Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.07.2022, Qupperneq 14

Fréttablaðið - 27.07.2022, Qupperneq 14
Biðflokk- urinn er stór vegna þess að í honum eru virkjana- kostir sem samkomu- lag er um að endur- skoða. Eitthvað hefur Helga Magnússyni, eiganda Fréttablaðsins, sárnað, að ég skyldi í nýlegri færslu á Snjáldru (Facebook) furða mig á brottrekstri Kolbrúnar Bergþórsdóttur, ritfær- asta blaðamannsins þar á bæ, en Helgi hafði skipað fyrir um hann. Kolbrún er of sjálfstæð í skoðunum fyrir hann. Hún er enginn leigu- penni. Sigar Helgi nú á mig einum starfsmanni sínum, Ólafi Arnar- syni, sem segir í Fréttablaðinu 16. júlí, að ég hafi verið dæmdur fyrir ritstuld árið 2008. „Öfugt við pró- fessor Hannes, sem af einhverjum ósk iljanleg um ást æðum fék k að halda stöðu sinni við þjóðar- háskólann þrátt fyrir ritstuldinn, hefur enginn blaðamanna Frétta- blaðsins orðið uppvís að því [að] reyna að stilla fram hugverkum annarra sem sínum eigin.“ Rangt farið með mál mitt Auðvitað fer Ólafur rangt með hið gamla mál mitt. Þótt ekkja Hall- dórs Laxness hefði sagt opinber- lega, að ritverk hans væru þjóðar- eign, og erfingjar skáldsins haldið því fram við skattyfirvöld, að höf- undarréttur hans væri einskis virði og ekki þyrfti þess vegna að greiða af honum erfðaskatt, höfðaði fjöl- skylda Laxness mál gegn mér fyrir brot á höfundarrétti. Hafði ég í fyrsta bindi ævisögu Laxness nýtt mér minningabækur hans, sem oft voru einu heimildirnar um æsku hans, og getið þess skilmerkilega. Það var hins vegar síður en svo ætlun mín að brjóta höfundarrétt. Eins og Bjarni Þorsteinsson, þáver- andi starfsmaður Almenna bóka- félagsins, hafði borið vitni um í héraðsdómi, höfðu dætur skáldsins að mínu frumkvæði setið í nær tvo daga á skrifstofu félagsins við að skoða handritið. Ég var sýknaður í héraðsdómi, en gert í Hæstarétti að greiða fjölskyldunni fyrir not mín af verkum skáldsins. Var mér ekki gert að greiða miskabætur eins og sumir aðrir starfsmenn Háskólans hafa þurft að gera í dómsmálum. Ritstuldur er allt annars eðlis en það brot á höfundarrétti, sem ég var dæmdur fyrir. Í bókinni Hug- tökum og heitum í bókmennta- fræði skilgreinir dr. Jakob Bene- diktsson ritstuld svo: „Bein og vísvitandi not á hugverki annars manns án þess að geta heimildar, þannig að höfundur birtir orð eða fræðilegar niðurstöður annarra sem sitt eigið verk.“ Jakob tekur fram, að það verði hins vegar ekki kallaður ritstuldur, „þótt höfundur noti sér eldri ritverk með því að setja efni þeirra í nýtt samhengi, skapa úr því nýja heildarmynd; það hafa margir höfundar gert allt fram á þennan dag.“ Hvort tveggja var, að ég gat heimilda og að ég notaði mér eldri ritverk með því að setja efni þeirra í nýtt samhengi, eins og Laxness sjálfur gerði raunar víða í verkum sínum. Geri ég rækilega grein fyrir þessu öllu í ritgerð í Sögu árið 2005. Klaufaskapur eða refskapur? Heldur virðist það hins vegar klaufalegt, þegar Ólafur segir, að enginn Fréttablaðsmaður haf i orðið uppvís að því að „reyna að stilla fram hugverkum annarra sem sínum eigin“. Sama dag og grein Ólafs birtist f lutti Morgunblaðið frétt af því, að ritstjóri Fréttablaðs- ins, Sigmundur Ernir Rúnarsson, hefði í gamalli grein birt undir eigin nafni langar klausur orðréttar úr ritgerð eftir Tómas Guðmunds- son um Kristján f jallaskáld án þess að geta Tómasar í nokkru. Var þessu veitt athygli, þegar hin gamla grein Sigmundar Ernis var endur- prentuð fyrir skömmu í tímaritinu Heima er best. Var hér um greini- legan og grófan ritstuld ritstjórans að ræða. Líklega er þó refskapur hér á ferð frekar en klaufaskapur. Ólafur hefur vitað af hinum grófa ritstuldi ritstjórans og þess vegna tekið svo afdráttarlaust til orða. Hann beinir kastljósinu vísvitandi að Sigmundi Erni með tali sínu um, að menn eigi ekki að halda stöðum sínum, gerist þeir sekir um ritstuld. Hann reynir að grafa undan honum í því skyni að taka sjálfur sæti hans. Í keppn- inni um hylli Helga Magnússonar svífast leigupennarnir einskis. n Keppt um hylli Helga Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor í stjórnmálafræði Bregðast verður við grein eftir fulltrúa Landverndar og Ungra umhverfissinna í Fréttablaðinu (29.06), þótt seint sé. Í stöðuskýrslu um stöðu og áskor- anir í orkumálum frá 1. mars sl. (stundum kölluð grænbók) var gerð grein fyrir öllum sviðsmyndum, sem til voru þá, um orkuskipti. Líka sviðsmynd þriggja náttúruverndar- samtaka. Sex sviðsmyndir spanna allt frá litlum orkuskiptum til fullra orkuskipta. Þau miða að því að fasa út yfir einni milljón