Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - maj 2022, Side 16

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - maj 2022, Side 16
Siglfirðingablaðið16 Valtýr Sigurðsson: Lífið snerist um sjóinn Túngata 43. Fyrstu bernskuminningarnar. Útjaðar Villi­ mannahverfisins í norðri. Mamma Gyða fæddist á Þrasastöðum þar sem afi Jóhann bjó til 1935. Þorvaldur bróðir hans bjó svo á Deplum. Þeir bræður fluttu eins og fleiri úr Stíflunni til Siglufjarðar og bjuggu báðir á Túngötunni en afi Jóhann flutti síðan á Eyrargötuna. Bræður afa Jóhanns, Bergur tollvörður og Eiríkur bæjar­ verkstjóri bjuggu einnig á Siglufirði. Ástrún móðursystir og Björn Friðbjörns bjuggu einnig um tíma á Túngötu 43 en fluttu síðan í næsta hús á Hvanneyrarbrautinni. Þá flutti Margrét móðursystir og maður hennar Jón Arndal til Siglufjarðar. Þetta mótaði mikið æskuna að hafa þennan ættgarð umhverfis okkur. Villimannahverfið Staðarmörk. Af hverju þetta nafn. Jú það voru uppvöðslu­ samir einstaklingar í hverfinu og sumir nokkuð illskeyttir sem mörgum strákum stóð ógn af. Í raun var þetta venjulegt hverfi. Við lékum okkur í fallinni spýtu á Mjóstrætinu þar sem Baddý bjó. Það var hlaupið í skarðið á bæjarfógetatúninu en mest snerist lífið í kringum sjóinn. Kajakasmíði, fylgjast með síldarbátunum sigla út og inn, ýmist drekkhlaðnir eða tómir að flýja brælu. Erling Jóns í Lambanesi var um tíma mikill vinur og saman smíð­ uðum við grindarbát sem klæddur var segli og róið var með tveimur árum. Auðvitað hjálpaði pabbi Erlings, Jón frá Lambanesi sem var mikill völundur. Báturinn var það léttur að við gátum borið hann niður í kjallara í Túngötunni milli ferða. Fermingarárið eignaðist ég og Gunnar Friðriksson heitinn litla trillu. Vorum með kolanet og dorguðum innanfjarðar. Réri á trillu með Gísla Jóns pabba Palla Gísla en gafst upp á miðri vertíð enda alltaf sjóveikur. Ég fór 16 ára á síldarbát, Frigg frá Vest manna eyjum. Við vorum með nótabát og drógum nótina með höndunum en þá voru flestir komnir með blökk. Um tvítugt réð um við félagarnir, ég og Gísli Kjartansson okkur á Haf örninn og fórum til Þýskalands til að ná í skipið. Það var mjög skemmtilegt sumar og mikil lífsreynsla. Ég var lengi viðloðandi Haförninn bæði að taka túra og eins að vinna í tönkunum við lempun á síld sem var mikil óþrifavinna. Sjórinn heillaði mig alltaf þótt sjóveikur væri en síðar keyptum við nokkrir félagar seglskútuna Uglu í Svíþjóð sem nú er komin til Akureyrar. Uglu var siglt um Danmörku og Noreg nokkur sumur en síðan til Íslands. Það er enn minnisstætt þegar ég svo kom frá Vest fjörðum á Uglu til Siglufjarðar, að snemma morguns í brakandi blíðu og sól var rennt inn fjörðinn. Síðar fórum við með Uglu í Miðjarðarhafið og gerðum út frá Majorka. Síðar eignaðist ég hlut í mun stærri skútu 50 feta EVA IV sem við gerðum út frá Slóveníu og Króatíu. Þá var enn eitt ævintýrið að sigla um eyjarnar á Adríahafinu. Eftir hrun var skútan seld. Lengi átti ég kajak og á enn. Háholti 7, 270 Mosfellsbæ Siglfirðingar ávallt velkomnir. S: 566 8822 Albert S. Rútsson Endurskoðun | Skattur | Ráðgjöf Ernst & Young ehf. Borgartúni 30, 105 Reykjavík ey.is

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.