Skessuhorn


Skessuhorn - 06.04.2022, Síða 8

Skessuhorn - 06.04.2022, Síða 8
MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 20228 Bjóða út tjaldsvæðið AKRANES: Akraneskaup- staður hefur auglýst eftir til- boðum í rekstur tjaldsvæð- is bæjarins við Kalmansvík. Samningstími er 1. júní 2022 til 30. apríl 2024. Svæðið í heild er 2,2 ha að flatarmáli en tjaldsvæðið sjálft er u.þ.b sjö þúsund fermetrar að meðtöld- um bílastæðum. Á svæðinu eru tvær þjónustubyggingar og eitt leiksvæði. Tilboðum skal skila fyrir 26. apríl nk. -mm Ný gata við Kveldúlfshöfða BORGARNES: Á fundi skipulags- og byggingarnefnd- ar Borgarbyggðar 28. mars síðastliðinn voru lögð fram drög að nýju deiliskipulagi til kynningar fyrir nefndina vegna nýrrar íbúagötu við Kveldúlfshöfða í Borgarnesi. Gert er ráð fyrir 23 íbúðar- húsalóðum sem raðast við götu sem liggur við Kveld- úlfshöfðann og tengir saman Fjóluklett við nýtt íbúðar- svæði í Bjargslandi II. Aðal- skipulagsbreyting verð- ur gerð samhliða. Skipulags- og byggingarnefnd tók vel í framkomna tillögu á nýrri íbúagötu við Kveldúlfshöfða. -vaks Heimastjórnar- flokkurinn hættir við BORGARBYGGÐ: Hætt hefur verið við framboð Heimastjórnarflokksins til sveitarstjórnar í Borgar- byggð. Þetta tilkynnti Eirík- ur Þór Theodórsson stofn- andi flokksins í aðsendri grein sem birtist m.a. hér aft- ar í blaðinu. „Við stofnend- ur Heimastjórnaflokksins í Borgar byggð fundum í upp- hafi ríkan meðbyr og áhuga. En ekki nægjanlegan, þegar á leið, til að halda áfram að þessu sinni og því var einboð- ið að draga sig til hlés,“ skrif- aði Eiríkur. -mm Vinnuvél með blá blikkljós HVALFJ.SVEIT: Á þriðju- dagsmorgunn í liðinni viku var lögreglan með eftirlit á Vesturlandsvegi þegar þeir sáu vinnuvél með blá blikkandi ljós. Stöðvuðu þeir ökumann- inn og ræddu við hann. Hann vissi af þessum ljósum en taldi það ekki vera ólöglegt og fékk sekt upp á 20 þúsund krónur. -vaks Mæðrastyrks- nefnd hafnað AKRANES: Styrkbeiðni Mæðrastyrksnefndar Akraness vegna húsaleigu var tekin fyr- ir á fundi hjá bæjarráði Akra- neskaupstaðar síðastliðinn fimmtudag. Í beiðni nefndar- innar segir að til boða standi að flytja með Rauða krossin- um í nýtt húsnæði við Kirkju- braut 12. Þar myndi nefndin fá skrifstofu og aðgang að opnum rýmum í húsinu eins og var í gamla húsnæð- inu við Skólabraut. Leigan er áætluð 50 þúsund krón- ur á mánuði sem nefndin ráði ekki við að greiða. Því vildi nefndin leggja fram beiðni um að Akraneskaupstaður styrkti nefndina um leiguna svo hún gæti áfram verið með fastan samastað fyrir starfsemina. Í svari bæjarráðs segir að það geti ekki orðið við erindinu en muni eftir sem áður styrkja árlega jólaúthlutun félagsins og leggja félaginu lið eins og kostur er í hennar störfum. -vaks Beiðni vegna tækjakaupa hafnað AKRANES: Á fundi bæjar- ráðs síðasta fimmtudag var umsókn Sundfélags Akraness um styrk vegna tækjakaupa í Jaðarsbakkalaug tekin fyr- ir. Beiðnin var vegna fyrir- hugaðra kaupa á búnaði sem er félaginu mikilvægur til að geta haldið lögleg sundmót á Akranesi og var heildarfjár- hæðin samtals kr. 2.720.000. Um er að ræða kaup á svoköll- uðum pödsum sem er búnað- ur sem settur er í báða enda sundlaugar þegar mót eru til að mæla tíma keppenda. Þá þarf nýjan ræsibúnað sem er kominn mjög til ára sinna og að endingu þarf að endurnýja hvítu grindurnar sem notað- ar eru á sundmótum sem upp- hækkun fyrir padsana. Í bók- un segir að bæjarráð geti ekki orðið við erindinu því fjár- hagsáætlun Akraneskaupstað- ar er sem kunnugt er unnin að hausti og samþykkt í des- ember ár hvert vegna kom- andi árs sem og áætlun til næstu þriggja ára þar á eft- ir. Erindinu var því vísað til fjárhagsáætlunargerðar vegna ársins 2023. -vaks Tekinn á 141 km hraða HVALFJ.SV: Lögreglan var með eftirlit síðasta þriðju- dag í liðinni viku við Kirkju- ból á Akrafjallsvegi og varð vitni að ofsaakstri. Mældist ökumaðurinn á 141 km hraða eftir skekkjumörk og á hann von á 150 þúsund króna sekt og þremur punktum í ökufer- ilsskrá. Ekki var um