Skessuhorn


Skessuhorn - 06.04.2022, Qupperneq 27

Skessuhorn - 06.04.2022, Qupperneq 27
MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 2022 27 Pennagrein Vísnahorn Ásmundur á Högnastöðum var á sinni tíð þekktur maður og nánast þjóð- sagnapersóna enda maðurinn bæði afburða glögg- ur og eftirtektarsamur og minnið með ólíkindum. Um hann var ort en gaman væri ef einhver vissi um höfund og hugsanlega tildrög: Ásmundur þó ekki sé íþrótt sinni að flíka. Veit hann mörk á fólki og fé og fjölda af hrossum líka. Fyrir kynni fjarska góð, feginn vil ég þakka. Enda svo mitt litla ljóð, læt það bara flakka. Það eru orðin þó nokkur ár síðan Stefán Jóhannesson frá Kleifum sá um vísnaþátt líklega í NT sáluga, en um það leyti sendi Eysteinn Gísla- son honum þessa vísu: Þjóðin fílar fögur kvæði og fagnar stökum vísnaþáttar sem hún telur algjört æði og ógeðslega meiriháttar. Einhverjum árum síðar kom fram snjöll vísa á hinum svokallaða Leirlista sem var lokaður póstlisti nokkurra hagyrðinga. Helgi Zim- sen varð hrifinn af kveðskapnum og orti: Mættum við fá meira, plís! Men! Ég gæti hneggjað! Þetta er megamasterspís, meiriháttar geggjað. Um tíma var það allvinsælt athæfi á skemmtunum að láta fólk botna vísuparta og gat árangurinn að vísu orðið býsna breytilegur eins og reyndar fyrripartarnir. Eitt sinn var þessum fyrriparti slegið fram á samkomu í Aratungu: „Faglega ég forma nú fyrripart úr stöku“ Ingibergur Sæmundsson botnaði. „Enginn bakar eins og þú andans drulluköku.“ Löngum hafa orðið deildar mein- ingar með mönnum um form- ið og þýðingu þess. Sumir tala um að formið hefti hugsunina en aðrir telja allt byggjast einmitt á forminu. Ingólfur Ómar hafði þetta að segja um atómljóðin: Verri hróður varla sést víða hljóðar dapur. Atómljóðin finnst mér flest fúsk og sóðaskapur. Málfar og orðanotkun var lengi svolítið breytilegt milli héraða og landshluta þó heldur hafi dreg- ið úr því á seinni árum og reyndar almennt úr fjölbreytni í orðavali. Hvort sem það kallast nú jákvæð eða neikvæð þróun. Sumir töluðu um að væri í þeim lurða ef þeir voru hálfslappir. Eitt sinn kom háseti á bát í káetuna og var eitthvað lystar- lítill. Fékk sér tvær brauðsneiðar og gekk síðan til koju. Þá var ort: Sig í urðar sængurnar, sem að furðar engan par. Í honum lurða einhver var, át tvær smurðar brauðsneiðar. Jafnt heilsufar manna sem lík- amsfegurð hefur nokkuð lengi ver- ið svolítið breytilegt enda bæði við- miðunin og smekkur manna breyti- legt líka. Sjálfsagt er farið að nálg- ast hálfa öld síðan Hjalti Gíslason á Hofsósi skaut þessari að vini sínum: Aldrei varð þér orða vant. Enginn veggur hruninn. En á þér og Gary Grant greina nú allir muninn. Og Hörður Björgvinsson lýsti félaga sínum á þessa leið: 210 pund. Tæpast lifir á nögum. Þéttur á velli, þéttur í lund, en þunnur á mánudögum. Náttúruverndarsjónarmið eru alltaf vinsæl til umræðu enda vilja að sjálfsögðu allir náttúrunni það besta og vernda hana með hverj- um þeim hætti sem skerðir ekki hag þeirra sjálfra. Eftirfarandi vísa held ég að sé eftir Starra í Garði og ort löngu áður en umhverfismálin urðu mál málanna: Að því bið ég Guð að gá, af gæsku og mildi sinni. Að ekki níðist nokkur á, náttúrunni minni. Ef ég man rétt var það séra Ein- ar Friðgeirsson sem orti svona um náttúruna: Náttúran öll og eðli manns er í kvartélinu. Saurug hugsun syndugs manns sveimar að sponsgatinu. Þó veturinn hafi ekki farið neitt sérstaklega vel með okkur hlýt- ur honum að ljúka fyrr eða síðar og vonum bara að vorið hegði sér skikkanlega. Þessi vorvísa er það ég best veit eftir Kristján Sigurðsson á Brúsastöðum: Fuglar hagleg hefja ljóð, hljómar lag við kvæði. Vefur dagur gulls úr glóð geislafagurt klæði. Og önnur eftir Þormóð Sveins- son frá Skatastöðum: Yfir landi og lygnum sæ leikur andardráttur vorsins, handan vetrar æ vakir andans máttur. Sagt var að einn ágætur Borg- firðingur hefði sagt eitt árið á útmánuðum; „Oo mikið kvíði ég fyrir vorinu.“ Nú hvað er svo slæmt við það var hann þá spurður. „Oo þá byrjar bölvað spóagargið.