Fréttablaðið - 27.07.2022, Side 22

Fréttablaðið - 27.07.2022, Side 22
LungA hefur gengið í gegnum ýmsar umbreytingar á síðustu árum. TÓNLIST Orgelsumar í Hallgrímskirkju Verk eftir Chernysovu, Franck, Rakhmanínoff og Mozart. Flytjendur: Alexandra Chernysova og Lenka Mátéóva Hallgrímskirkja laugardaginn 23. júlí Jónas Sen Nítjándu aldar tónskáldið Cesar Franck fékk það einu sinni óþvegið hjá gagnrýnanda. Í umsögninni stóð að myrkrið í tilteknu verki hefði verið svo algert að það hefði verið hægt að teikna á það hvítar línur með kolamola. Víst er að tónlist Francks er mjög alvarleg. Í henni er oft það sem kalla mætti kaþólska trúar­ vímu, líka í veraldlegum verkum. Hið fræga Panis Angelicus er engin undantekning, en þar er textinn eftir kirkjufræðara á þrettándu öld, heilagan Tómas Akvínas. Andaktug tónlist Verkið var f lutt af Alexöndru Chernyshovu sópran og Lenku Mátéóvu orgelleikara á hádegistón­ leikum í Hallgrímskirkju á laugar­ daginn. Heilagur Tómas segist vona í textanum að brauð englanna, sem er Kristur, verði líka að fæðu mann­ kyns. Í samræmi við þessi orð er mikil andakt í tónlistinni. Vand­ aður f lutningurinn skilaði stemn­ ingunni prýðilega til áheyrenda. Söngurinn var bjartur og ein­ beittur, víbratóið smekklegt og túlkunin full af tilfinningu. Orgel­ leikurinn var sömuleiðis skýr og nákvæmur. Mismunandi raddir hljóðfærisins voru í ágætu innra samræmi og heildarhljómur söng­ raddar og orgels var sannfærandi. Cantabile (sem þýðir syngjandi), úr Þremur stykkjum (Trois piéces) eftir Franck var einnig á dag­ skránni. Þar lék Mátéóva ein. Spila­ mennskan var einstaklega falleg, í senn fáguð og litrík, túlkunin djúp og virðuleg. Ólíkar raddir orgelsins mynduðu áhrifaríkar andstæður sem aftur sköpuðu tilkomumikla heildarmynd, syngjandi fagra. Of drungalegt Nokkuð síðri voru Vókalísa Rakh­ manínoffs og Vögguvísa eftir Alex­ öndru. Orgelið hefur verið kallað drottning hljóðfæranna, enda í rauninni heil sinfóníuhljómsveit. Það breytir því ekki að sum tónlist passar því engan veginn. Vöggu­ vísan, sem heyra má á YouTube, er þar leikin á tréblásturshljóðfæri. Afmarkaðir, kroppaðir hörputónar vefjast svo um þokukenndan blást­ urinn og mynda þannig skemmti­ leg blæbrigði. Engu slíku var til að dreifa hér. Hljómur orgelsins var of þungur og dökkur til að tónlistin kæmist almennilega á f lug. Sömu sögu er að segja um Vókalísuna eftir Rakhmanínoff. Undirleikurinn er upphaf lega fyrir píanó, og tærir hljómar þess mynda fallegan ramma utan um tilfinningaþrunginn sönginn. Hér voru þyngslin í orgelinu svo mikil að laglínan varð fremur draugaleg – sem passaði henni illa. Rödd geldingsins Hið glaðlega Hallelúja úr Exsult­ ate Jubilate eftir Mozart var af allt öðrum toga. Mozart samdi tón­ smíðina táningur að aldri á meðan verið var að setja upp óperuna hans, Lucio Silla. Í einu aðalhlut­ verkinu þar var geldingur, en þeir voru algengir í tónlistarlífinu í den. Það þótti sko ekkert tilkomumál að skera undan drengjum sem voru efnilegir söngvarar, áður en þeir urðu kynþroska með tilheyrandi dýpkun raddarinnar. Geldingur­ inn í óperunni söng stórkostlega að mati Mozarts, og því samdi hann téða tónlist fyrir hann. Alexandra stóð sig glæsilega hér og sömu sögu er að segja um organ­ istann. Söngurinn var dillandi, og hraðar trillur orgelsins glitruðu. Óneitanlega var það flottur endir á tónleikunum – sem var síður en svo geldingslegur. ■ NIÐURSTAÐA: Misáhugaverð dag- skrá og misáhugaverðar útsetn- ingar, en flutningurinn var góður. Drottning hljóðfæranna í misflottum fötum Þrátt fyrir misáhugaverða dagskrá var flutningur Alexöndru og Lenku góður. MYND/AÐSEND LISTAHÁTÍÐ LungA Fram komu: Gugusar, Cyber, Birnir, Skrattar, russian.girls, Bríet, Svala o.fl. Seyðisfjörður 10. til 17. júlí Þorvaldur S. Helgason LungA­hátíðin hefur verið haldin á Seyðisfirði síðan 2000, hátíðin byrjaði sem grasrótarframtak ungra Seyðfirðinga en hefur vaxið yfir í alþjóðlega listahátíð er saman­ stendur af listasmiðjum, gjörning­ um, ungmennaskiptum, samfélags­ verkefnum og svo auðvitað sjálfum hátíðartónleikunum sem kóróna LungA á föstudegi og laugardegi hátíðarvikunnar. Undirritaður hefur mætt á LungA nánast árlega frá 2014 og var nú viðstaddur hátíð­ ina í fyrsta sinn sem blaðamaður. Ógjörningur væri að fjalla um alla dagskrá LungA í einum pistli auk þess sem yðar einlægur gat því miður ekki verið á Seyðisfirði alla