Skessuhorn


Skessuhorn - 06.04.2022, Qupperneq 13

Skessuhorn - 06.04.2022, Qupperneq 13
MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 2022 13 LANDSBANKINN. IS Við leggjum til allt að 12.000 króna mótframlag þegar fermingarbörn leggja inn á Framtíðargrunn og í verð bréfasjóð. Það borgar sig að spara til framtíðar. Velkomin í Landsbankann. Við stækkum fermingar- gjöfina þína Þessa dagana eru iðnaðarmenn frá Skipavík í Stykkishólmi að störfum við byggingu á glæsihúsi á jörðinni Hólum í Helgafellssveit. Húsið er um 280 fermetrar að stærð á falleg- um útsýnisstað þar sem má sjá yfir eyjarnar á Breiðafirði. Samkvæmt heimildum Skessuhorns er áætlað- ur byggingarkostnaður um hálfur milljarður króna. Húsið er reist á súlum og er þrefalt gler í því öllu. Það er skoskur stóreignamaður sem mun vera eigandi hússins. Áætlað er að húsið verði tilbúið í haust en það hefur verið í byggingu í hálft annað ár. af Íslenska ríkið hefur skrifað und- ir samning um smíði nýs hafrann- sóknaskips við spænsku skipa- smíðastöðina Astilleros Armón. Svandís Svavarsdóttir matvælaráð- herra og Bjarni Benediktsson fjár- málaráðherra voru viðstödd athöfn þar sem gengið var frá kaupunum. Nýja skipið mun koma í stað rann- sóknaskipsins Bjarna Sæmundsson- ar sem hefur nú þjónað ríkinu við hafrannsóknir í 52 ár. Við hönnun skipsins hefur mikil áhersla verið lögð á að það verði eins umhverfis- vænt og sparneytið og unnt er. Áætlað er að smíði skipsins taki 30 mánuði og að það komi til landsins haustið 2024. mm Glæsihús í byggingu við Breiðafjörðinn Við undirritun. Þorsteinn Sigurðsson forstjóri Hafrannsóknastofnunar, Bjarni Benediktsson fjármála­ og efnahagsráðherra, Svandís Svavarsdóttir matvælaráð­ herra og Laudelino Alperi Baragano frá ARMON skipasmíðastöðinni. Á milli þeirra er tölvugerð mynd af væntanlegu skipi. Spánverjar smíða nýtt hafrannsóknaskip

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.