Fréttablaðið - 14.06.2022, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 14.06.2022, Blaðsíða 6
Samkvæmt nýrri rannsókn eru endursýkingar lifrarbólgu C fleiri en búist var við en mikill árangur hefur náðst í meðferð sjúkdómsins. Ungt fólk í ótryggu húsnæði er í hættu á endursýkingu. kristinnhaukur@frettabladid.is HEILBRIGÐISMÁL Ungt fólk sem notar fíkniefni í æð og hefur ótrygga búsetu er í mestri hættu á að endur- sýkjast (sýkjast aftur eftir lækningu) af hinum hættulega smitsjúkdómi lifrarbólgu C. Gríðarlegur árangur hefur náðst í baráttunni við sjúk- dóminn hérlendis á undanförnum árum en endursýkingar eru f leiri en búist var við. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem birt var í vísindaritinu Clinical Infectious Diseases. „Lifrarbólga C veitir ekki vernd- andi ónæmi. Þú getur sýkst aftur og aftur,“ segir Jón Magnús Jóhannes- son, læknir og rannsakandi hjá TraP Hep C-teymi Landspítalans. „Þeim mun yngri sem þú ert, því líklegra er að endursýking geti átt sér stað, sem er líklegast af margþættum ástæðum.“ Þá er mjög líklegt að óstöðug búseta sé sjálfstæður áhættuþáttur fyrir endursýkingu; það er að vera heimilislaus eða búa í óstöðugum húsakosti, til dæmis gistiskýli. Árið 2016 hófst mikið átak í baráttunni við lifrarbólgu C, sem er alvarlegur tilkynningarskyldur smitsjúkdómur vegna lifrarbólgu C-veirunnar. Veiran dreifist fyrst og fremst með óhreinum sprautu- búnaði þegar einstaklingar nota fíkniefni í æð. Veiran veldur vana- lega langvinnum sýkingum sem geta endað með lifrarkrabbameini, skorpulifur og lifrarbilun. Aðdrag- andi átaksins var nýleg tilkoma lyfja sem lækna sjúkdóminn í allt að 95 prósentum tilfella en áskorunin var að tryggja aðgengi allra að meðferð- inni, þar með talið einstaklinga sem eru í virkri notkun fíkniefna í æð. „Ef fólk er nálgast af virðingu og boðin meðferðin að kostnaðar- lausu er þessu verkefni tekið mjög vel. Þetta er hópur sem er líklegri en aðrir að eigi í fjárhagsvanda og margþættum öðrum félagslegum erfiðleikum,“ segir Jón Magnús, sem var áður sjálf boðaliði í Frú Ragnheiði en hefur nú snúið sér meira að rannsóknahliðinni. Með- ferðin tekur nokkrar vikur, lyfið er gefið munnlega og veiran mæld með blóðprufum. Ekki var skylda að taka þátt í rannsókninni samfara með- ferð. Alþjóðaheilbrigðismálastofn- unin hefur sett sér það markmið að útrýma lifrarbólgu C sem lýð- heilsuvá á heimsvísu en Ísland er eitt þeirra landa þar sem mikill árangur hefur náðst – önnur lönd þar eru til dæmis Egyptaland, Kan- ada, Spánn og Ástralía. Jón Magnús segir yfirsýn heilbrigðiskerfisins hér yfir sjúkdóminn góða og meðferðar- heldni sjúklingahópsins sömuleiðis. Hér er lítið samfélag og miðlægt heilbrigðiskerfi sem geri það að raunsærra markmiði að meðhöndla alla. Nýgengi lifrarbólgu C hefur minnkað mikið frá árinu 2016 og þar á undan. Engu að síður sýnir rannsóknin að endursýkingar eru f leiri en búist var við. „Þetta sýnir að við megum ekki halda að sigur- inn sé unninn og slá slöku við. Við þurfum að tryggja að fólk með lifr- arbólgu C fái áfram greitt aðgengi að allri nauðsynlegri heilbrigðis- þjónustu og sérstakt eftirlit,“ segir Jón Magnús. Um stórt lýðheilsumál sé að ræða. Aðspurður um hvort hægt sé að útrýma lifrarbólgu C alfarið segir Jón Magnús að það sé fræðilega mögulegt. Lyfin séu það góð og sjúk- dómurinn smitist ekki til dýra ann- arra en manna. Hvort það er raun- hæfur möguleiki á komandi árum eða áratugum er annað mál, og endursýkingarnar valda því að erfitt er að takast á við sjúkdóminn. n Lifrarbólga C veitir ekki verndandi ónæmi. Þú getur sýkst aftur og aftur. Jón Magnús Jóhannesson, læknir og rann- sakandi Ungt fólk í mestri hættu á endursýkingu lifrarbólgu C Hjá Frú Ragnheiði fær fólk sem notar fíkniefni í æð heilbrigðisþjónustu. