Fréttablaðið - 27.07.2022, Page 2
Þjóðverjar og Frakkar
mætast í undan
úrslitum í dag.
Aðdráttarafl hvalsins
Hvalir hafa í mörg ár laðað erlenda ferðamenn til Íslands en boðið er upp á hvalaskoðunarferðir víða um landið. Þótt flestir komi til að virða þessar risaskepn-
ur fyrir sér í sínu náttúrulega umhverfi hefur Ísland líka dregið að sér áhyggjufulla umhverfissinna sem fylgjast með veiði, slátrun og verkun í hvalstöðinni í
Hvalfirði. Ólíklegt er að hin síðarnefndu fari eins sátt héðan og þau fyrrnefndu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Enn talar Alþingi Íslendinga
kornrækt niður, segir kokkur
á Héraði, þrátt fyrir aukin
tækifæri í kornrækt hér á
landi. Matvælaframleiðsla í
heiminum er að færast norðar
á bóginn.
bth@frettabladid.is
LANDBÚNAÐUR Blikur eru á lofti í
kornrækt í heiminum. Hnattræn
hlýnun hefur torveldað framleiðslu
á hefðbundnum ræktunarslóðum,
auk þess sem stríðið í Úkraínu
hefur mikil áhrif. Þeir sem hafa
af komu af kornrækt hér á landi
segja tímabært að setja kornrækt
hérlendis af fullum þunga á dag-
skrá.
„Ég nota korn, framleitt hér á
Vallanesi, á hverjum einasta degi,
bæði kvölds og morgna,“ segir
Gunnhildur Emilsdóttir, kokkur á
Héraði. Umfangsmikil framleiðsla
hefur um skeið verið á lífrænu
korni á staðnum. Heiðgulir akrar
prýða nágrennið með skjólbeltum.
„Hér er korn í morgunmatnum,
korn í öllu meðlæti, heimaræktað
bygg í salatinu og flest öllu,“ sagði
Gunnhildur þegar Fréttablaðið tók
hana tali fyrir austan.
Gunnhildur, sem er landskunn
fyrir að hafa opnað Á næstu grös-
um, fyrsta grænmetisstaðinn hér-
lendis, segir að matvælaframleiðsla
sé að færast norðar í heiminum.
„Þeir geta ekki ræktað eins
mikið og áður á Spáni, í Portúgal
og Frakklandi vegna veðurs. Svo er
ástandið í Úkraínu vegna stríðsins.
Ég er búin að vera í þessum
bransa í 40 ár og enn er Alþingi að
tala kornrækt niður. Það er einhver
mikill misskilningur í gangi.“
Eygló Björk Ólafsdóttir korn-
ræktarbóndi segir að f lestir inn-
lendir ræktendur framleiði korn í
skepnufóður en korn til manneldis
sé einkenni Vallaness. „Við höfum
sérhæft okkur í lífrænu heilkorni
og svo er líka verið að rækta bygg
í brennda drykki, komin íslensk
byggmjólk á markað og töluvert af
bökunarvörum, þannig mætti lengi
telja. Ísland er innflutningsdrifið
land og við þurfum að hamla gegn
því,“ segir Eygló.
Tilraunastjóri hjá Landbún-
aðarháskólanum hefur sagt að
enginn markaður sé fyrir korn
hér á landi. Staðreyndin er önnur
að sögn kornræktenda. Vallanes,
Þorvaldseyri og Sandhóll eru auk
margra annarra býla dæmi um far-
sæla framleiðslustaði en uppskeran
getur sveiflast mjög milli ára.
„Kornrækt er sem stendur algjör-
lega óvarin fyrir áföllum,“ segir
Eygló og bendir á að reglum Bjarg-
ráðasjóðs þurfi að breyta auk þess
sem flestar aðrar atvinnugreinar
geti snúið sér til tryggingafélaga
eftir afkomubrest.
„Umhverf ið er stóra málið.
Þetta umhverfi getur ráðið hvort
fólk snýr sér að þessari ræktun og
vinnslu eða ekki. Það þarf að milda
höggin. Það er rosalega mikið í húfi
fyrir alla matvælaframleiðslu.“ ■
Hnattræn hlýnun og stríð
bæti forsendur kornræktar
Eymundur Magnússon, bóndi í Vallanesi, segir að það stefni í meðalupp-
skeru þetta árið. Guli liturinn setur svip sinn á umhverfið. FRÉTTABLAÐIÐ/BJÖRN
Hnattræn hlýnun gæti aukið mögu-
leika á kornrækt hér á landi, í það
minnsta um skeið.
GEFÐU GJÖF TIL HEILLA
HEILLAGJAFIR.IS
erlamaria@frettabladid.is
KJARAMÁL Fjársýsla ríkisins hefur
sætt gagnrýni fyrir að greiða ekki út
laun fyrr en eftir verslunarmanna-
helgi. „Ef þetta eru þakkirnar fyrir
það sem fólk er búið að leggja á sig,
og sérstaklega starfsfólk ríkisins
bæði í heilbrigðiskerfinu og öðrum
kerfum til að halda þeim gangandi
síðustu tvö og hálft árið, þá er eitt-
hvað mikið að,“ segir Þórarinn
Eyfjörð, varaformaður BSRB.
Samkvæmt starfsmannalögum
á að greiða út laun fyrsta virka dag
hvers mánaðar en alla jafna eru laun-
in greidd út fyrir mánaðamót, beri
þau upp á frídegi. Þegar það brást í
fyrsta skipti í maí síðastliðnum töldu
margir að um mistök væri að ræða.
„Við skulum ekki gleyma því að
það er mjög stór hópur ríkisstarfs-
manna sem hefur lagt bæði fjöl-
skyldulíf sitt til hliðar, áhugamál og
umgengni við sína nánustu vegna
faraldursins, og hefur verið í ákaf-
lega erfiðri stöðu við að reyna af
öllum mætti að halda samfélaginu
gangandi. Að þetta skuli svo vera
kveðjurnar sem ríkið sendir sínum
starfsmönnum er með ólíkindum,“
segir Þórarinn. ■
Kaldar kveðjur til ríkisstarfsmanna
Þórarinn
Eyfjörð,
varaformaður
BSRB
England hafði betur gegn Svíþjóð.
adalheidur@frettabladid.is
FÓTBOLTI Englendingar tryggðu sér
sæti í úrslitum á Evrópumeistara-
móti kvenna í knattspyrnu eftir að
þær völtuðu yfir sænska landsliðið á
Bramall Lane í Sheffield á Englandi
í gærkvöld með fjórum mörkum
gegn engu.
Ensku stelpurnar mæta annað
hvort Frökkum eða Þjóðverjum í
úrslitaleiknum sem fram fer um
næstu helgi en liðin tvö mætast í
síðari undanúrslitaleik mótsins í
dag. Liðin þykja mjög jöfn að styrk-
leika og því má búast við hörkuleik.
Íslenska kvennalandsliðið komst
ekki upp úr sínum riðli í mótinu
þrátt fyrir að hafa ekki tapað leik. ■
Ensku stelpurnar
spila til úrslita
2 Fréttir 27. júlí 2022 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