Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - mai 2022, Síða 26
Siglfirðingablaðið26
Ásdís Jóna Sigurjónsdóttir er fædd á sjúkrahúsinu á Siglufirði
26.8.1984. Foreldrar mínir eru Guðrún Kjartansdóttir og
Sigurjón Jens Erlendsson, ég á tvo eldri bræður Guðmund
Einar og Kjartan, ég er því örverpið í fjölskyldunni.
Ég æfði gott sem allt sem hægt var að æfa á Sigló með
misgóðum árangri þó. Heppin að hafa pabba sem þjálfara í
fótboltanum, þó okkur hafi ekki alltaf samið í hita leiksins.
Vann ýmis störf, Elín og Kobbi tóku við mér þegar það
var verkfall í skólanum og var sá tími mjög skemmtilegur.
Ég vann líka hjá Bás nokkur sumur. Sá tími er mér mjög
dýrmætur, enda fékk ég að vinna ýmiskonar störf, hvort
sem það var að draga í steypu á bryggjunni eða græða upp
Stóra Bola.
Ég kláraði mína grunnskólagöngu á Sigló og fór síðan í
FNV í nokkrar annir, kláraði síðan framhaldsskólann
í Ármúla í Reykjavík. Eftir útskrift fór ég til Austurríkis
í nokkra mánuði áður en ég byrjaði í Háskóla Íslands í
stjórnmálafræði. Eftir stjórnmálafræðina fór ég síðan í
meistaranám í opinberri stjórnsýslu og skilaði ritgerðinni
minni loksins inn 2019. Í dag starfa ég hjá BL bílaumboði.
Í höfuðið á hverjum heitir þú?
Ég heiti í höfuðið á tveimur æðislegum konum Ásdísi
Kjartansdóttur systur mömmu (Nöfnu) og Jónu Þuríði
Guðmundsdóttur systur afa.
Maki?
Atli Björn E. Levy.
Bifreið?
Land Rover Discovery 4
Fyrsti bíllinn?
Fór ekki að skilja bíl fyrr en ég fór að vinna hjá BL, þannig
að það er engin leið fyrir mig að muna það.
Fallegasta land sem þú hefur ferðast til?
Sviss og þá sérstaklega svæðið í kringum Genfarvatn.
Algjör paradís.
Mesta gleði í lífinu?
Stelpurnar mínar.
Mestu vonbrigðin?
Öll þau skipti sem ég datt í brautinni á skíðum.
Besta bók?
Skuggar vindsins.
Besta plata?
Eina sem mér dettur í hug er Shore með Fleet Foxes.
Hvað myndir þú gera ef þú yrðir ósýnileg einn dag?
Fara upp á heiði og skjóta í matinn.
Fara í kastalann og ná í allt gullið.
Laumast inn á löggustöð og taka hattinn
af öllum löggunum.
Svipmynd:
Ásdís Jóna Sigurjónsdóttir