Feykir


Feykir - 07.04.2021, Blaðsíða 3

Feykir - 07.04.2021, Blaðsíða 3
AFLATÖLUR | Dagana 21. mars til 4. apríl 2021 á Norðurlandi vestra Drangey SK2 með tæplega 320 tonn SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG Hafrún HU 12 Dragnót 12.892 Hrund HU 15 Handfæri 2.032 Loftur HU 717 Handfæri 1.429 Ólafur Magnússon HU 54 Net 4.205 Sæfari HU 212 Lína 709 Sæunn HU 30 Handfæri 1.492 Viktoría HU 10 Handfæri 111 Alls á Skagaströnd 48.809 SAUÐÁRKRÓKUR Drangey SK 2 Botnvarpa 319.170 Málmey SK 1 Botnvarpa 75.432 Alls á Sauðárkróki 394.602 SKAGASTRÖND Auður HU 94 Handfæri 846 Blíðfari HU 52 Handfæri 745 Dagrún HU 121 Net 24.348 Í aflatölunum verða teknar fyrir tvær vikur því síðasta blað, páskablaðið, var unnið fyrr en vanalega til að koma því í prent fyrr svo blaðið næði inn til allra áskrifenda fyrir páska. Á Króknum lönduðu aðeins tveir, togararnir Drangey SK 2 og Málmey SK 1, í þremur lönd- unum. Málmey landaði rúmum 75 tonnum en Drangey landaði rúmum 319 tonnum í tveim löndunum og var heildaraflinn á Króknum 394.602 kg síðstu tvær vikurnar. Á Skagaströnd voru hins vegar töluvert fleiri sem sóttu sjóinn, tíu bátar, sem voru samtals með 16 landanir. Það var Dagrún HU 121 sem var aflahæst með 24.348 kg af þeim 48.809 kg sem komu á land á Skagaströnd en Dagrún landaði fimm sinnum á þessum tveim vikum. Enginn landaði á Hvammstanga eða Hofsósi og var því heilarafli á Norðurlandi vestra fyrir viku 12 og 13 samanlagt 443.411 kg. /SG Á dögunum var úthlutað úr Sprotasjóði en honum er ætlað að styðja við þróun og nýjungar í skólastarfi í leik-, grunn- og framhaldsskólum. Alls hlutu 42 verkefni styrki að þessu sinni að upphæð rúmlega 54 milljónir króna. Áherslusvið sjóðsins að þessu sinni eru á lærdómssamfélög skóla og drengi og lestur. Þrjú verk- efnanna er að finna á Norðurlandi vestra. „Umsóknir í Sprotasjóð bera vitni um nýsköpun, samvinnu og grósku sem einkennir íslenska skóla. Þar er gríðarleg- ur metnaður og vilji til góðra verka sem mikilvægt er að styðja við,“ segir Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmála- ráðherra í tilefni úthlutananna. Þrjú verkefnanna er að finna á Norðurlandi vestra, alls yfir þrjár milljónir króna, og falla í flokk þvert á skólastig. Félags- og skólaþjónusta A-Hún. fékk hæsta styrkinn á okkar svæði, kr. 1.900.000 fyrir verkefnið Lærdómssamfélagið í skólum í Austur Húnavatns- sýslu. Höfðaskóli, Barnaból, Blönduskóli, Barnabær, Húna- vallaskóli og Vallaból. Fræðsluþjónusta Skagafjarðar hlaut eina milljón fyrir Leið til læsis. Árskóli Sauðárkróki, Varmahlíðarskóli, Grunnskól- inn austan Vatna, FNV, Leik- skólinn Ársalir, Leikskólinn Tröllaborg og Leikskólinn Birkilundur. Grunnskólinn austan Vatna fékk úthlutað 350.000 krónum í Náttúrulæsi og útikennslu. Leik- skólinn Tröllaborg og Háskólinn á Hólum í Hjaltadal. /PF Sprotasjóður styrkir 