Feykir


Feykir - 02.06.2021, Side 15

Feykir - 02.06.2021, Side 15
KROSSGÁTUSMIÐUR Páll Friðriksson SVÖR VIÐ VÍSNAGÁTUR :Ráð. Sudoku Krossgáta FEYKIFÍN AFÞREYING Feykir spyr... Hvað er skemmtilegast við sjómennsk- una? Spurt á Facebook UMSJÓN : klara@nyprent.is „Vinnan og fjölbreytileikinn.“ Ólafur Guðmundsson Finna skal út eitt orð úr línunum fjórum: Ótrúlegt - en kannski satt... Til stendur að Ólympíuleikar verði haldnir í Tókýó 23. júlí til 8. ágúst í sumar þrátt fyrir mótmæli heima fyrir vegna Covid-19. Grikkland er heimaland Ólympíuleikanna en fyrstu nútíma leikarnir voru haldnir í Grikklandi árið 1896 og sumarólympíuleikar voru haldnir í Aþenu, höfuðborg Grikklands, árið 2004. Ótrúlegt, en kannski satt, þá saman- stendur þjóðsöngur Grikklands af 158 vísum. Ekki er vitað til að nokkur hafi lært þær allar utan að. Tilvitnun vikunnar Verum þakklát fólki sem gerir okkur hamingjusöm. – Marcel Proust „Að maður er hluti af litlu samfélagi um borð þar sem menn setja mikið traust hver á annan og það myndast afar góð heild. Svo þegar vel fiskast getur stemmingin orðið virkilega öflug og drífandi. Og ekki skemmir það að vita hversu mikið þessi grein skilar í þjóðarbúið.“ Ægir Örn Ægisson „Fríið.“ Hjalti Magnússon LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Skrautleg lömb í Hvammshlíð F „Það skemmtilegasta við sjómennskuna er líklega að vinna með öflugum mannskap þegar vel veiðist og auðvitað að koma í land eftir góðan túr.“ Jónas Rúnar Guðmundsson Ungversk gúllassúpa og ís með kantalópu og súkkulaðisósu Matgæðingar vikunnar eru Júlía Pálmadóttir Sighvats og eigin- maður hennar, Óskar Friðrik Sigmarsson. Þau fengu áskorun frá Birgittu, móður Júlíu, en þau hjónakorn búa í Breiðholti í Reykjavík. Júlía er uppalin á Sauðárkróki og finnst þeim alltaf jafn gott að komast í „sveitina“ með börnin til að hitta afa og ömmu. „Einn af okkar uppáhaldsaðalréttum er ungversk gúllassúpa. Við gerum oft þessa súpu þegar haldin eru barnaafmæli og þá skiptir eiginlega engu máli hvað við eldum mikið, það er alltaf skafið úr pottinum. Hún er alveg einstaklega góð borin fram með nýju súrdeigsbrauði og smjöri, enn betra ef þeytt smjör er í boði, svo er gott að bjóða upp á sýrðan rjóma með. Lykilatriðið við þessa súpu er að hafa gott kjöt og skera allt hráefnið í litla bita þannig að auðvelt sé að borða súpuna,“ segir Júlía. Uppskriftin kemur upprunalega frá www.eldhussogur.is og nota þau hana að mestu leyti eins og fram kemur þar. AÐALRÉTTUR Ungversk gúllassúpa Uppskrift – fyrir 4 fullorðna 600 g gott nautakjöt 1 rauð paprika, skorin í bita 1 gulur laukur 5-6 meðalstórar kartöflur (alls ekki meira en 6) 3 meðalstórar gulrætur 1 msk. paprika (krydd) 1½ tsk. cumin salt og pipar chili krydd eftir smekk (við höfum notað chili explosion, passa að setja bara lítið í einu) 2 msk. góð ólívuolía 1 lítri kjötkraftur 3 hvítlauksgeirar, pressaðir 2 msk. smjör 1-2 msk. tómatpúrra Aðferð: Kjötið er skorið í litla bita, aðeins minni bita en ef það væri borðað með hníf og gaffli. Laukurinn afhýddur og skorinn smátt og paprika er skorin í smáa bita – u.þ.b. 1x1 cm. Svo þarf að flysja kartöflurnar og gulræturnar og skera í frekar litla bita. Kjöt, laukur og paprika eru síðan steikt upp úr góðri olíu í stórum potti, kryddunum er síðan bætt út í. ( MATGÆÐINGUR VIKUNNAR ) siggag@nyprent.is Júlía og Óskar Friðrik | Breiðhyltingar Júlía Pálma og Óskar Friðrik. AÐSEND MYND Þetta er steikt þar til kjötið hefur fengið á sig lit og þá nautakraft- inum og tómatpúrrunni bætt út í. Öllu hrært vel saman og hitað upp að suðu, þegar suðan er komin upp þá smjöri og hvítlauk bætt út í. Þetta er síðan allt látið malla í 50-60 mínútur, þegar um 15 mínútur eru eftir af suðu- tímanum skal bæta kartöflum og gulrótum út í súpuna. Súpan er alls ekki verri þegar hún er hituð upp, hún er bara svo góð að það er sjaldnast afgangur til að njóta þess. EFTIRRÉTTUR Ís með kantalópu og súkkulaðisósu Einfaldur og góður eftirréttur er vanilluís með kantalópu melónu og heitri, storknandi súkkulaði- sósu sem er heimagerð og afar einföld. Vanilluís (tegund sem hver og einn velur) Kantalópu melóna 50 g Nóa Síríus 70% súkkulaði 1 tsk kókosolía Aðferð: Kantalópan er skorin í litla bita – minna en 1x1 cm. Súkkulaðið er hitað yfir vatnsbaði og kókosolíunni bætt út í, hræra þetta tvennt vel saman. Ísinn er svo borinn fram með melónu og súkkulaði dreift yfir ísinn í mjórri bunu, eftir stutta stund storknar það á ísnum og er dásamlega gott með melónunni. Verði ykkur að góðu! Ekki var komið í ljós á hvern Júlía og Óskar skora áður en Feykir fór í prentun. 22/2021 15 Vísnagátur Sveins Víkings Af ást eru þau víst oftast fest. Í þeim er talið gott að sitja. Þeir ríku hafa þau reyndar flest. Í raun til hollra skal þeirra vitja.

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.