Feykir


Feykir - 02.06.2021, Síða 6

Feykir - 02.06.2021, Síða 6
Í þessari grein verður fjallað um kennslu í hestamennsku en breytingin sem orðið hefur frá því sem áður var hvað varðar skilning á að hestamennsku megi læra er nánast alger. Þó mest hafi gerst hvað þetta varðar á seinni áratugum er viðleitni í þessa átt þó mun eldri. Þannig birtust tvær fræðslugreinar í 8. árg. Búnaðarritsins árið 1894: Um tamningu hesta, eftir Gunnar Ólafsson, bónda í Lóni í Skagafirði, og Um járning á hestum eftir Sveinbjörn Ólafsson búfræðing. Árið 1925 kom út kverið Hestar eftir Daníel Daníelsson, ljósmyndara, hestamann og fyrsta formann Fáks, og Einar E. Sæmundsen, skógarvörð og hestamann, kostunar- maður útgáfunnar var Steindór Gunn- arsson prentari og athafnamaður, hestelskur vel. Hann stofnaði Stein- dórsprent 1934 og það fyrirtæki gaf út árið 1937 endurminningar Daníels, sem hann ritaði sjálfur; Í áföngum og er hið merkasta rit. Hestamennska og margt annað kemur þar fyrir. Árið 1957 kom út eftir Einar E. Sæmundsen skáldsagan Sleipnir með undirtitilinn: Saga um hest hjá bókaútgáfunni Norðra. Ákaflega hjartnæm og læsileg bók sem hefur að inntaki viðleitni til að bæta og fegra hestamennskuna. Það var svo árið 1951 að fyrsti vísir að reiðskóla var settur upp við Bænda- skólann á Hvanneyri fyrir forgöngu Gunnars Bjarnasonar og tveimur árum síðar kom út hjá LH bókin Á fáki – kennslubók í hestamennsku eftir þá Boga Eggertsson og Gunnar Bjarna- son. Morgunblaðsskeifan var fyrst veitt á Hvanneyri 1957 og fáeinum árum síðar líka á Hólum, sjá nánar í 14. tbl. þessa árs, þar er líka fjallað um það réttindakerfi sem varð til hvað reið- kennslu áhrærir inna vébanda FT, en alger þáttaskil urðu í reiðkennslu- málum upp úr 1970. Enn þá var þó ekkert eiginlegt skólanám til staðar en ungmenni sem höfðu áhuga á hesta- mennsku og hugðust jafnvel leggja hana fyrir sig sóttu gjarnan í almennt búfræðinám og mikill vegsauki þótti af því að vinna Morgunblaðsskeifuna. Hólaskóli; bændaskóli verður háskóli Í áður tilvitnaðri grein í Feyki er getið um endurreisn Hólaskóla árið 1981. Lögð var þá áhersla á hestamennsku í búfræðináminu. Nýtt hesthús var tekið í notkun árið 1982, en það er nú orðið elsta hesthúsið sem enn er í notkun á Hólastað. Hestamennskunámið efldist jafnt og þétt á Hólum en hestamennska og hrossarækt áttu sér mun lengri sögu HESTAR OG MENN | palli@feykir.is Kristinn Hugason forstöðumaður Söguseturs íslenska hestsins Kennsla í hestamennsku Anna Bretaprinsessa og Eyjólfur Ísólfsson, tamningameistari og yfirreiðkennari á Hólum, á reið í Hjaltadal í júlí 2002. Anna situr stóðhestinn Töfra frá Selfossi og Eyjólfur Þotu frá Hólum. Anna prinsessa er mikil hestakona og í forystu alþjóðasamtaka hestamennskunnar (FEI) og mætti á vegum samtakanna á 15. landsmót LH og BÍ sem haldið var á Vindheimamelum 2. til 7. júlí. Heimsókn Önnu prinsessu var mikill heiður fyrir hestamennskuna á Íslandi og íslenska hestinn, því ekki aðeins er Anna tignasti gestur sem til landsmóts hefur komið heldur felst mikil viðurkenning í að fulltrúi FEI komi á landsmót. LJÓSMYND ÚR BÓKINNI ÍSLENSKI HESTURINN SEM ÚT KOM 2004 Á VEGUM MM OG SÍH, LJM.: ANNA FJÓLA GÍSLADÓTTIR en þetta við bændaskólann. Umsvifa- mikil hrossarækt og tamningastafsemi fór þar fram en Hrossaræktarbú ríkisins var stofnsett á Hólum árið 1962 með það að stefnumiði að hreinrækta hin svokölluðu austanvatnahross (Svaða- staðastofn). Búinu var sett reglugerð árið 1971. Árið 1989 var þeirri reglugerð svo gerbreytt þegar ný var sett. Starfið á búinu skyldi verða í samræmi við nýjustu þekkingu í kynbótafræði og horfið var frá hreinræktun austan- vatnahrossa. Ríkisbúið féll síðar inn í rekstur skólabúsins. Árið 1989 reis reiðhöll á Hólum, áföst aðstöðuhúsi hesthússins frá 1982, var þetta fyrsta reiðhöllin á Norðurlandi en Reiðhöllin í Reykjavík, sú fyrsta á landinu, reis tveimur árum áður. Árið 1991 var sett upp hringgerði á Hólum, hið fyrsta á landinu. Þau eru nú