Feykir - 02.06.2021, Qupperneq 9
Ingvar Sighvats um það leyti sem loðnu-
ævintýrið átti sér stað. MYND
svo skrítinn draum. Honum
finnst hann vera að þvælast
með fimm hvít umslög í
höndunum en þegar hann snýr
því síðasta við er það svona
rosalega drullugt, alveg eitt
drulluhaf. Menn veltu því fyrir
sér hvort við fengjum nokkuð
þennan dag en endirinn varð sá
að við köstuðum fimm sinnum.
Við komumst niður með sand-
inum í þetta skiptið því ísinn
hafði lónað svolítið frá og við
komnir þó nokkuð niður með
sandi. Þegar við drögum síðasta
kastið lítur allt rosalega vel út í
fyrstu en svo kemur annar
vængurinn upp í nótina, alveg
gjörsamlega steyptur af drullu.
Þetta hefur líklega komið úr
Vötnunum og ísinn rifið
drulluna upp úr botninum. Það
var engin smá verkun að draga
þetta rusl um borð, kostaði
heljar vinnu að taka í land til að
þrífa þetta djöfulsins drasl,“
segir Ingi og hlær við minn-
ingunni. Hann segir að menn
hafi grínast með það að þar hafi
ráðning draumsins komið fram.
Að sögn Inga var loðnuveiði
almennt lítil á þessum tíma en
þeir sem sóttu loðnu notuðu
hana helst til beitu. „Ég held að
menn almennt hafi ekki verið
að veiða þetta til bræðslu, þó
það gæti hafa verið einhvers-
staðar á landinu. En þetta var
töluverð veiði á svona bölvuðu
bátshorni sem er ekki að skafa
nema þrjú og hálft tonn eða svo.
Þetta var náttúrulega bara rugl.
Bátur sem var skráður 3,6 var
að taka 5,5 tonn.“ Hann segir
uppskeruna hafa verið þó
nokkra og rifjar upp að hann
hafi keypt sér skó sem kostuðu
um 6-700 krónur en ein
útborgunin hafi verið um fimm
þúsund krónur. „Miðað við það
var þetta ágætis peningur sem
kom út úr þessu í heildina því
aflamagnið var það mikið.“
Hann segir bílstjórann, sem
flutti loðnuna upp í verksmiðju,
Hauk Haralds, ekki hafa verið
hrifinn af þessari aukavinnu.
„Hann gat orðið kolvitlaus í
skapinu því hann varð að landa
þessu á kvöldin. Þetta stóð
alveg til miðnættis stundum. Þá
var suma dagana farið í þrjár
veiðiferðir. Nei, hann var ekkert
hrifinn af þessu.“
Vertíðinni lýkur
Ingi segir að um það leyti sem
þeir eru að hætta þessum
veiðiskap hafi ísinn farið að
greiðast í sundur og veiðin
alveg dottið niður. Hann segir
að kannski hafi verið flótti í
loðnunni, bæði undan fugli eða
jafnvel að smáhvalir hafi verið
á ferðinni. En þarna lauk
skemmtilegu ævintýri sem ekki
hefur verið endurtekið í
Skagafirði og hver fór til síns
starfa á ný. Maggi gerði út á
kolanet á sumrin og voru þeir
ýmist með honum, Helgi eða
Jón Björn synir, hans en þeir
Ingi og Hvati voru í síma-
vinnunni en að sögn Inga fóru
pabbi hans og Maggi ekki saman
til sjós nema rétt til að ná sér í
soðið, rauðmaga og annað. Ingi
lagði sjómennskuna ekki fyrir
sig, var í símavinnunni eins og
flestir á Stöðinni og lærði síðar
rafvirkjun og hefur verið farsæll
sem slíkur. Hann er enn að þó
starfshlutfallið sé nokkuð minna
en áður, segist hafa gleymt að
hætta um sjötugt sem hann varð
fyrir þremur árum.
Í tilefni þessarar stuttu
loðnuvertíðar orti Pétur Sig-
hvats til sona sinna, Pálma og
Sighvats:
Pálmi heppinn sækir sjá
og safnar veiðiföngum.
En Hvati hefur auga á
öllum loðnugöngum.
