Skessuhorn


Skessuhorn - 06.04.2022, Side 4

Skessuhorn - 06.04.2022, Side 4
MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 20224 Garðabraut 2a - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til kl. 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 4.110 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 3.550. Rafræn áskrift kostar 3.220kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.968 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 950 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is Gunnhildur Lind Hansdóttir glh@skessuhorn.is Valdimar K. Sigurðsson vaks@skessuhorn.is Guðrún Jónsdóttir gj@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Díana Ósk Heiðarsdóttir auglysingar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Ómar Örn Sigurðsson umbrot@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Fögur er hlíðin Grjóthrun varð á tólfta tímanum síðastliðinn fimmtudagsmorgun úr Ólafsvíkurenni. Náði það inná aðra akreinina. Þegar myndin var tek- in var búið að hreinsa veginn, en áfram féll einn og einn steinn úr sárinu. Þarna er göngustígur og eru þeir sem leið eiga um svæðið hvatt- ir til aðgæslu. þa Borgarnes er ekki þekkt fyrir mikla útgerð né fiskvinnslu, en engu að síður er bæjarfélagið líklega sá staður landsins þar sem mestir fisk- flutningar fara í gegn. Á laugar- daginn varð það óhapp að hurð á flutningabíl opnaðist í beygju á milli N1 og Hyrnutorgs í Borgar- nesi með þeim afleiðingum að nokkur fiskkör runnu af bílnum. Sem betur fer var enginn á ferðinni á gangstéttinni þegar óhappið átti sér stað. mm/ Ljósm. jöó Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir ráð- herra háskóla, iðnaðar og nýsköp- unar hefur skipað dr. Hólmfríði Sveinsdóttur rektor Háskólans á Hólum til næstu fimm ára. Skipan Hólmfríðar er samkvæmt einróma ákvörðun háskólaráðs frá 25. mars um að tilnefna hana sem næsta rektor skólans. Tekur hún við starf- inu af Erlu Björk Örnólfsdóttur. Hólmfríður er með meistara- gráðu í næringarfræði frá Just- us Liebig háskólanum í Giessen í Þýskalandi og doktorsgráðu í mat- vælafræði frá Háskóla Íslands. Hún leiddi rannsóknir og þróun hjá Fisk Seafood um árabil og stýrði fyrir þeirra hönd m.a. samstarfsverkefni með Skaganum 3X sem miðaði að því að breyta kælingu á afla á milli- dekki. Hólmfríður stýrði einnig uppbyggingu á Iceprotein og Protis sem var fyrsta íslenska fyrirtækið til að framleiða fiskprótín og kollagen og setja á markað sem fæðubótar- efni. Í dag starfar Hólmfríður í eig- in fyrirtæki sem heitir Mergur Ráð- gjöf og er verkefnastjóri í fjölmörg- um nýsköpunarverkefnum á lands- byggðinni. mm Verðlagsnefnd búvara hefur tekið ákvörðun um hækkun lágmarks- verðs mjólkur til bænda og heildsöluverðs mjólk- ur og mjólkurafurða sem nefndin verðleggur. Tóku breytingarnar gildi föstu- daginn 1. apríl. Lágmarks- verð fyrir 1. flokk mjólk- ur til bænda hækkaði um 6,60%, fór úr 104,96 kr./ ltr í 111,89 kr./ltr. Frá og með 4. apríl sl. hækkaði heildsölu- verð mjólkur og mjólkurvara sem nefndin verðleggur almennt um 4,47%. „Verðhækkunin er til komin vegna kostnaðarhækkana við fram- leiðslu og vinnslu mjólkur frá síð- ustu verðákvörðun 1. desember 2021. Frá síðustu verðákvörðun til marsmánaðar 2022 hafa gjaldaliðir í verðlagsgrundvelli kúabús hækkað um 6,6%, að meðtalinni verðhækkun áburðar sem jafnan er reiknuð í júní. Á sama tímabili hefur vinnslu- og dreifingar- kostnaður afurðastöðva hækkað um 2,14% og er það grundvöllur hækk- unar heildsöluverðs auk hækkunar á afurðaverði. Verðákvörðun verður tek- in til endurskoðunar í maí þegar fyllri skoðun vafaat- riðum er tengjast sérstökum stuðn- ingi sem greiddur var til móts við áburðarverðhækkanir liggur fyrir,“ sagði í tilkynningu frá Verðlags- nefnd búvara. mm Aðgátar þörf í Ólafsvíkurenni vegna grjóthruns Áslaug Arna og Hólmfríður en ráðning hennar var tilkynnt á starfsmannafundi síðastliðinn fimmtudag. Hólmfríður skipuð rektor Hurð