“ En hvað sem því líður. Eigum við samt ekki að reikna með að blessaðir far- fuglarnir heiðri okkur með nær- veru sinni í vor eins og vanalega þó móttökurnar verði kannske eins og Egill Jónasson kvað: Hnípnir þröngan hafa kost, háðir ströngum raunum, þeir sem löngum fjúk og frost fá að söngvalaunum. En svo var líka kveðið líklega á Borgarfirði eystra þó ekki viti ég nánar: Á Íslandi þó oft sé kalt og ærnar drepi horinn. Ferhendurnar fljúga um allt sem fiðrildin á vorin. Um leið og ég þakka lesturinn langar mig að biðja lesendur mína ef einhver skyldi þekkja vísurnar um Ásmund sem ég byrjaði þáttinn á að senda mér upplýsingar um höf- und og eftir atvikum tilefni ef ein- hver vissi. Dagbjartur Dagbjartsson, Hrísum, 320 Reykholt S 435 1189 og 849 2715 dd@simnet.is Að ekki níðist nokkur á - náttúrunni minni Pennagrein Í síðasta blaði Skessuhorns þann 30. mars birtist pennagrein eftir undirritaðan er varðaði nýja veg- línu um Borgarnes. Með greininni birtist mynd, en hún var því miður óskýr og sýndi ekki vel fyrirhugaða veglínu sem rætt var um í greininni. Því var ákveðið að birta nýja mynd er sýnir mögulega veglínu frá Brúartorgi um Sand- vík, með stuttum jarðgöngum und- ir Hrafnaklett. Ragnar Frank Kristjánsson Rauð lína sýnir hugmynd að nýrri veglínu þjóðvegar nr. 1 um Borgarnes. Hringvegur um Borgarnes Jafnrétti til náms hefur verið mér mjög hugleikið frá því að ég hóf háskólanám síðastliðið haust. Ég legg stund á BA nám í félagsráð- gjöf í Háskóla Íslands, sem er fag sem ég brenn fyrir og það var gam- all draumur að mennta mig á því sviði. Það er skortur á félagsráð- gjöfum víða um land og sérþekk- ing þeirra eftirsótt, enda mikil- vægir liðir í félagsþjónustu, réttar- kerfinu, heilsugæslu, sjúkrahúsum, og svo mætti lengi telja. Félags- ráðgjöf er hins vegar ekki í boði í fjarnámi við Háskóla Íslands, sem er eini háskólinn sem býður upp á nám í faginu. Land sem er jafn ríkt og Ísland ætti að hafa efni á að bjóða öllum nám við hæfi óháð stöðu, stétt og ekki síst búsetu. Það ætti að vera sjálfsagt að ríkið hvetji og styðji fólk til þess að mennta sig og hagur samfélagsins alls að bjóða upp á fjölbreyttara námsframboð í fjarnámi. Við núverandi aðstæður finnst mér ekki vera jöfn tækifæri til náms óháð búsetu, það er verulega tor- sótt fyrir flesta nemendur sem búa úti á landi að keyra í hverja einustu kennslustund. Við Háskóla Íslands stundar fjölbreyttur hópur fólks nám sem kemur víðs vegar að og margir eiga börn sem erfitt er að slíta sig frá um lengri tíma. Eðlilega hafa margir foreldrar ungra barna lent í erfiðleikum með að stunda nám sem þau hafa áhuga á og metn- að fyrir af þessum orsökum. Í mín- um augum er lausnin mjög auðveld og það er að Háskóli Íslands inn- leiði fjarkennslu sem valmöguleika og sýni þeim nemendum skilning sem ekki geta stundað staðnám. Ég bý við þau forréttindi að búa stutt frá höfuðborginni en það eru margir sem neyðast til að keyra lengri vegalengd. Bensínkostnað- urinn er gífurlega hár, sérstaklega á þessum tímum þar sem lítrinn er kominn yfir 300 kr. Menntasjóð- ur námsmanna lánar þar að auki ekki fyrir auknum samgöngukostn- aði þeirra sem þurfa að keyra til Reykjavíkur til að sækja kennslu- stundir. Það er fráleitt að nemend- ur sem búa í dreifbýli þurfi að sitja uppi með þennan aukna kostnað, fyrir utan tímann og orkuna sem fer í endalausar Reykjavíkurferðir. Háskóli Íslands telur sig ekki vera í stakk búinn til þess að bjóða upp á fjarnám og hafa margir nemend- ur sem stunda nám tjáð óánægju sína yfir því að fjarkennsla sé ekki í boði og skilja nemendur ekki hvers vegna háskóli sem hefur starfað svona lengi sé ekki ennþá kominn á þann stað árið 2022 að geta þjón- ustað nemendur út um allt land. Covid varpaði ljósi á stöðuna Á þessari önn fundum við sam- nemendur mínir hins vegar fyr- ir miklum breytingum þar sem okkur var óheimilt að mæta vegna samkomutakmarkana. Því vil ég meina að Covid hafi í raun varp- að ljósi á sannleikann, að fjarnám er víst möguleiki. Kennslustundir fóru fram í gegnum tölvur og gekk það mjög vel fyrir sig. Viðbrögðin við Covid sýndu að það er víst hægt að koma til móts við nemendur sem búa utan höfuðborgarsvæðisins. Ég tel mikilvægt baráttumál landsbyggðarinnar að það sé fund- inn farvegur til þess að mæta nem- endum þar sem þeir eru stadd- ir. Þannig njóta allir góðs af háskólagöngu sinni, því háskólaár- in eiga að vera skemmtilegur tími í lífi hvers og eins og allir eiga að fá tækifæri til þess að njóta sín og blómstra í námi. Ísfold Rán Grétarsdóttir. Höf. skipar 7. sæti á lista VG í Borgarbyggð Jöfn tækifæri til að blómstra í námi

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.