Feykir


Feykir - 16.06.2021, Blaðsíða 2

Feykir - 16.06.2021, Blaðsíða 2
Þjóðhátíðardagur Íslendinga er haldinn hátíðlegur 17. júní ár hvert á fæðingardegi Jóns Sigurðssonar, helsta leiðtoga landsins í sjálfstæðisbaráttunni á 19. öld. Honum til heiðurs var dagurinn valinn stofndagur lýðveldisins árið 1944. Íslendingar hafa í gegnum tíðina verið í stöðugri valdabaráttu, annað hvort við erlend ríki eða innbyrðis og landið bókstaflega fylltist af sjálfstæðum höfðingjum og þeirra fólki á landnámsöld vegna valdabrölts Haraldar hárfagra í Noregi. Fyrstu aldir Íslandsbyggðar náðu hinir nýju landnemar og afkomendur þeirra að búa til stjórnsýslu sem virkaði á þeim tíma og skrifar Ari fróði að þá er Ísland hafi víða verið byggt hafi „… maður austrænn fyrst lög út hingað úr Norvegi, sá er Úlfljótur hét …“ Alþingi var stofnað á Þingvöllum árið 930 og þar komu höfðingjar landsins saman í júní ár hvert til að setja lög og kveða upp dóma. Eftir borgarastyrjöld Sturlungaaldarinnar gengu Íslendingar Noregskonungi á hönd með gerð Gamla sáttmála 1262-4 og við það breyttust störf Alþingis enda framkvæmdavaldið horfið til erlends ríkis og enn annars er Noregur og Ísland urðu hluti af Danaveldi 1380. Á WikiPedia segir þó að Íslendingar hafi að mestu leyti ráðið sér sjálfir næstu aldirnar en áhrif Dana á innanlandsmál fari að aukast verulega með siðaskiptunum um miðja 16. öld og ná svo hámarki með upptöku einveldis 1662. Við tóku hörmungartímar í íslenskri sögu, veðurfar var hart, grasspretta oft léleg, hafís lagðist að landi og illa fiskaðist og eldgos og önnur óáran gekk yfir. „Ekki var þó mikið um ófrið í landinu, að frátöldum Spánverjavígunum 1615 og svo Tyrkjaráninu 1627.“ Alþingi var orðin valdalaus stofnun og loks lagt niður árið 1800 og Landsyfirréttur stofnaður í staðinn. Það var svo í kjölfar þjóðernisvakningar og stjórnmálahræringa suður í Evrópu sem Íslendingar hófu að berjast fyrir endurreisn Alþingis og láta sig dreyma um sjálfstæði þjóðarinnar og árið 1845 var Alþingi endurreist í Reykjavík, þó aðeins sem ráðgjafarþing, eins og segir á WikiPedia. Sumarið 1851 var haldinn Þjóðfundur í Reykjavík þar sem Trampe greifi reyndi að slíta fundi í nafni konungs en Jón mótmælti og þingmenn tóku undir með orðunum: „Vér mótmælum allir.“ Eftir þann fund varð Jón óumdeildur leiðtogi í baráttu Íslendinga fyrir auknum réttindum og má nefna að einokunin sem Íslendingar höfðu þurft að sæta í langan tíma var aflögð og verslun við Ísland varð öllum þjóðum frjáls 1855. Árið 1874 fengu Íslendingar svo sína fyrstu stjórnarskrá og fékk Alþingi löggjafarvald með konungi og þar með takmarkaða sjálfsstjórn. Mikil tímamót urðu 1. desember árið 1918 þegar Ísland fékk fullveldi og varð Konungsríkið Ísland með eigin þjóðfána og óskorað löggjafarvald en Danir fóru áfram með utanríkismál og landhelgisgæslu. Lýðveldi var svo stofnað á Þingvöllum 17. júní 1944 og féll þá samband Íslands við Danmörku alfarið úr gildi. Síðan eru liðin 77 ár með íslenskum lögum og stjórnarskrá, ár framfara, uppbyggingar og velmegunar. Sjálfstæði er ekki sjálfgefið, eins og rakið er hér að ofan, og ætíð þarf að hlúa að því. Ekki sofna á verðinum og lát eigi dægurþras og pólitískan blekkingarleik hafa áhrif þegar kallað er: „Hvar er nýja stjórnarskráin?“ Í henni, er grein, sú 111., sem heimilar framsal ríkisvalds til alþjóðlegra stofnana sem Ísland á aðild að. Góðar stundir Páll Friðriksson ritstjóri LEIÐARI Gætum að sjálfstæðinu AFLATÖLUR | Dagana 6. til 12. júní á Norðurlandi vestra 40 strandveiðibátar lönduðu í vikunni SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG Hulda GK 17 Lína 18.362 Ísak Örn HU 151 Handfæri 1.810 Jenny HU 40 Handfæri 1.303 Kambur HU 24 Handfæri 2.292 Kópur HU 118 Handfæri 1.371 Kristín HU 168 Handfæri 607 Loftur HU 717 Handfæri 2.403 Lukka EA 777 Handfæri 1.640 Már HU 545 Handfæri 1.065 Ólafur Magnússon HU 54 Handfæri 853 Smári HU 7 Handfæri 914 Svalur HU 124 Handfæri 960 Sæunn HU 30 Handfæri 1.409 Viktor Sig HU 66 Handfæri 1.040 Viktoría HU 10 Handfæri 2.504 Víðir EA 432 Handfæri 1.181 Víðir ÞH 210 Handfæri 784 Von HU 170 Lína 3.754 Alls á Skagaströnd 64.431 HOFSÓS Geisli SK 66 