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR birnadrofn@frettabladid.is COVID-19 Farþegar þurfa ekki leng- ur að sýna neikvætt Covid-19 próf eða staðfestingu á fyrri sýkingu þegar ferðast er til Bandaríkjanna. Breytingarnar tóku gildi 12. júní síðastliðinn. Engar sóttvarnareglur eru í gildi vegna Covid-19 á landamærum Íslands, óháð bólusetningarstöðu ferðamanna. Misjafnt er þó hvaða reglur gilda á landamærum annarra landa og eru ferðamenn hvattir til að kynna sér þær áður en lagt er af stað í ferðalag. n Bandaríkin opnari fyrir ferðamönnum Fólk sem ferðast til Bandaríkjanna þarf ekki lengur að sýna nei- kvætt Covid-19 próf. FRÉTTABLAÐIÐ/ GETTY Bæjarstjórn Akraness hefur samþykkt lýsingu vegna fyrirhugaðs deiliskipulags fyrir lóðina Garðabraut 1, mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Fyrirhugað er niðurrif núverandi byggingar og byggingu fjölbýlishúss í stað hennar. Hægt er að nálgast lýsinguna á heimasíðu Akraneskaupstaðar www.akranes.is og í þjónustuveri kaupstaðarins að Dalbraut 4. Ábendingar varðandi tillögugerðina eiga að vera skriflegar og berast fyrir 1. júlí nk. í þjónustuver Akraneskaupstaðar Dalbraut 4 eða á netfangið skipulag@akranes.is Akranes.is Sviðsstjóri skipulags og umhverfissviðs kristinnhaukur@frettabladid.is VESTURLAND Hreppsnefnd Skorra- dalshrepps staðfesti á laugardag stöðvun slóðarlagningar í hlíðum fjallsins Dragafells. Einnig var stað- fest stöðvun á gróðursetningu trjá- plantna vestan Dragár þar sem búið var að plægja fyrir gróðursetningu. Fréttablaðið greindi frá því í síðustu viku að lögregla hefði verið kölluð til vegna málsins og yfirheyrt bæði skógarvörð og verktaka. En það var eftir að skipulagsfulltrúi sveitarfélagsins, kallaði lögregluna til eftir ábendingar um slóðarlagn- inguna. Skógræktin segir fram- kvæmdina alvanalega. Stöðvunin er gerð á þeim grund- velli að ekki liggi framkvæmdaleyfi fyrir framkvæmdinni. Samkvæmt hreppsnefndinni hefur slóðarlagn- ingin áhrif á umhverfið, breytir ásýnd þess og er ekki í samræmi við aðalskipulag. Hið plægða land sé á skilgreindu hverfisverndarsvæði. Ottó Björgvin Óskarsson, lög- fræðingur hjá Skipulagsstofnun, segir að samkvæmt skipulagslögum skuli af la framkvæmdaleyfis hjá sveitarstjórnum vegna allra meiri- háttar framkvæmda sem hafa áhrif á umhverfið og breyta ásýnd þess,. Svo sem breytingar lands með jarðvegi eða efnistöku og ann- arra framkvæmda sem falla undir lög um mat á umhverfisáhrifum. Slóðargerð sem slík sé þó ekki sér- staklega tilgreind í lögum. Einnig að það sé í höndum leyfis- veitandans sjálfs að meta hvort framkvæmd sé leyfisskyld falli hún ekki undir lög um mat á umhverf- isáhrifum. Vafamálum sé hægt að skjóta til úrskurðarnefndar um umhverfis- og auðlindamál. Ottó segir skipulagsfulltrúa geta stöðvað framkvæmdir og krafist þess að jarðrask sé afmáð. „Sinni framkvæmdaaðili ekki þeirri kröfu er heimilt að framkvæma slíkar aðgerðir á hans kostnað,“ segir Ottó.n Hreppsnefnd staðfestir stöðvun Skógræktar Lögregla var kölluð til vegna framkvæmdarinnar. MYND/AÐSEND 6 Fréttir 14. júní 2022 ÞRIÐJUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.