar lýst fátæktinni í minningargrein um
Lýð Ægissson og læt þá lýsingu flakka hér:
„Foreldrar Lýðs voru ekki alltof efnuð og synirnir urðu
sjö talsins. Heimilisaðstæðum Lýðs eru gerð ítarlegri skil
af Gylfa Ægissyni, bróður hans í bókinni „Sjúddirarí rei“.
Lýður var fæddur holgóma með skarð í vör. Slík fötlun
krafðist endurtekinna skurðaðgerða í Reykjavík. Foreldrar
Lýðs höfðu ekki ráð á slíkum ferðum með drenginn til
Reykjavíkur. Það varð að ráði að foreldrar mínir, Gyða og
Sigurður, tóku að sér fjármögnun og aðstoð við að fara
með Lýð í læknisaðgerðirnar í Reykjavík. Þá var Lýður
orðinn nokkurra ára gamall. Foreldrar mínir, ég og Valtýr
bróðir, urðum á þann hátt nokkurs konar fósturfjölskylda
Lýðs. Í seinni tíð rifjaði Lýður oft upp þennan tíma – með
þeirri kímni sem einkenndi hann.
Lýður sagði svo frá:
Í einni ferðinni til Reykjavíkur hitti ég vinkonu Gyðu. Hún
kenndi augljóslega í brjósti um mig og reyndi að benda mér
á björtu hliðarnar. “En hvað þú ert í fínum stígvélum Lýður
minn” sagði konan. “Hann Jóhann á þau” svaraði Lýður. “Og
fín úlpa sem þú ert í” sagði þá konan traustvekjandi. “Já,
hann Valtýr á hana” svaraði Lýður. – Og svo hló Lýður að
þessari sögu sinni. Við líka. Það var alltaf glatt á hjalla þegar
við hittumst, en jafnframt sameiginlegur skilningur á því
hvaða alvara og hvílík örlög lágu að baki.
Samantekin brot úr minningum
Rvk 21. okt. 2021
Jóhann Ág. Sig
Synir Jóns Sigurðssonar frá Eyri og Ingibjargar Sveinbjörns
dóttur: Sveinbjörn Jónsson (Humbi) (1948 ), Sævar Jónsson
(1953) Skúli Jónsson (1951)og Sigurður Jónsson (1946 ).
Ægir Jóns lét Frímann hafa peninga fyrir klippingu og gerði
þann reginfeil að segja að við mættum eiga afganginn.
Frímann spurði Jónas rakara hvað væri ódýrast, krúnu
rakstur! Hann keypti karamellur fyrir afganginn!
Fv. Frímann, Steini, Gylfi og Lýður.