Fréttablaðið - 27.07.2022, Síða 26
Tónleika-
þyrst fólk
þarf sem
sagt ekkert
að óttast
rigning-
una.
Helgi Björns
Helgi Björns segir streymið
komið til að vera. Það kemur
samt ekki í veg fyrir að veggir
Ráðhússins nötri á laugar-
dagskvöldið. Með Helga í
hrynsveit verða góðkunn-
ingjar sjónvarpsáhorfenda
sem glatt hafa frónbúann á
tímum heimsfaraldurs og
sóttvarnatakmarkana, allar
götur frá 21. mars 2020.
ser@frettabladid.is
„Já, streymi er komið til að vera,
lagsmaður,“ segir Helgi og meinar
að faraldurinn hafi fært okkur þá
blessun. „Það kom eitthvað gott út
úr þessu,“ bætir hann við.
En sumsé, landinn getur keypt
sér tónleika með kappanum í beinu
streymi frá Tjörninni á laugardags-
kvöld – og Helgi á von á góðum við-
tökum. „Já, fólk fílar þetta í meira
lagi,“ segir söngvarinn og telur lík-
legt að margir láti sig hverfa inn
fyrir skör á laugardagskvöld þar
sem kveikt verður á viðtækinu
og allt sett í botn, en hann verði
náttúrlega í harðri samkeppni við
útitónleikana víða um land.
„Tónleikaþyrst fólk þarf sumsé
ekkert að óttast rigninguna, þótt
hún sé góð, það skellir sér bara inn
í tjaldið, húsvagninn eða sumar-
bústaðinn og opnar fyrir okkur
strákana frá Tjörninni, þökk sé
streyminu, sem er bara virkilega
skemmtilegur valkostur þegar
kemur að því að upplifa og njóta
tónleika,“ segir Helgi sem verður
að sjálfsögðu með óvænta gesti og
er ekki grunlaust um að þar verði
að minnsta kosti einhverjar konur
á ferðinni.
„Þetta verður svona á pari við
góðan Eurovision-fíling,“ segir
Helgi og kveðst alveg upplagður
fyrir giggið á laugardagskvöld,
enda nýkominn frá sínum heima-
högum á Ísafirði þar sem gamlir
æskufélagar hittust í gönguferð
um Skutulsfjörð, en þeir fari svo
gott sem árlega í göngur um töfra-
landið á kjálkanum vestra.
„Það er bara æðislegt að fara
vestur og njóta Seljalandsdalsins í
tuttugu stiga hita og sól í góðra vina
hópi, bara æðislegt,“ endurtekur
Helgi Björnsson söngvari. n
Helgi Björns í streymi
frá Tjörninni, nema hvað …
Helgi Björnsson,
tónlistarmaður
og leikari,
heldur tónleika
við Tjörnina
um verslunar-
mannahelgina.
FRÉTTABLAÐIÐ/
SIGTRYGGUR ARI
Davíð Lúther
Sigurðarson
Sahara
„Ég man
þegar maður gat
skoðað myndir
af vinum sínum
á Instagram,“
skrifaði netverji
nokkur á Twitter
í gær. Á Instagram gera stuttar
klippur líkt og vinsælar eru á Tik-
Tok sig stöðugt meira gildandi.
„Þessi stuttu myndbönd eru al-
gjörlega að slá í gegn,“ segir Davíð
Lúther, framkvæmdastjóri Sahara.
TikTok-myndböndin hafa slegið í
gegn og er alls konar mismikla vit-
leysu þar að finna.
Davíð bendir á að fleiri miðlar
séu komnir með fídusinn, You-
Tube, Facebook, LinkedIn, sem
hafi hætt við, og svo er stutt í að
Spotify verði líka með slík stutt
myndbönd.
„Þeir byrjuðu að prófa þetta
2020 en hafa aldrei opnað á þetta
af alvöru fyrir almenning. Tón-
listarfólk hefur fengið að prófa
að deila svona með fylgjendum
sínum en sögusagnirnar eru þær
að þetta verði opið fyrir alla
notendur, sem geta þá deilt því
sem þeir að gera þegar þeir eru að
hlusta.“
Hann segir TikTok hafa slegið í
gegn. „Þá bara fylgdu Mark Zucker-
berg og félagar, alveg eins og þeir
gerðu með Story-svæðið svokall-
aða sem sló fyrst í gegn á Snap-
chat á sínum tíma.“
Davíð segist sjálfur hafa prófað
fídusinn, á mörgum miðlum. „Ég
er bara í þannig starfi að ég prófa
alla miðla. Ég er á TikTok, Twitter
og prófa þetta allt saman, þó ég
endist kannski ekkert alltaf lengi,“
segir Davíð hlæjandi. „En maður
þarf að vita hvernig þetta virkar,
svo maður geti veitt viðskipta-
vinum ráð um hvað virkar og svo
framvegis.“ n
Jafnvel Spotify vill vera
TikTok
n Sérfræðingurinn
Þessi stuttu myndbönd
eru algjörlega að slá í
gegn.
KIA Ceed urban.
Árgerð 2019, bensín, sjálfskiptur 7 gírar.
Verð frá 2.990.000.
Rnr.215442.
KIA Ceed x.
Árgerð 2019,bensín, sjálfskiptur 7 gírar.
Verð frá 2.790.000.
Rnr.215473.
TOYOTA Rav4 gx.
Árgerð 2019, bensín, sjálfskiptur.
Verð frá 3.990.000.
Rnr.371512.
SUBARU Forester premium.
Árgerð 2019, bensín, sjálfskiptur.
Verð frá 3.790.000.
Rnr.215535.
KIA Sportage urban.
Árgerð 2019, dísel, sjálfskiptur 7 gírar.
Verð frá 3.490.000.
Rnr.371416.
Allir bílar í ábyrgð Ævintýraleg sala Yfir 35 ára reynsla
VERSLUNARMANNA-
HELGARSPRENGJA
22 Lífið 27. júlí 2022 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐLÍFIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 27. júlí 2022 MIÐVIKUDAGUR