tonnum af olíu, bensíni og steinolíu. Það þarf mikið rafafl, mun meira en nokkur hundruð megawött sem ná má með orkusparnaði, glatvarma stóriðju, fráhvarfi bitcoin-samninga, auknu rennsli jökulvatna eða betri varma- nýtingu í núverandi orkuverum. Til þess þarf sambland vatnsorku, jarðvarma og vindaf ls umfram það sem fengist með fyrrgreindum hætti. Þverpólitísk orkustefna frá 2020 byggir á sjálfbærni og síendur- skoðuðum markmiðum loftslags- stefnu. Niðurstaða skýrslunnar eru 30 ábendingar um brýn verkefni til stjórnvalda, m.a. um mikilvægi hringrásarhagkerfis. Sviðmyndir orkuskipta gera ráð fyrir allt frá litlum vexti/ breytingum í hagkerfinu til mik- illar uppbyggingar græns iðnaðar, nýsköpunar, sjávartengds iðnaðar og landbúnaðar með óvissu lang- tíma mati á orkuþörf. Í skýrslunni er einnig fjallað um þann mögu- leika að einhver stór málmiðjuver hætti starfsemi og orka losni þar til fullra orkuskipta. Samtímis er bent á að lítill pólitískur vilji er til að segja upp samningum við þau. Ég get giskað á að það sé m.a. vegna stærðar þeirra í hagkerfinu, af leiddrar starfsemi og þess að álverin stefna að niðurdælingu kol- díoxíðs og jafnvel kolefnislausum rafskautum. Nýjasta skrefið gæti verið varmaframleiðsla með vatni og bráðnu áli er breytir málminum í súrál sem nota má aftur. Sviðsmyndir fullra orkuskipta eru gróflega degnar upp vegna þess að átján ár eru til stefnu miðað við sett markmið 2040. Á næstu árum breytir tækniþróun orkuskipta, einkum á sjó og í lofti, auðvitað miklu um framfarir og eftirspurn eftir raforku. Hitt er um leið aug- ljóst að heildarlosun Íslands, að frátaldri losun frá uppþurrkuðu, breyttu og illa förnu landi, nemur eftir sem áður 4 til 5 milljónum tonna af kolefnisígildum. Losun í bílasamgöngum (þar er árangur þegar nokkur), frá vinnutækjum, í sjávarútvegi (þar er árangur þegar nokkur), landbúnaði, o.fl. greinum minnkar enn of hægt, miðað við Parísarsamkomulagið 2030. Flug og siglingar milli landa og orkufrekur iðnaður lúta ytri kvótakerfum. Þar er of hæg þróun á okkar könnu. Full orkuskipti ná til allrar los- unar úr jarðefnaeldsneytisvélum í íslenskri notkun. Það samsvarar varla 12% losunar Íslands, eins og segir í greininni. Sú tala gæti átt við öku- og vinnutæki á landi. Losun frá rúmlega 1.000.000 tonnum af jarð- efnaeldsneyti á ári, í lofti, á sjó og landi er miklu hærra hlutfall heild- arlosunar en 12%. Samtímis er líka tekist á við kolefnislosun úr lausum, þurrum, votum og skemmdum jarð- vegi og sífrera (alls milljónir tonna á ári), en sú barátta er löng og ströng. Töluvert er fjallað um ramma- áætlun í skýrslunni. Lögin eru eina nothæfa, sýnilega verkfærið til þess að tryggja sem mesta sátt um heildarskipulag raforkuframleiðslu í meðförum faghópa, almennings og Alþingis. Á það hefur reynt árum saman. Frá 2010 að telja hafa komið nýjar breytur í orkumál og ramma- áætlun: Breytt loftslagsmarkmið, full orkuskipti, möguleg vindorka og tillögur um að lækka aflviðmið virkjana og loks að tekið skuli tillit til allra þriggja þátta sjálfbærni. Það merkir að endurmeta ber náttúru- þáttinn í ljósi þróunar t.d. umhverf- is- og ferðamála. Enn fremur að draga skuli samfélagsþáttinn betur inn í mat ásamt efnahagslega þætt- inum. Biðflokkurinn er stór vegna þess að í honum eru virkjanakostir sem samkomulag er um að endur- skoða. Ný verkefnisstjórn er tekin við og vinnur faglega eins og hinar. Það er ekki ósigur náttúruverndar, sem er önnur grunnundirstaða samfélagsins, að færa kosti inn eða úr f lokknum. Eða vega þá að nýju með víðtækari eða breyttum for- sendum sjálfbærni en lengst af var gert, þ.e. á meðan umhverfisvið- mið voru fyrst og fremst höfð til hliðsjónar. Hin grunnundirstaða samfélagsins eru náttúrunytjar sem eru ekki sjálfvirkt og fyrirfram sam- nefndar eyðileggingu náttúrunnar. Á milli þessara tveggja undirstaða þarf að vera jafnvægi og um þær sæmileg sátt í landinu. Einnig um að beita sjálf bærni sem leiðarljósi við náttúrunytjar. Það snertir eðli- lega alla náttúruvernd og fyrrnefnt jafnvægi. n Um kolefnislosun, orkuskipti og rammaáætlun Ari Trausti Guðmundsson fyrrverandi þing- maður og einn þriggja höfunda stöðuskýrslunnar Enn skal áréttað að umrædd blaðaskrif fyrir 40 árum sem greinarhöfundur vitnar til voru samantekt eins og rækilega kom fram í lok greinarinnar. Greinar- höfundur kýs að taka það ekki fram – og er það sannarlega að vonum. n ATHUGASEMD FRÁ RITSTJÓRA MEST LESNA DAGBLAÐ LANDSINS LESTU BLAÐIÐ Í SÍMANUM 14 Skoðun 27. júlí 2022 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.