Fréttablaðið - 14.06.2022, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 14.06.2022, Blaðsíða 32
frettabladid.is 550 5000 RITSTJÓRN ritstjorn@frettabladid.is AUGLÝSINGADEILD auglysingar@frettabladid.is PRENTUN Torg ehf. DREIFING Póstdreifing ehf. dreifing@postdreifing.is 2022 - 2025 Kristbjargar Þórisdóttur n Bakþankar „Hvers virði er allt heimsins prjál ef það er enginn hér sem stendur kyrr er aðrir hverfa á braut. Sem vill þér jafnan vel og deilir með þér gleði og sorg þá áttu minna en ekki neitt ef þú átt engan vin.“ Þennan fallega texta ritaði Ólafur Haukur Símonarson sem sunginn er við lag Gunnars Þórðarsonar, Vetrarsól. Þetta lag hljómaði innra með mér eftir að hafa kvatt tvær af mínum bestu vinkonum eftir góða samveru. Fjölskylda, heilsa og vinátta eru stoðir þess að þrífast vel. Góður vinur veitir þér athygli, sýnir þér ást, er tilbúinn að grípa þig þegar þú hefur misst f lugið, situr með þér, klífur með þér fjallið eða hleypur yfir mark- línuna með þér. Góður vinur er sá sem deilir með þér gleðistundum, styður þig í sorg, lánar þér dóm- greind og er með þér í lífsins ólgu- sjó, líka þegar þú ert berskjölduð. Í mínum störfum sem klínískur sálfræðingur tala ég of oft við fólk sem er einmana og skortir vini eða nær litlum tengslum við annað fólk. Einmanaleiki er vondur förunautur og getur leitt til, ýtt undir eða viðhaldið þung- lyndi. Alvarleg geðlægð er að mati Alþjóðaheilbrigðismálastofn- unarinnar (WHO) talin helsta ástæða hömlunar (disability) í heiminum. Því er spáð að 2030 muni það verða kostnaðarsam- asti sjúkdómur tekjuhárra ríkja. Verkefni okkar allra er meðal annars að sporna við einmana- leika. Jafnframt að sinna forvörn- um og meðferð gegn þunglyndi og öðrum tilfinningavanda. Hvert og eitt okkar fær eina ferð um lífsins veg. Ég er þakklát fyrir þau sem ég fæ að ferðast samhliða. Takk. n Vinátta FRÍTT ALLAN HRINGINN KAFFI G E R I Ð G Æ Ð A - O G V E R Ð S A M A N B U R Ð STILLANLEG HJÓNARÚM MEÐ BODYPRINT DÝNU PANDORA STILLANLEGUR HÆGINDASTÓLL VANDAÐAR SÆNGUR OG KODDAR Í ÚRVALI EITT MESTA ÚRVAL AF HEILSUDÝNUM Á LANDINU ÚRVAL AF VÖNDUÐUM HEILSURÚMUM WWW.SVEFNOGHEILSA.IS ENGJATEIGI 17-19, REYKJAVÍK S:581 2233 BALDURSNESI 6, AKUREYRI S: 461 1150 OPIÐ: VIRKA DAGA.......KL. 10:00 -18:00 LAUGARDAGA....KL. 12:00 - 16:00 UMBOÐSAÐILAR: HÚSGAGNAVAL, HÖFN Í HF. BARA SNILLD, EGILSSTAÐIR Svefn heilsa& VERSLANIR:

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.