Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - May 2022, Page 14
Siglfirðingablaðið14
Úr lögregluskýrsla í 5. maí 1965:
„Tilkynnt um nokkra drengi á kajökum norðan við Öldubrjót sem færu á milli jaka sem þar væri
landfastir. Drengjunum var stuggað í land. Tvær fleytur voru gerðar upptækar.
Tveimur sökktu drengirnir sjálfir.
Efni í kajakana höfðu þeir fengið eftir brunann á Gránugötu 2 og einnig úr Gránu.“
Júlíus Jónsson (útábakkagutti) var mættur á staðinn
og myndaði í gríð og erg. Bragi Magnússon,
lögregluþjónn sýndi mikil tilþrif við upptöku
kajaka þessara ósvífnu ungu villimanna.
Ef rýnt er í myndirnar má sjá Tryggva Björns (Höllu)
halda á öxi, sem eldri villimaður man eftir að var
í eigu Braga og gat þess að lögga þessi virtist hafa
sérstaka ánægju af að höggva gat á fleyturnar.
Meðal áhorfenda má þekkja Sigga Friðriks í gervi
saklauss stráks sem bara átti leið hjá! Palla Páls,
Steingrím Kristinsson, Hinna Andrésar, Guðmund
Blöndal og Martein Kristjánsson.