Handfæri 1.212 Skotta SK 138 Handfæri 2.013 Alls á Hofsósi 3.225 HVAMMSTANGI Harpa HU 4 Dragnót 5.492 Alls á Hvammstanga 5.492 SAUÐÁRKRÓKUR Álborg SK 88 Handfæri 296 Birna SK 559 Handfæri 762 Brimfaxi EA 10 Handfæri 1.307 Drangey SK 2 Botnvarpa 169.171 Gjávík SK 20 Handfæri 1.915 Hafey SK 10 Handfæri 1.964 Kaldi SK 121 Þorskfisknet 892 Kristín SK 77 Handfæri 2.242 Maró SK 33 Handfæri 1.512 Már SK 90 Handfæri 1.418 Málmey SK 1 Botnvarpa 77.958 Skvetta SK 7 Handfæri 1.492 Tara SK 25 Handfæri 437 Vinur SK 22 Handfæri 1.561 Alls á Sauðárkróki 262.927 SKAGASTRÖND Alda HU 112 Handfæri 1.592 Arndís HU 42 Handfæri 3.097 Auður HU 94 Handfæri 3.309 Bjartur í Vík HU 11 Handfæri 1.321 Blíðfari HU 52 Handfæri 2.194 Bragi Magg HU 70 Handfæri 1.333 Dagrún HU 121 Handfæri 2.239 Elfa HU 191 Handfæri 1.639 Fengur ÞH 207 Handfæri 1.727 Hjalti HU 313 Handfæri 1.109 Hrund HU 15 Handfæri 619 Alltaf fjölgar bátunum á strandveiðinni á Norðurlandi vestra og lönduðu 40 bátar alls 60.446 kg. Á Króknum voru ellefu bátar á veiðum og lönduðu alls 14.906 kg. Aflahæsti strandveiðibáturinn á Króknum var Kristín SK 77 með 2.242 kg. Á Skagaströnd voru 27 strandveiðibátar á veiðum og lönduðu alls 42.315 kg þar var aflahæsti báturinn, Auður HU 94, með 3.309 kg. Þá lönduðu einnig tveir strandveiðibátar á Hofsósi samtals 3.225 kg, Geisli SK 66 og Skotta SK 138. Annars er það að frétta af öðrum afla að Drangey SK 2 og Málmey Sk 1 lönduðu alls 247.129 kg og einn bátur, Kaldi SK 121, var á veiðum með þorskfisknet og landaði 892 kg. Á Skagaströnd lönduðu aðeins tveir bátar, fyrir utan strandveiðibátana, sem voru á línuveiðum, Hulda GK 17 og Von HU 170, alls 22.116 kg. Einn bátur landaði á Hvammstanga, Harpa HU 4, alls 5.492 kg og var á dragnótarveiðum. Heildarafli á Norðurlandi vestra var 336.075 kg. /SG Beinafundur við Víkur á Skaga Líklegt að um selabein sé að ræða Seinasta mánudag fundust bein í fjörunni við bæinn Víkur á Skaga sem í fyrstu voru talin manns- handleggur. Ábúandi á bænum tilkynnti um fundinn og voru björgunarsveitarmenn kallaðir út til að leita umhverfis fjöruna en fundu ekkert sem gæti tengst beinunum. Runólfur Þórhallsson, for- maður kennslanefndar ríkis- lögreglustjóra, staðfesti í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 að beinin reyndust ekki vera úr manni. Hann segir að óljóst sé úr hverju beinin séu, en telur Í síðasta Feyki birtist formáli að kvæði Rúnars Kristjáns- sonar Farnir fingur sem stakk verulega í stúf. Formálinn var á engan hátt tengdur þessu kvæði heldur hafði hangið inni frá fyrri uppsetningu á blaðinu, og á við annað ljóð sem þegar hafði verið birt. Beðist er velvirðingar á þessi. /PF Leiðrétting Auka formáli Listi VG samþykktur Bjarni Jónsson leiðir listann Bjarni Jónsson, fiskifræðingur og sveitarstjórnarmaður, leiðir lista Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs í Norðvesturkjördæmi, en listinn var samþykktur á fjöl- sóttum fundi á Hótel Lauga- bakka í Miðfirði sl. sunnudag. Bjarni sagði meðal annars í ræðu á fundinum að til framtíðar lægju miklir möguleikar í sterkara VG á sveitar- stjórnarstiginu og samvinnu landsmálanna og sveitarstjórna- málanna. Bjarni, sem er nýr oddviti VG í kjördæminu þakkaði ráðherrum VG fyrir mikla vinnu og framsækni sem hefði leitt til vitundarvakningar í samfélaginu þótt ekki hefðu öll mál náðst í höfn á kjörtímabilinu. Í öðru sæti er Lilja Rafney Magnúsdóttir, alþingismaður, Suðureyri, Sigríður Gísladóttir, Fimm efstu á lista VG í Norðvestur- kjördæmi fyrir alþingiskosningar í haust: Lilja Rafney Magnúsdóttir, Þóra Margrét Lúthersdóttir, Bjarni Jónsson, Lárus Ástmar Hannesson og Sigríður Gísladóttir. AÐSEND MYND. dýralæknir á Ísafirði, í þriðja, Þóra Margrét Lúthersdóttir, sauðfjár- og skógarbóndi í Forsæludal í Vatnsdal, í því fjórða og Lárus Ástmar Hannesson, kennari og bæjarfulltrúi í Stykkishólmi í því fimmta. /PF líklegt að um selabein sé að ræða. ,,Afturhreifinn er ansi líkur handleggsbeinum úr manni. Það er ekki óalgengt að bæði bein úr stórum álftum og selshræjum séu mistekin sem mannabein," sagði Runólfur í samtali við Stöð 2. /SMH 2 24/2021

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.