42 verkefni Rúmar þrjár milljónir króna á Norðurland vestra Sveitarstjórn Húnaþings vestra samþykkti á fundi sínum þann 14. janúar sl. að skipa starfshóp til að rýna teikningar fyrir fjölnota rými í austurenda Íþróttamiðstöðv- arinnar á Hvammstanga sem m.a. er ætlað fyrir fólk með sértækar þarfir og aðstöðu fyrir keppnislið. Starfshópur- inn skyldi einnig koma með hugmyndir að framtíðar- skipulagi útisvæðis við sundlaugina. Á heimasíðu sveitarfélags- ins kemur fram að helstu hugmyndirnar starfshópsins séu eftirfarandi: Sér búningsklefi og klefi fyrir fatlað fólk með aðstöðu fyrir aðstoðarmann (þar sem gufubað er núna). Hjólastóla- aðgengi frá anddyri um gang að sunnanverðu. Búningsaðstaða – Aðstaða sem t.d nýtist keppnisliðum. Eimbað/Gufubaðsklefi ásamt sturtu verði staðsett á útisvæði í norðaustur horni við heita pottinn. Kaldur pottur verði niður- grafinn á svipuðum stað og núverandi kaldur pottur er staðsettur. Gæslurými aukið. Við- bygging til suðurs frá núver- andi gæslurými til að bæta öryggi með betri ásýnd yfir svæðið fyrir starfsfólk. Geymsluskúr fyrir áhöld og tæki verði komið fyrir á svæði undir rennibrautinni. Sjúkraþjálfun – leitast verði við að finna aðstöðu fyrir sjúkraþjálfara í húsnæði Íþróttamiðstöðvarinnar Íbúum er gefinn kostur á því að koma með ábendingar við tillögur starfshópsins í gegn- um hnapp á forsíðu heima- síðunnar. Hægt er að senda inn ábendingar til og með 8. apríl nk. /PF Sundlaugin á Hvammstanga Ábendingar við fjölnota rými og útisvæði ÚT ÚT EICS 30 EICS 60 EICS 30 ÚT ÚT EI 60 EI 60 EI 60 EICS 60 NL NL 40,0150,557,5224,0180,0 ÚT 32 ,0 30m Útigeymsla G le rv eg gu r Búningsaðstaða Wc Eimbað Sturta Glerveggir Kaldur potturGæsla Eimbað og sturta glerveggir í framhlið Búningsaðstaða/ Fatlað fólk Viðb. Teikning af sundlaug. MYND AF NETINU Sveitarfélagið Skagaströnd Tekur við fasteignum FISK-Seafood Skagaströnd.is greinir frá því að Sveitarfélagið Skaga- strönd hefur tekið við fasteignum FISK-Seafood í bænum en samningur þess efnis var undirritaður 17. mars sl. Um er að ræða iðnaðarhúsnæði sem hýsti áður gömlu rækju- vinnsluna, síldarverksmiðjuna á hafnarsvæði ásamt skrifstofuhúsnæði sem hýsir Greiðslustofu Vinnumála- stofnunar og skrifstofu sveitarfélagsins. Með breytingu á eignarhaldi skapast ýmis sóknarfæri fyrir sveitarfélagið til þess að stuðla að uppbyggingu og styrkingu innviða ásamt því að hlúa að þeirri mikilvægu starfsemi sem nú þegar er starfrækt á Skagaströnd. Fyrsta verkefnið sem er á teikniborðinu hjá sveitarfélaginu er að búa 26 starfsmönnum Greiðslustofu Vinnumálastofnunar á Skagaströnd betri aðbúnað á Túnbrautinni. „Mikilvægi þeirrar starfsemi hefur heldur betur sýnt sig á Covid tímum, en starfsfólk býr yfir gríðarlega mikilvægri þekkingu og reynslu.“ Sjá nánar á Skagaströnd.is. /ÓAB

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.