vikuna sökum vinnu. LungA hefur gengið í gegnum ýmsar umbreytingar á síðustu árum. Covid setti auðvitað sitt mark á hátíðina eins og á allar aðrar fjöldasamkomur, LungA var af lýst 2020 en hún var þó ein af fáum hátíðum sem tókst að halda sumarið 2021. Það sem varpaði þó líklega enn stærri skugga á hátíðina eru skriðurnar sem féllu á Seyðis­ fjörð í desember 2020. Áhrifa þeirra gætir enn í bænum og fyrir LungA höfðu skriðurnar meðal annars þau áhrif að hátíðarsvæðið var flutt frá iðnaðarhöfninni Norðursíld vegna skriðuhættu. Norðursíld var tilkomumikið hátíðarsvæði með rúmt pláss fyrir svið og tónleika­ gesti og ægifagurt útsýni yfir fjörð­ inn. LungA er augljóslega enn svo­ lítið að finna sig eftir þann missi en í fyrra var brugðið á það ráð að búa til stórtónleikastemningu í íþrótta­ húsi bæjarins. Í ár leituðu hátíðar­ haldarar aftur til upprunans og héldu tónleikana utandyra í brekk­ unni fyrir framan barnaskólann og girtu af svæðið fyrir framan sam­ komuhúsið Herðubreið, miðstöð LungA til margra ára. Þetta virkaði ekki alveg sem skyldi og gerði það að verkum að hátíðarsvæðið, sem oftast hefur einkennst af miklu sjónarspili með sérsmíðuðu sviði og tilkomumiklum skreytingum, var nú aðeins skugginn af sjálfu sér. Í staðinn mætti hátíðargestum ósköp fábrotið hvítt tjald sem hefði sómt sér á hvaða bæjarhátíð úti á landi sem er og skreytingarnar samanstóðu af marglitum tuskum er strengdar höfðu verið á línu yfir hátíðarsvæðið. Aðsókn á hátíðina virtist að sama skapi örlítið minni heldur en í fyrra þótt erfitt sé að fullyrða um slíkt. Tónleikarnir sjálfir voru þó vel heppnaðir og komu margir góðir listamenn fram með áherslu á ungu kynslóðina í poppi og rokki. Á föstudagskvöldið reið ungstirnið Gugusar á vaðið og þrátt fyrir að tónleikagestir hafi enn verið að tínast inn náði hún að keyra stemn­ inguna í gang með sinni grípandi blöndu af raftónlist og svefnher­ bergispoppi. Ef Gugusar heldur rétt á spilunum er ljóst að hún hefur alla burði til að verða ein skærasta stjarna íslenskrar popptónlistar. Kvöldið endaði svo með sprengju frá Birni, einum vinsælasta rappara landsins um þessar mundir. Eins og sannri poppstjörnu sæmir var Birn­ ir ekkert að drífa sig á svið en undir­ ritaður sá hann hanga í mannfjöld­ anum ásamt vinum sínum einungis nokkrum mínútum áður en hann átti að byrja. Áhorfendur þustu að eins og mýflugur er hann steig loks á svið og tók hann vel heppnað sett með ýmsum góðum gestum á borð við Brynjar Barkarson úr ClubDub sem tók lagið ásamt Birni og lista­ manninn Benedikt Andrason sem rakaði hár rapparans í miðju lagi við góðar undirtektir. Kvöldið kláraðist svo með DJ­settum og raftónleikum á tveimur mismunandi svæðum inn­ andyra, annars vegar í samkomusal Herðubreiðar, þar sem reynt var að skapa eins konar reif­stemningu, og hins vegar í efri sal íþróttahúss­ ins, þar sem reynt var að skapa eins konar Berlínar­klúbba stemningu. Seinna kvöldið á LungA var ekki síðra. Rokkhundarnir Skrattar hófu leika og þótt undirritaður geti ekki fyrir sitt litla líf munað eftir einu ein­ asta lagi þá var spilamennskan engu að síður þétt. Hápunktur kvöldsins var án efa flutningur Bríetar, sem er á hraðri leið með að verða ein flott­ asta poppsöngkona sem Ísland hefur alið af sér. Hún vafði áhorf­ endum um fingur sér áreynslulaust og sýndi að það þarf hvorki sjónar­ spil né sýndarmennsku til að ná upp góðri stemningu, aðeins inn­ lifun og einlægni. Reynsluboltinn Svala lauk svo kvöldinu og þar með hátíðartónleikunum og myndaði gott mótvægi við hina ungu Bríeti. Lagalisti hennar var þó nokkuð sundurlaus og samanstóð bæði af hennar eigin lögum og klassískum diskóslögurum en Svala söng af innlifun með rödd sem er ein sú kraftmesta í bransanum. Að tón­ leikunum loknum hélt svo fjörið áfram á danssvæðum hátíðarinnar innanhúss. ■ NIÐURSTAÐA: LungA heldur velli þrátt fyrir skriður og samkomu- takmarkanir en ljóst er að hátíðin þarf að leggjast í einhverja sjálfs- skoðun ef hún ætlar að ná sömu hæðum og áður. Lágstemmt LungA Flutningur Bríetar var einlægur. Það var stemning í árlega karaókí-partíinu. Hátíðin er enn að finna sig eftir skriður og Covid. MYNDIR/MELKORKA EMBLA OG LÓA FENZY Svala var kraftmikil að vanda. 18 Menning 27. júlí 2022 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐMENNING FRÉTTABLAÐIÐ 27. júlí 2022 MIÐVIKUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.