Feykir þakkar Inga fyrir upp-
rifjunina á þessari skemmtilegu
vertíð og vill hann koma því á
framfæri að ef einhver lumaði á
mynd af þessum viðburði að
hafa samband. Veiðin fór fram í
höfninni eða mjög nálægt landi
og vakti mikla athygli svo
líklegt er að einhver hafi verið
með myndavélina á lofti.
Hafís inn á Sauðárkrókshöfn vorið 1965 – Gamla bryggjan.
MYND: HSK ATB 1842
Kuldalegt var um að litast í apríl 1965. MYND: HSK GH 659
Á hafísárunum kom fyrir að Skagafjörður var ófær bátum en menn reyndu þó að veiða
innan um jakana. MYND: HSK MST25
Aflabrögð hafa verið með
eindæmum góð á Skaga-
strönd í vetur og vor að sögn
Alexöndru Jóhannesdóttur,
sveitarstjóra, þar sem
dragnótarbátar veiddu vel
snemmvors þangað til
hrygningarstopp var sett á.
Eins voru færabátar að veiða
ágætlega á sama tíma. Feykir
hafði samband við Alexöndru
og forvitnaðist um aflabrögð
og stemninguna hjá
útgerðarmönnum á staðnum.
Geturðu sagt mér hvernig til
tókst með sölu á grásleppu-
hrognum og hveljum? -Verðið
var því miður 50% lægra en í
fyrra en sala hefur gengið
ágætlega.
Eru margir sem gera út á
strandveiðar? -Það eru um 25
bátar sem gera út á strand-
veiðar frá Skagaströnd og þeim
hefur farið fjölgandi. Aflabrögð
hafa verið nokkuð góð, tíðarfar
gott og flestir gátu nýtt alla
daga í maímánuði sem er sjald-
gæft. Hingað til hefur veður
verið stærsta breytan í þeim
efnum. Samantekt LS á verði
þorsks sem veiddur var á
handfæri sýnir að verð í maí er
29% hærra en það var á sama
tíma í fyrra sem er ánægjulegt.
Hve miklu skipta strandveiðar
fyrir Skagaströnd? -Útgerðar-
mynstur á Skagaströnd hefur
breyst mikið síðustu ár og
strandveiðar gríðarlega veiga-
mikill þáttur í atvinnulífi sveit-
arfélagsins.
Eru flestir þeir bátar sem
leggja upp frá Skagaströnd í
eigu heimamanna eða koma
þeir að? -Já, stærsti hlutinn er í
eigu heimamanna og hefur
bæst í flotann síðustu ár.
Hvernig heldur þú að sjómenn
á Skagaströnd haldi upp á sjó-
mannadaginn í ár? -Ég á von á
því að það verði með óhefð-
bundnu sniði í ljósi aðstæðna
þó svo að það sé farið að birta
til! Við fögnum með viðhöfn að
ári.
Það var verið að stækka at-
hafnasvæði hafnarinnar með
uppfyllingu. Hvað geturðu
sagt mér um það? -Uppfylling-
in er afleiðing af dýpkun á
hafnarsvæði vegna smábáta-
hafnar sem var tekin í notkun
2019. Framkvæmdir við höfn-
ina munu klárast í sumar og
aðstaða fyrir smábáta orðin hin
glæsilegasta. Það kemur síðan í
ljós í fyllingu tímans hvernig
við nýtum uppfyllinguna en
það er ýmislegt spennandi
sem hægt er að gera við
athafnasvæði líkt og þetta, á
besta stað í bænum.
Eitthvað sem þú vilt koma á
framfæri? -Það er tilefni til þess
að óska okkar kæru sjómönn-
um innilega til hamingju með
daginn.
Strandveiðibátum fjölgar á Skagaströnd
Aflabrögð hafa
verið nokkuð góð
VIÐTAL
Páll Friðriksson
Alexandra, sveitarstjóri Skagastrandar, segir ýmislegt spennandi vera hægt að gera
við nýtt athafnasvæði sem varð til með landfyllingu en framkvæmdir munu klárast
í sumar.
Aðstaða fyrir smábáta er orðin hin glæsilegasta enda fjölgar strandveiðibátum á
Skagaströnd. MYNDIR: ÁRNI GEIR INGVARSSON
22/2021 9