Feykir


Feykir - 02.06.2021, Side 11

Feykir - 02.06.2021, Side 11
Við óskum sjómönnum til hamingju með daginn VERKFRÆÐISTOFA BÍLAVERKSTÆÐI KJÖRSTAÐIR FYRIR SAMEININGARKOSNINGU Laugardaginn 5. júní næstkomandi fara fram kosningar um sameiningu Blönduósbæjar, Húnavatnshrepps, Skagabyggðar og Sveitarfélagsins Skagastrandar. Rétt til að kjósa hafa allir 18 ára og eldri sem eru á kjörskrá í viðkomandi sveitarfélagi. Kjörskrár liggja frammi á skrifstofum sveitarfélaganna. Einstaklingar geta athugað hvort þeir séu á kjörskrá og hvar þeir eigi að kjósa á heimasíðu Þjóðskrár. Kjósendur skulu hafa meðferðis persónuskilríki. Kjörfundir fara fram í hverju sveitarfélagi og verða þeir opnir sem hér segir: Kjörfundur í Blönduósbæ fer fram í norðursal Íþróttamiðstöðvar frá kl. 10 til 22. Kjörfundur í Sveitarfélaginu Skagaströnd fer fram í Fellsborg frá kl. 10 til 22. Kjörfundur í Húnavatnshreppi fer fram á Húnavöllum frá kl. 11 til 19. Kjörfundur í Skagabyggð fer fram í Skagabúð frá kl. 12 til 17. Aðsetur kjörstjórnar verður á viðkomandi kjörstað á kjördag. Talning atkvæða fer fram á sama stað og hefst eftir að öllum kjörstöðum hefur verið lokað. Verða atkvæða talin og úrslit birt í hverju sveitarfélagi og á hunvetningur.is Um undirbúning, framkvæmd og frágang sveitarstjórnarkosninga fer eftir lögum um kosningar til sveitarstjórna nr. 5/1998. Kjörstjórnir Blönduósbæjar, Húnavatnshrepps, Skagabyggðar og Sveitarfélagsins Skagastrandar Sérkennilegur afli Tveir risafiskar í trollið Karl Hólm og Guðmundur Árnason við lúðuna stóru. MYND INGÓLFUR SVEINSSON Karl Hólm átti togvaktina á Drangey SK 1 þennan dag árið 1968. Fór hann upp í brú til skipstjórans, Guðmundar Árnasonar, og dvaldi þar um stund. Vel lá á Gvendi sem sagði: „Það er best að þú togar meðan ég fer í kaffi.“ Svona hefst upprifjun Ingólfs Sveinssonar á þeim degi er stærsta lúða sem hann hefur augum litið var dregin um borð ásamt öðrum risa fiski. „Þegar farið er að hífa og Karl orðinn spenntur fyrir því hvað hefði fiskast sást ekkert móta fyrir aflanum og allt leit út fyrir að ekkert væri í trollinu fyrr en pokinn skellur í bakreipið og verða menn þá varir við smá hreyfingu í pokanum. Þegar leyst er frá honum kemur í ljós einhver alstærsta lúða sem menn höfðu séð og annar fiskur var með lúðunni líka einhver alstærsti steinbítur sem menn höfðu séð, á annan metra. Ekkert annað var í trollinu en þessir tveir fiskar,“ segir Ingólfur sem tók meðfylgjandi mynd er komið var í land. Sannkölluð stórlúða þar á ferð. /PF 22/2021 11

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.