Fréttablaðið - 14.06.2022, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 14.06.2022, Blaðsíða 28
A F S L ÁT T U R 20% STILL ANLEGIR DAGAR VEFVERSLUN www.betrabak.is OPIN ALLAN SÓLARHRINGINN SETTU ÞIG Í STELLINGAR FYRIR BETRI SVEFN MEÐ ÞVÍ EINU AÐ SNERTA TAKKA GETUR ÞÚ STILLT RÚMIÐ Í HVAÐA STELLINGU SEM ÞÉR HENTAR Splendid Royal heilsudýnan frá Serta er pokagormadýna skipt upp í fimm mismunandi svæði. Gormakerfið er með þéttari stuðning við bak og mjaðmasvæði en mýkri við axlir. Þannig tryggir þú rétta svefnstellingu hver sem svefnstaða þín er og hjálpar þér að ná dýpri og betri svefni. Hægt er að sérsníða rúmið eftir þínum þörfum; velja um þrjá mismunandi stífleika sem og fjórar mismunandi toppdýnur. Áklæðið utan um dýnuna er mjúkt og slitsterkt, ofnæmisfrítt og andar vel. Serta Splendid stillanlegt heilsurúm með Ocean gafli og HR toppi. 2x90x200 cm. Fullt verð: 679.900 kr. Tilboð 543.920 kr. FAXAFENI 5 Reykjavík 588 8477 DALSBRAUT 1 Akureyri 588 1100 SKEIÐI 1 Ísafirði 456 4566 Venju samkvæmt halda Íslendingar þjóðhátíðardag- inn hátíðlegan á afmælisdegi frelsishetjunnar Jóns Sigurðs- sonar, 17. júní, sem að þessu sinni ber upp á föstudaginn. Það er því ekki seinna vænna að kippa sér í frelsisgírinn og til þess eru þessar fjórar frelsisbaráttu-bíómyndir gráupplagðar. toti@frettabladid.is Sjálfsagt er ekkert mikilvægara þeim þjóðum sem þess njóta en sjálfstæðið, sem er síður en svo sjálfsagður munaður, enda geyma bæði kvikmynda- og mannkyns- sagan ótal dramatísk og blóði drifin dæmi um hversu langt fólk er tilbúið til þess að ganga þegar frelsið og grundvallarmannréttindi eru í húfi. Frelsið sem þjóðin fagnar með fjallkonuræðum, gasblöðrum með amerískum ofurhetjum og lúðra- blæstri á föstudaginn fékkst að vísu með lágmarks blóðsúthell- ingum, skriffinnsku og pólitískum kjafta vaðli og einmitt þess vegna er landanum hollt og gott að rifja upp hversu margar þjóðir hafa keypt sjálfstæði sitt miklum mun dýrara verði. n Hæ, hó og jibbíjei! Það var lítill hátíðarbragur yfir flugeldunum í aðdraganda þjóðhátíðardags allra landa í Independence Day. Gandhi (1982) Sigur hans breytti heiminum að eilífu. Leikstjórinn Richard Attenborough, bróðir dýravinarins Davids, kvikmyndaði ævisögu ind- versku frelsishetjunnar Mahatma Gandhi í þá daga þegar stórmyndir voru alvöru STÓR myndir. Ben Kingsley hlaut Óskarsverðlaun og heims- frægð fyrir túlkun sína á lögfræðingnum sem skráði nafn sitt á spjöld sögunnar þegar hann leiddi andóf Indverja gegn ofríki bresku ný- lendukúgaranna. Gandhi hlaut á sínum tíma átta Óskarsverð- laun en auk besta leikarans var hún valin besta myndin, Attenborough besti leikstjórinn og myndin var verðlaunuð fyrir besta frumsamda handritið, kvikmyndatökuna, listrænu stjórnun- ina, bestu búningana og klippinguna. Independence Day (1996) Við höfum alltaf trúað því að við værum ekki ein. Þann 4. júlí munum við óska þess að svo væri. Geimverur með yfirburða tækni og einarðan drottnunarvilja ráðast á jörðina og eru meira að segja ákafari en mannkyn í því að eyða henni og öllu lífi sem þar þrífst. Andspænis ofureflinu reynist viljinn til að lifa af vera öflugasta vopn okkar í varnarbaráttunni sem að sjálfsögðu hefst fyrir alvöru, undir stjórn forseta Banda- ríkjanna, á þjóðhátíðardegi þeirra, 4. júlí. Engum sögum fer hins vegar af því hvernig því hættuspili hefði lokið ef 17. júní hefði orðið fyrir valinu til gagnárásar. Þjóðhátíðardagur Banda- ríkjanna varð hins vegar í kjölfarið sjálfstæðis- dagur gervallrar heimsbyggðarinnar. Braveheart (1995) Saga manns með frjálsa sál … og hugrekki til þess að fylgja henni. Skoski vígamaðurinn William Wallace leiðir landa sína blámálaða og pilsklædda í uppreisn til þess að frelsa fósturjörðina undan oki Ját- varðs I Englandskonungs. Ekki hafði hann þó alveg erindi sem erfiði og skutilsveinar konungs enduðu með að rekja úr honum garnirnar bók- staflega. Frelsisandinn lifði þó hetjuna sem Mel Gibson lék en hann leikstýrði einnig. Upprunalega lét þulur þau orð falla í lok myndarinnar að þrátt fyrir örlög Wallace hafi Skotar unnið frelsi sitt … að eilífu. Þetta þótti þó ekki alveg standast skoðun og Sean Con- nery hefði seint kvittað undir þessa yfirlýsingu, þannig að í síðari útgáfum af myndinni hefur „... að eilífu“ verið látið niður falla. Michael Collins (1996) Írland, 1916. Draumar hans vöktu von. Orð hans vöktu ástríðu. Hugrekki hans mótaði örlög þjóðar. Skammt undan Skotlandi, að vísu löngu síðar, hóf írski uppreisnarmaðurinn Michael Collins upp raust sína og ofbeldisfullan skæruhernað gegn oki, þið megið geta einu sinni. Jú, Breta. Írski leikstjórinn Neil Jordan, sem áður hafði gert garðinn frægan með Mona Lisa, The Crying Game og Interview with the Vampire, tefldi landa sínum, Liam Neeson, áður en hann tók við harðhausakeflinu af Bruce Willis, fram í hlutverki Collins og hlutu báðir nokkra frægð fyrir. FRÉTTIR, FÓLK & MENNING á Hringbraut 16 Lífið 14. júní 2022 ÞRIÐJUDAGURFRÉTTABLAÐIÐLÍFIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 14. júní 2022 ÞRIÐJUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.