Feykir


Feykir - 07.04.2021, Blaðsíða 10

Feykir - 07.04.2021, Blaðsíða 10
Allir með Feyki! Það er mikilvægt að halda úti fjölmiðli sem segir fréttir og fjallar um fólk af Norðurlandi vestra. Það gerir Feykir. Áskrifendur eru Feyki nauðsynlegir. Er ekki upplagt að gerast áskrifandi að góðu blaði og fréttum af þínu fólki? Hafðu samband í síma 455 7171 eða sendu póst á feykir@feykir.is BORGARFLÖT 1 | 550 SAUÐÁRKRÓKUR | SÍMI 455 7176 | FEYKIR.IS Feykir auglýsir eftir afleysinga-blaðamanni á Feyki og Feyki.is. Starfið felst í skrifum í blað og á netmiðil Feykis, frétta- og efnisöflun ásamt tilfallandi störfum. Ráðningartími er frá júní og fram í ágúst. Viðkomandi þarf að hafa gott vald á íslensku, geta ritað í Word og talað í síma. Bílpróf nauðsynlegt. Áhugasamir sendi umsókn á netfangið: palli@feykir.is fyrir 1. maí nk. Frekari upplýsingar gefur ritstjóri í síma 861 9842 og/eða 455 7176. Feyki bráðvantar blaðamann í sumar ný pr en t e hf . FERMINGIN MÍN | Þóranna Ásdís Fjólmundsdóttir Verður fermd á afmælisdaginn sinn Þóranna Ásdís Fjólmundsdóttir býr í Austurgötu á Hofsósi og foreldrar hennar eru Fjólmundur Karl Traustason og Linda Rut Magnúsdóttir. Þóranna verður fermd á afmælisdaginn sinn þann 15. maí, í Hofsóskirkju af sr. Höllu Rut Stefánsdóttur. Hvernig hefur fermingarundirbúningnum verið háttað? Ég hef farið í fermingarfræðslu hjá Höllu, í þær messur sem hafa verið í kirkjunni og hjálpað til í sunnudagaskólanum. Hvar verður veislan? Veislan verður í Höfðaborg. Er búið að ákveða hvað verður á matseðlinum? Já ég verð með bæði heita og kalda rétti og býð svo upp á kökur. Er búið að ákveða fermingarföt? Já ég fermist í hvítum kjól og hælaskóm við. Hver er óska fermingargjöfin? Góð myndavél og ný þverflauta. Hefur þú velt trúmálum mikið fyrir þér? Ég hef aldrei velt neitt sérstaklega fyrir mér trúmálum því kirkjan hefur alltaf verið hluti af lífi mínu. Ég hef farið í sunnudagaskólann frá því að ég var lítil og geri enn, því ég fer með litlu systkinin mín og aðstoða í kirkjunni. Ég mæti í messur og hef einnig sungið með kirkjukórnum. FERMINGIN MÍN | Ásgerður Ásta Kjartansdóttir Renna til Reykjavíkur eftir dressinu Ásgerður Ásta Kjartansdóttir býr á Barkarstöðum í Miðfirði og foreldrar hennar eru Erla Ebba Gunnarsdóttir og Kjartan Guðni Daníelsson. Sr. Guðni Þór Ólafsson sér um ferminguna en það er ekki ennþá búið að ákveða daginn. Hvers vegna valdir þú að fermast? Vegna þess að ég trúi á Guð. Hefur þú velt trúmálum mikið fyrir þér? Nei, ekkert mjög mikið. Hvernig hefur fermingarundirbúningnum verið háttað? Við hittumst í safnaðarheimilinu á Melstað og unnum verkefni. Hvar verður veislan haldin? Veislan verður haldin í veislusalnum á Hótel Laugarbakka. Er búið að ákveða hvað verður á matseðlinum? Í matinn verður kjúklinga mexíkósúpa og kökur í eftirrétt. Er búið að ákveða fermingarfötin? Nei, en við förum fljótlega til Reykjavíkur að kaupa þau. Hver er óska fermingargjöfin? Veit það ekki alveg. FERMINGIN MÍN | Jón Konráð Oddgeirsson / Viktoría Ýr Oddgeirsdóttir Mamma sér um allan undirbúninginn Jón Konráð og Viktoría Ýr búa á Hofsósi. Þau verða fermd í Hofsóskirkju þann 23. maí af sr. Höllu Rut Stefánsdóttur. For- eldrar þeirra eru Gréta Dröfn Jónsdóttir og Jóhann Oddgeir Jóhannsson. Hafið þið velt trúmálum mikið fyrir ykkur? Nei. Hvernig hefur fermingarundirbún- ingnum verið háttað? Við erum svo heppin að mamma sér um allt. Hvar verður veislan haldin? Í Höfða- borg. Er búið að ákveða hvað verður á matseðlinum? Já, það er búið að ákveða það. Er búið að ákveða fermingarfötin? Já. Hver er óska fermingargjöfin? Jón Konráð óskar sér krossara og Viktoríu Ýri langar í hest. 10 14/2021

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.