Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - maj 2022, Side 27
Siglfirðingablaðið 27
Áhugamál?
Þau eru nokkur, en það er kannski aðallega útivera, hlaup
og labb. Finnst samt fátt skemmtilegra en að fara á skíði
og gleyma mér. Hlakka til þegar stelpurnar mínar verða
orðnar sjálfbjarga í brekkunni, þannig að ég geti skilið þær
eftir og farið mína leið.
Helsti veikleiki og helsti kostur?
Er með mjög sterka réttlætiskennd sem getur verið erfitt að
eiga við. Myndi ekki vilja vera án hennar.
Uppáhaldsmatur?
Lambalærissneiðar í raspi hjá mömmu.
Uppáhaldsdrykkur?
Mexikó lime kristall.
Uppáhaldsfréttamiðill?
Það er meira af vana en einhverju öðru sem ég fer inn á
fréttamiðla. Finnst þetta allt vera eins og því enginn einn
uppáhalds.
Versti matur?
Hákarl – þó ég hafi borðað hann eins og smarties
þegar ég var lítil
Uppáhalds tónlist?
Má segja að ég sé alæta, en er á sama tíma gömul sál þegar
kemur að tónlist og finnst því ekkert slæmt að setja gamla
plötu með Ellý Vilhjálms á fóninn.
Uppáhaldsíþróttamaður?
Sterkir karakterar sem þora að taka afstöðu. Í gamla daga
þá fannst mér Roy Keane vera maðurinn. En núna væri
það eflaust Simon Biles, Sara Björk og Naomi Osaka.
Besta kvikmynd?
The Blind side
Besti leikari og besta leikkona?
Á ekki svoleiðis.
Verst í fari annarra?
Öfundsýki og hroki.
Best í fari annarra?
Samkennd og að viðkomandi komi hreint fram.
Uppáhaldsfélag í íþróttum?
Skytturnar frá Siglufirði.
Fallegasti maður fyrir utan maka?
David Beckham.
Uppáhaldssjónvarpsefni?
The Queen’s Gambit.
Af Aðalfundinum. Rakel frænka með dætur Ásdísar, Valdísi
Unni og Heiðdísi Birnu.
Alli Rúts:
Siglfirski braskarinn,
skemmtikrafturinn
og prakkarinn nú á storytel
Saga Alla Rúts er óvenjuleg • Lesblindur drengur flosnar upp úr námi á Siglufirði
og verður mesti braskari landsins, rekur stærstu bílasöluna, flytur út hesta í
tugatali og kemur sér bæði í og úr vandræðum • Sprúttsali festir tappana ekki vel.
• Þekktur danskennari hrekktur • Jeppi er pikkfastur í Meyjarhafti • Tunnu-
verksmiðjan brennur • Rangur brandari er sagður á réttum stað.
Hér er skyggnst inn í heim sem fáir þekkja til – heim Alla Rúts, sem fékk
ódrepandi sjálfstraust og dugnað í vöggugjöf og lætur ekkert buga sig.
Hér í frábærum lestri Hinriks Ólafssonar. Höfundur: Helgi Sigurðsson