flutningabíls opnaðist og fiskur fór niður Mjólkurverð hækkar Það er svo skrítið með okkur mannfólkið að sífellt leitum við í skjól þess öryggis sem þekkingin og reynslan hefur fært okkur. Við vitum hvað við eigum, síður hvað við fáum. Af þeim sökum eru tiltölulega fáir sem flytja oft á lífsleiðinni búferlum, þótt undantekningarnar sanni vissulega regluna. Sumpart gæti það flokkast sem leti að flytja sjaldan eða aldrei milli byggðarlaga, nú eða einfaldlega að okkur líður vel þar sem við erum. Hví þá að fara? Í sveitinni sleit ég barnsskónum og þrátt fyrir að hafa síðari hluta ævi- skeiðsins búið í þéttbýli togar sveitin sífellt, eins og ósýnileg hönd. Reglu- lega fer ég því í sveitina og þarf ekki að dvelja þar lengi til að ná einhvern veginn að núllstilla hugann. Losna við stress og hugarvíl skrifstofu- og þétt- býlisbúans og anda að mér tæru sveitaloftinu. Það þarf ekki einu sinni að vera tært, jafnvel góð mykjulykt frá túni nágrannans getur bætt upplifun- ina, verið hluti af stemningunni eins og áður, eða eins og hjá Sigga Sigur- jóns sem sagði svo eftirminnilega í myndinni forðum; „fjósalykt, I love it!“ En ég er ekki einn um að mynda slík átthagatengsl sem jafnvel halda til æviloka. Hver man til dæmis ekki eftir Njálu og frásögninni af Gunnari á Hlíðarenda? Þegar Gunnar og bróðir hans Kolskeggur höfðu verið gerðir brottrækir frá Hlíðarenda og voru á leið til skips, albúnir að hlíta útlegðar- dómi sínum, áttu að hverfa af landi brott fyrir fullt og allt. Á leið þeirra til skips stekkur söguhetjan úr söðli sínum, verður litið heim að bæ, og mæl- ir hin fleygu orð: „Fögur er hlíðin svo að mér hefir hún aldrei jafnfögur sýnst, bleikir akrar en slegin tún og mun eg ríða heim aftur og fara hvergi.“ Kolskeggur biður bróður sinn þá að halda för áfram, en Gunnar harðneitar og mælir: „Hvergi mun eg fara og svo vildi eg að þú gerðir.“ Svo varð hins vegar ekki og skildu leiðir þeirra fyrir fullt og allt. Líkt og í tilfelli Gunnars leitar hugurinn eins og segull til æskustöðvanna og þess baklands sem mótaði ungan dreng á sjöunda og áttunda áratugn- um. Kannski ekki ósvipað og söguskýrendur útskýra þá ákvörðun Gunnars á Hlíðarenda forðum að snúa aftur heim, þrátt fyrir vissu um grimmileg örlög sem biðu hans. Sú ákvörðun helgaðist vitanlega af ættjarðarást hans og tengslunum við heimahagana og réði úrslitum um þá ákvörðun að snúa við, þótt það væri glapræði, eða eins og Jónas skrifaði í Gunnarshólma: „Því Gunnar vildi heldur bíða hel - en horfinn vera fósturjarðar strönd- um.“ Munurinn á mér og Gunnari er kannski einkum sá að ég er engin hetja, en er þó svo heppinn að mér vitanlega bíður mín ekki dauðadómur, jafnvel þótt ég flytti alfarinn í sveitina. En nóg um ættjarðarást og fjötra heimahaganna. Atvinna og aðrar aðstæður ráða för og við förum þangað sem hentar. Til að okkur eigi að líða vel í þeim samfélögum sem við kjósum að búsetja okkur í, setjum við kröf- ur. Við ætlumst til þess að umhverfi okkar sé öruggt og mannvænt, að skól- arnir sem börnum okkar stendur til boða séu framúrskarandi, að skattarnir okkar séu innan skynsamlegra marka, samgöngur öruggar og að öllum líði vel. Við setjum samfélaginu kröfur rétt eins og við sjálf sem þegnar í því tökum virkan þátt í að gera samfélagið betra, í það minnsta reynum það. Af þeim sökum finnst mér alltaf alveg sérlega spennandi þegar frambjóð- endur fara að kynna stefnumál sín í aðdraganda kosninga. Einmitt nú fer slíkur tími í hönd. Persónulega set ég þær kröfur að fólkið sem býður fram krafta sína sé líklegt til að láta gott af sér leiða, hefur skýra sýn á framtíðina og hvernig samfélag það vilji byggja upp. Þegar vel tekst til á það, rétt eins og við hinir almennu íbúar, þátt í að gera gott samfélag betra. Svo gott að jafnvel hlíðin þar verði jafngóð eða betri en hlíðin hans Gunnars forðum daga, sem hann vildi ekki hverfa frá þótt líf lægi við. Magnús Magnússon

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.