óvanan ökumann að ræða heldur var þarna á ferðinni maður á sjö- tugsaldri sem var eitthvað að flýta sér. -vaks Byggðarráð Borgarbyggðar hef- ur falið sveitarstjóra að staðfesta riftun leigusamnings ginframleið- andans Martin Miller’s á Gríms- húsinu í Brákarey. Leigusamningur til 25 ára var undirritaður um hús- ið árið 2019. Í húsinu hugðist fyrir- tækið byggja upp gestastofu fyrir gináhugafólk um allan heim. Grímshús í Brákarey á sér merka sögu. Það var reist árið 1942 og var það útgerðarfélagið Grímur hf. sem stóð fyrir byggingu þess en húsið átti að hýsa búnað félagsins. Eftir eldsvoða á níunda áratugn- um stóð húsið í mikilli niðurníðslu í árafjöld, allt þar til árið 2013 sem hollvinafélag hússins, Grímshúss- félagið, ákvað af miklum myndar- skap að safna peningum og hefja framkvæmdir við að gera húsið upp og koma því aftur í notkun. Borgarbyggð var þó áfram eigandi hússins og ákvað að yfirtaka hús- ið af Grímshússfélaginu og leigja Martin´s Miller það til aldarfjórð- ungs í ljósi fagurra fyrirheita um að þar yrði starfsemi sem laðaði að þúsundir gesta. Þær vonir hafa nú að engu orðið. Fram kemur í fundargerð byggðar ráðs frá síðasta fimmtudegi að eftir að ljóst var að ginframleið- andinn myndi ekki hefja starfsemi í húsinu, hafi margir og mismun- andi aðilar lýst yfir áhuga á að nýta það. „Byggðarráð telur mikilvægt að litið verði til húsnæðisins í þeirri vinnu sem er að hefjast varðandi framtíðarskipulag Brákareyjar, sem hluta af þeim innviðum sem hægt er að vinna með við skipulagningu og framtíðarsýn Brákareyjar,“ seg- ir í bókun byggðarráðs síðastliðinn fimmtudag. mm Slökkvilið Borgarbyggðar hef- ur fest kaup á nýjum bíl í flotann. Bíllinn er Bens Sprinter árgerð 2015 sem keyptur var af Dagleið ehf og merktur í Þorlákshöfn. Að sögn Bjarna Kr Þorsteinssonar slökkviliðsstjóra er bíllinn hugsað- ur bæði sem tækjabíll og til flutn- ings á mannskap en í honum eru tólf sæti. Verður bíllinn staðsettur á slökkvistöðinni í Reykholti. Í bíln- um verður m.a. búnaður á renni- brautum til reykköfunar auk klippi- búnaðar. Bjarni segir að í bílnum verði hafður til taks fatnaður og búnaður þeirra slökkviliðsmanna sem hafa aðsetur í Reykholti og geti þeir þá eftir atvikum farið beint á vettvang útkalls en búnaður þeirra verður í bílnum og honum ekið af þeim sem býr næst slökkvistöðinni. Slíkt geti sparað tíma þegar mik- ið liggur við. Kostnaður við bílinn er að sögn Bjarna um tólf milljón- ir króna. mm Íslenskir skátar ákváðu um helgina að nota styrktarsjóð sinn til að styðja börn og skáta í Úkraínu á þessum erfiðu tímum. Þetta var samþykkt með standandi lófaklappi á Skátaþingi sem haldið var nú um helgina á Bifröst. Harpa Ósk Valgeirsdóttir, sem nú tekur við sem skátahöfðingi af Mörtu Magnúsdóttur, kynnti ákvörðun styrktarsjóðs skáta í fram- haldi af ósk sem barst um að sjóður- inn styrkti Skátabandalag Úkraínu, Unicef í Úkraínu og Rauða kross Úkraínu. Sjóðurinn samþykkti að veita 700.000 kr. styrk. Íslenskir skátar hafa auk þess verið virkir að undanförnu í þátttöku í fatasöfnun og flokkun. „Ég vil gera skátastarfið aðgengi- legt öllum,“ segir Harpa og þar vís- ar hún m.a. til verkefna um að gera börnum af erlendum uppruna auð- veldara að sækja skátastarf, sem og til fjölgunar skátafélaga á lands- byggðinni. Hún segir að með skýr- ari dagskrárgrunni sem var kynntur á skátaþingi sé einnig skref stig- ið til að gera starfið aðgengilegra. Stærsta breytingin sem var kynnt er nýtt aldursbil í dagskránni, svokall- aðir Hrefnuskátar fyrir börn 5 – 7 ára og þar taka skátarnir þátt með foreldrum sínum, samhliða fjöl- skylduskátastarfi. mm Ginframleiðandi fær riftun leigusamnings um Grímshús Nýr tækja- og mannskapsbíll til slökkviliðsins Nýkjörin stjórn Bandalags íslenskra skáta: Harpa Ósk Valgeirsdóttir, Jón Halldór Jónasson, Guðrún Stefánsdóttir, Þórhallur Helgason, Unnur Líf Kvaran, Huldar Hlynsson og Sævar Skaptason. Ljósm. BÍS. Skátar og börn í Úkraínu fá stuðning

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.