orðin óteljandi mörg enda hið mesta þarfa- þing við tamningu hrossa. Samhliða uppbyggingu reiðkennslu á Hólum, og í raun líka vaxandi starf- semi á þessum vettvangi á Hvanneyri þó svo verkaskiptingu bændaskólanna skyldi svo háttað að áherslan á hesta- mennskuna yrði fyrst og fremst á Hólum, hélt réttindakerfi FT, sem áður hefur verið minnst á, áfram að þróast og festa sig í sessi. Þannig hlutu fyrstu A-stigs reiðkennarar FT réttindi sín árið 1988. Hvað verkaskipti Hóla og Hvann- eyrar varðar hefur námið þróast á fyrr- nefnda staðnum með atvinnugreinina; hrossarækt, tamningar, þjálfun og reið- kennslu í huga, en á hinu síðarnefnda með skírskotun til hins almenna iðkanda. Á Hvanneyri hófust þannig námskeiðin „Af frjálsum vilja“ undir forystu Ingimars Sveinssonar árið 1993 sem segja má að felist í útfærslu á tamningaaðferðum sem oft eru kennd- ar við Monty Roberts. Reynir Aðal- steinsson, fyrsti tamningameistari FT árið 1978 og einn af fyrstu A-stigs reiðkennurum FT, starfaði svo þar sem yfirreiðkennari frá árinu 2006 til 2012 er hann lést. Hann byggði þar upp reiðfræðslunámið Reiðmanninn sem ætlað er hinum almenna hestamanni og hófst árið 2008. Annar tamningameistari FT, Eyjólf- ur Ísólfsson sem hlaut þá gráðu árið 1985 ásamt með Sigurbirni Bárðarsyni og þeir hlutu og A-reiðkennararéttind- in í fyrsta hópnum, var ráðinn til Hóla snemma á tíunda áratugnum og starfaði þar, lengst af sem yfirreiðkennari, í 15 ár. Eyjólfur hefur jafnframt sinnt reið- kennslu mikið erlendis og er nú búsettur í Danmörku og gegnir m.a. stöðu prófessors í reiðmennsku við SLU en í Wången í Jämtlandi er t.d. miðstöð reiðkennslu á íslenskum hestum í Svíþjóð. Strax árið 1992 hófst formlegt samstarf FT og Hólaskóla um kennslu í hesta- mennsku og árið 1994 fengu útskrifaðir nemar frá Hólum rétt til aðildar að FT. Árið 1996 var reiðkennara- og þjálf- arabraut Hólaskóla og FT stofnsett og fyrstu reiðkennararnir voru útskrifaðir þá um vorið. Þetta nám var sprotinn að hestafræðideildinni. Jafnframt færð- ust öll inngöngupróf í FT til Hóla. Vitaskuld er það svo að hver getur haft sína skoðun á því hversu æskilegt er að færa starfsemi frjálsra félaga, eins og t.d. FT, undir ríkið, Hólaskóla í þessu tilviki, en hvað varðar vöxt og viðgang formlegs réttindanáms í hestamennsku er hér um stórvirki að ræða. Á þessum tíma gegndi Trausti Þór Guðmundsson embætti formanns FT og Jón Bjarna- son, síðar alþingismaður og ráðherra, var skólastjóri á Hólum. Hvanneyri og Hólar gerðu með sér samning um menntun í reiðmennsku á háskólastigi árið 1998, en á Hvann- eyri hafði starfað háskóladeild allt frá árinu 1947. Árið 2000 var farið að bjóða upp á þriggja ára sérhæft hestafræðinám við Hólaskóla með áherslu á þjálfun og reiðmennsku, þar sem tvö seinni árin voru á háskólastigi. Árið 2006 kom Hólaskóli fram með Knapamerkjakerfið til að nota við almenna en markvissa hestamennsku- kennslu. Knapamerkjakerfið, sem gefið er út í bókarformi, hefur fimm stig og gera efri stigin kröfu um umtalsverða getu. Kerfið var tekið upp í fræðslustarfi hjá hestamannafélög- unum og er metið til eininga í fram- haldsskólum. Í nokkrum skólum hafa síðan verið settar á laggirnar sérhæfðar hestamennskubrautir til stúdents- prófs. Háskólinn á Hólum var síðan form- lega stofnaður árið 2007 og tók við allri starfsemi sem áður var á vegum Bændaskólans á Hólum. Árið 2010 var tekið upp BS-nám í reiðmennsku og reiðkennslu á Hólum og er námið við hestafræðideildina í sífelldri þróun. Niðurlagsorð Þetta er síðasta greinin fyrir sumar- leyfi og er um leið sleginn botninn í umfjöllun um sögu íþróttakeppninnar, heimsleikanna og kennslu í hesta- mennsku. Í fyrsta tölublaði Feykis í september næstkomandi verður hafin umfjöllun um sögu hrossakynbóta en þar er af miklu að taka. Ég þakka þar með að sinni og vona að lesendur fái vel notið sumarsins. Kristinn Hugason forstöðumaður Söguseturs íslenska hestsins 6 22/2021

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.